Vikan - 18.01.1962, Side 30
Geymt en ekki gleymt.
Framh. af bls. 7.
hringdi til Nickerson. KvaSst mundu
koma með peningana um eittleytið
þá um nóttina.
Byggingin, þar sem Nickerson
hafði skrifstofu sína, var i nokk-
urra ldlómetra fjartægð frá hinu
glæsilega heimili hans, og álfka
langt frá götunni, þar sem Vincent
l)jó. Veðrið var heitt og mollulegt
þessa nótt. Vincent ákvað samt að
fara þennan spöl fótgangandi. Leigu-
hílstjórar áttu það nefnilega til að
leggja sér óhugnanlega vel á minni
útlit farþega, sem þeir óku að næt-
urlagi og bezt að hætta ekki á það.
Vincent nam staðar úti fyrir
byggingunni, þar sem skrifstofa
Nickerson var til húsa, og svipaðist
um. Stór rúða var i útidyrahurðinni,
anddyrið fyrir innan ekki meira en
sjö eða átta metrar á hvorn veg.
Væri dyravörður fyrir innan af-
greiðsluborðið, kom Vincent að
minnsta kosti ekki auga á hann ut-
an af gangstéttinni. Vincent dró upp
vasaklútinn og þerraði svitadropana
af enni sér. Gekk þó ekki strax inn
i anddyrið. Lyftustjórinn, aldraður
og væskilslegur karl, sat á bekk í
anddyrinu. Hann hafði oft og mörg-
um sinnum flutt Vincent upp á gang-
inn, sem skrifstofur Nickerson lágu
að. Bar áreiðanlega kennsl á hann
og vissi ef til vill hvað hann hét.
Vincent dokaði því við úti fyrir
þangað til hann sá gamla manninn
halda inn í lyftuklefann og hverfa
upp á við. Þá gekk hann inn i and-
dyrið, liröðum hljóðum skrefum, og
hélt upp stigana.
Hann gekk hægt og rólega upp
stigana. Ekki var neinn sjáanlegur
á ferli frammi á ganginum á sjöttu
hæð.
Nickerson opnaði sjálfur skrif-
stofudyrnar — hann reyndist vera
einsamall. Þegar Vincent var kom-
inn inn, afhenti hann honum þykk-
an seðlabunka.
— Teldu þá, sagði hann.
Nickerson hló. — Það er óþarfi,
sagði hann. Þú ert hvorki neinn við-
vaningur né blábjáni. Má ekki bjóða
þér staup?
Svo sátu þeir í ró og næði nokkra
stund, drukku og spjölluðu. Þá varð
Nickerson risið úr sæti sínu; liann
gekk yfir að næsta borði eftir sígar-
ettum og sneri baki við gesti sínum.
Vincent greip tækifærið. Það tók
hann ekki nema brot úr sekúndu,
þegjandi og hljóðalausl. Svo strauk
hann vandlega af öll fingraför og
— Nei, nei, alls ekkL Ég var bara
í baði . . .
3Q VIKAN
stakk seðlaknippinu aftur í vasa
sinn.
Áætlun hans um brottförina var
einföld og auðframkvæmanleg —
eða hún átti að vera það. Sæist eng-
inn enn á ferli frammi á ganginum,
ætlaði hann að hringja á lyftuna.
Þegar ljósið sýndi að hún væri kom-
in á leið upp, ætlaði hann að hlaupa
niður stigana, og verða þannig
kominn út úr augsýn, þegar gamli
maðurinn í lyftunni hcfði áttað sig
á gabbinu og kæmi ofan aftur.
Það var ekki nokkur sála á gang-
inum. Vincent var í þann veginn
að þrýsta á iyfturofann, þegar það
ófyrirsjáanlega gerðist og ónýtti alla
hans áætlun. Dyrnar opnuðust,
gamli maðurinn leit út úr lyftuklefa
sínum.
— Eruð þér á leiðinni niður?
spurði hann.
Vincent hnyklaði brúnirnar.
— Hvernig stendur á að þér liald-
ið yður hér uppi?
— Það er svo heitt og mollulegt
í nótt, svaraði gamli maðurinn. Og
þá er ég vanur að skreppa liingað
upp og ganga út á svalirnar til að
fá mér friskt ioft. Ég heyri samt
sem áður ef einhver hringir ...
Þeir gengu inn í lyftuklefann og
lögðu af stað niður. Þegar hann var
staddur mitt á milli þriðju og fjórðu
hæðar, lagði Vincent höndina á öxl
gamla manninum.
