Vikan - 18.01.1962, Side 25
HVAÐ
ER
DULVITUMD?
DJÚPT í HUGARINS LEYNUM.
Ungur kennari varð fyrir sérkennilegri reynslu. í miðri kennslustund,
þegar honum fannst starfið altaka sig, gat allt í einu skotið upp í huga
hans grófum og óviðeigandi orðnm, sem óðar voru komin fram á varir hans,
svo að hann fékk naumast liindrað, að þau blönduðust inn í ræðu hans.
Þetta fékk lionum mikillar skeifingar, þvi fremur sem hann stundaði kennsi-
una af djúpri alvöru og samvizkusemi. Eftir að þetta hafði endurtekið sig
nokkrum sinnum, fór óttinn að larca sjálfstraust hans; að lokum kveið hann
fyrir hverri kennslustund. En þessar andstæður liugans voru honum alger
ráðgáta. Svo iangt sem hann mundi, hafði hann ástundað hreint líferni, og
saurugar hugsanir voru lionum andstyggð. Hvaðan hrutust þá þessir óboðnu
gestir inn i vitund hans?
Við þessari spurningu kunnu menn lengi ekkert svar. En um leið og Freud
kom fram með það, bylti hann vitundarhugtakinu algerlega við. Fram á
hans daga litu menn svo á, að vitundin væri sjálfs sin meðvitandi. Sálarfræði
þeirra tíma gíimdi því einkum við hið meðvitaða sálarlif; öðrum sálrænum
fyrirbærum var að mestu stjakað til hliðar. Freud aftur á móti uppgötvar
annað vitundarsvið, dulvitundina. Dulvitundin geymir samkvæmt kenningu
hans margvíslega reynslu, sem er ekki meðvituð, þótt hún kunni einhvern
tíma að hafa gripið djúpt inn í tilfinningar okkar og viljalíf. Vökuvitund
okkar nær því ekki yfir allt vitundarsviðið. Djúpt i fylgsnum sálarinnar
geymist ómeðvitað margt það,_ sem einu sinni altók hugann og vakti sterkar
tilfinningar í brjósti okkar. É'g á ekki við það, sem fjarlægist blikfeld vit-
undarinnar og fellur í gleymsku, af þvi að hún hefir gegnt að fullu hlutverki
sínu við það, t. d. að halda jafnvægi eða þekkja stafina. Við hæfilega æfingu
verður það vélrænt og ósjálfrátt. Það eru miklu fremur sársaukafull atvik,
sem vökuvitundin gerir útlæg, bælir niður; en dulvitundin geymir þann
geðblæ, sem þau vöktu, þá tilfinningalífsröskun, sem þau ollu.' Þannig
hverfur hið bælda ekki með öllu, þótt það gleymist, né heldur liggur það
lífvana og óvirkt i dulvitundinni, eins og sekkur i geymslu. Það er iifandi,
Framhald á blas. 28.
DJúpt í fylgfsnum liugans geymist o-
meðvituð lífsreynsla, sem einu sinní
gragrntók liugrann. Þessi ástríðu-
þrnngna tilfinning reynir að smjúga
út úr dýflissu (liilvitundarinnar og
velilur stnndum sálrænum kvillum.
Dr. Matthías
Jónasson:
Sálkreppur
og sálgreining
Freud var ekki bú-
inn að uppgötva dul-
vitundina, þegar
skáldið Tolstoy skrif-
aði Önnu Kareninu,
en þar gerir hann á
meistaralegan hátt
grein fyrir áhrifum
dulvitaðrar lífs-
reynslu, sem sýnir
að hann hafði með
skáldlegu næmi skil-
ið þau sálaröfl.
VIKAN 25