— Stöðvaðu lyftuna, skipaði hann.
Gamli maðurinn rak upp stór
augu. — Hérna? endurtók hann.
— Gerðu eins og ég segi, hvæsti
Vincent og Fred Meyer stöðvaði
lyftuklefann.
Vincent kippti óþyrmilega i hann,
en rak honum siðan rokna löðrung.
Og gamli maðurinn, sem áður var
orðinn náföiur af skelfingu, hneig
niður.
Vincent kippti honum upp af gólfi
lyftuklefans og barði hann einu
sinni enn. — Þú hefur ekki séð neitt
til ferða minna í nótt, karlsauður,
hvæsti hann. Skilurðu það?
— Já ... jú-jú, herra minn ...
ég skil það. Ég hef ekkert séð.
— Þeir spyrja þig áreiðanlega á
morgun. Og þeir reyna að veiða þig.
En þú hefur alls ekki séð neitt til
mín ...
— Þeir skulu ekki hafa orð upp
úr mér.
— Ég vil nú samt sem áður ganga
svo frá hnútunum, að ég þurfi ekki
að óttast það. Hvað heitirðu?
— Meyer ... Fred Meyer.
— Hvar áttu heima?
— Við fertugustu og áttundu ...
nitján ...
— Einsamall?
— Nei, ég bý hjá syni mínum og
fjölskyldu hans.
— Áttu nokkur barnabörn?
— it>au eru þrjú talsins.
— Hraust og skemmtileg?
— Já, skemmtilegustu og beztu
börn.
— Mundu það þá, að það getur
ýmislegt komið fyrir börn á þeim
aldri, og ekki allt sem skemmtileg-
ast. Geti ég ekki sjálfur séð svo um,
þá á ég vini, sem ekki munu hafa
neitt á móti að taka það að sér. Já,
ég er vinmargur, karl minn, og ef
þú steinþegir ekki, þá verður þér
launað það, jafnvel þótt min njóti
ekki við.
Meyer titraði og skalf á beinun-
um. — Ég hef ekkert séð í nótt,
hvislaði hann.
Vincent kinkaði kolii. Hönum
hafði tekizt það, sem hann þurfti
með. Það, var auðvelt að liræða
karlsauðinn, og nú var hann lika
orðinn svo skelfdur að um munaði.
Hann barði hann nú samt einu sinni
enn, svona til vonar og vara — í
þetta skiptið fyrir bringspalirnar.
Meyer gamli lieyktist saman af sárs-
auka. — Nú komum við niður, skip-
aði Vincent.
Tuttugu mínútum síðar var Vin-
cent kominn hcim aftur.
Næstu mánuðina fór hann svo
huldu höfði í Brooklyn. Hann hafði
þó stöðugt samband við „vini“ sína,
sem héldu uppi njósnum fyrir hann.
Þeir fullvissuðu hann um að lög-
reglan væri ekki að svipast um eftir
honum. Karlinn hafði l)á ekki kóm-
ið upp um hann.
Nú voru liðin fjögur ár siðan
þetta gerðist. Og einmitt nú, loks
þegar hann hafði allt, sem hugur
hans girntist, fóru þeir að rifja
þetta upp. Að vísu voru öll smærri
afbrot hans þegar fyrnd, en því var
ekki að heilsa, þegar um morð var
að ræða, það fyrndist aldrei. Refs-
inguna fyrir það átti hann vofandi
eins og sverð á þræði yfir höfði sér
á meðan hann lifði.
Hann gekk að simanum, blaðaði
nokkur andartök í símaskránni;
hringdi. Vann þarna enn Jyftuvörð-
ur, Meyer að nafni?
— Fred Meyer hætti störfum
hérna fyrir einum þrem eða fjór-
um árum, svaraði umsjónarmaður-
inn.
— Vitið þér hvar hann býr?
— Á Eystribakka, ég man ekki
hvar. Nítjándu götu, minnir mig ...
Vincent blaðið enn 1 símaskránni.
Jú, Fred Meyer — þetta kom allt
saman heim. Fátæklegt úthverfi
það. Karlsauðurinn hafði bersýni-
lega ekki mikið fyrir sig að leggja.
Og nú stóðu honum tiu þúsund doll-
arar til boða — ef hann aðeins þyrði
að tjóstra upp því, sem hann vissi.
Jæja, rýtinginn þann arna hafði
Vincent notað einu sinni áður og
gefizt vel. Hann klæddist snarlega,
tók rýtinginn upp úr skrifborðs-
skúffunni og stakk honum á sig. Svo
hélt hann niður í anddyrið með
lyftunni, gekk lit að bílskúrnum, þar
sem stóri sportbíllinn hans var
geymdur. Þegar hann ók af stað,
varð honum litið á klukkuna —
hana vantaði tiu mínútur í tvö. Og
það mundi taka hann alltaf fjörutiu
minútur að aka þangað, sem karl-
sauðurinn átti heima.
Dagbiaðið hafði verið á boðstólum
1 sölutur'nunum um níuleytið. Karl-
sauðurinn liafði þvi sennilega feng-
ið allt að þvi fimm ldukkustundir
til að hugsa sig um. Og Vincent
bölvaði sjálfum sér fyrir að hafa
ekki vaknað fyrr og lesið blaðið.
Síminn á borði gamla mannsins
hringdi enn. Og enn var það Páll,
sonur hans. —' Pabbi, sagði hann
og það var kvíðahreimur í röddinni.
Ég var að lesa leiðarann í dagblað-
inu, þú veizt — eða hefurðu ekki
séð það?
— Þarna um Nickerson-morðið.
Jú, ég er enn einu sinni kominn í
blöðin, skilst mér.
— Ég er dálítið kvíðinn, pabbi.
Ég man svo vel hvernig þetta var
fyrir fjórum árum. Þú varst allur
i uppnámi, pabbi. Það hefði mátt
halda að þú værir ... að þú værir
hræddur. Eða þannig kom það mér
fyrir sjónir.
— Það var allt þessum lögreglu-
fulltrúa að kenna. Gavin hét hann.
Hann yfirheyrði mig sex klukku-
tíitk*
— Við skemmtum okkur svo vel
hjá Stínu frænku, að við fáum
ekki að konia þangað aftur.
stundir í einni striklotu. Það tekur
á taugarnar þó maður sé yngri.
— En ef þú hefðir nú séð mann-
inn þarna um nóttina ... ég meina
... tíu þúsund dollarar eru mikil
fjárupphæð. Og ef maðurinn, sem
þú sást . .. pabbi, heldurðu ekki að
það væri öruggara fyrir þig að vera
hjá okkur næstu vikurnar?
— Mér líður ágætlega hérna.
— En ég get ekki að þvi gert, að
mér ...
— Hafðu engar áhyggjur mín
vegna, Páll.
— Þú segir það. Og ef þú ert viss
um, að þú hafir ekki ...
— Ég er viss um það, svaraði
Fred gamli Meyer og hló við.
— Jæja, þá skal ég ekki tefja þig
lengur, sagði Páll, og það var auð-
heyrt að honum létti. Við sjáumst
þá á morgun. Þú manst að Jenny
litla verður tólf ára á morgun.
— Ég kem áreiðanlega, sagði
gamli maðurinn. Ég er meira að
segja búinn að kaupa afmælisgjöf-
ina handa henni. Litastokk.
— Sú gjöf kemur sér áreiðanlega
vel. Hún hefur gaman af að teikna.
Jæja, við sjáumst þá á morgun ....
— Vertu sæil, Páll minn.
Fred Meyer lagði talnemann á..
Stundarkorni siðar setti hann á sig;
hattinn, tók stafinn sinn og gekk út..
Hann nam staðar um hríð úti á
gangstéttinni og horfði til beggja.
handa. Handan við götuna var leik-
vöilur, og þar við gangstéttina slóðu
nokkrir bekkir, þar sem vegfarend-
ur gátu tyllt sér niður.
Hann beið eftir grænu umferðar-
ljósi og gekk svo yfir götuna. Svo
tók hann sér sæti á einum bekkn-
um, og hafði stafinn milli hnjákoll-
anna. Sat þarna í sólskininu og beið
átekta ...
Gavin lögreglufulltrúi var þriðji
maðurinn, sem var við morðgátu
þessa riðinn. Hann var maður mikill
vexti, rjóður í vöngum, gráhærður
og bláeygur.
Klukkan var tíu mínútur gengin
í þrjú, þegar Young ieynilögreglu-
maður vakti athygli hans á leiðar-
anum.
Gavin renndi augum yfir grein-
ina. Nickerson-morðgátan einu sinni
enn! Þar var hann einmitt við-
kvæmastur fyrir. Það var ekki ýkja-
langt síðan hann hafði orð á þvi
við konu sina, að þá gátu yrði hann
að leysa áður en hann hælli störf-
um.
— Hefurðu ekki þegar átt nógu
margar andvökunætur vegna þessa
morðsmáls? hafði kona hans svarað.