Vikan - 18.01.1962, Side 33
sem í baki'ð var. Streymdi þá úr
honum vatnið, svo hann vó ekki
móti hinum og komst Eiríkur i vand-
ræði, unz prestur sá hvað um var
að vera og skýrði honum frá því,
en veitti drengjunum þungar átölur.
Um orðheppni Eiríks verSa, rúms-
ins vegna, tilfærS aSeins tvö dæmi.
Eitt sinn „skrapp“ hann vestur i
Stykkishólm fyrir Jón sýslumann
á Meium eftir tólf fjórSungum af
smjöri, sem hann bar á öxl sér aS
vestan. „HafSu sæll gert, Eiríkur
minn“, sagSi sýslumaSur, þegar
Eiríkur færSi honum smjöriS. Ei-
riki mun hafa þótt þakklætið þunnt,
miðað við erfiSið: „Og ekki er þetta
þakkarvert, elsku vinurinn", svaraði
hann. „En það er ekki þar fyrir,
að litið er það, sem hundstungan
finnur ekki!“
í annað skipti, er Eiríkur gisti
að Melum, mælti sýslumaSur við
hann um morguninn, er þeir höfðu
matazt: „ÆtlarSu ekki bráðum af
stað, Eiríkur sæll?“
„Ó-nei“, svarar Eiríkur. „Konan
þín vill jafnt og andskotinn, að ég
fari á undan miðdegismatnum."
Eitt sinn kom Eiríkur að Víkurá
í Hrútafirði um haust, í svo miklum
vexti, að hún var ekki talin væð.
Eirikur ætlaði út í samt, en bóndi
af næsta bæ kom að vaSinu og bauð
honum hest yfir. „Það er hreina
óþarfi, elsku vinur, og snúningar
verða úr því“, svaraði Eiríkur.
Bóndi vildi ekki fyrir nokkurn mun
að Eiríkur færi að drepa sig í ánni,
sækir hestinn og lét þá Eiríkur und-
an. Riður hann hestinum yfir ána,
en veður síðan yfir aftur, teymir
hestinn og þakkar bónda ástúðlega
greiðann. „Nú ertu ekki með öllum
mjalla, Eiríkur minn, að koma vað-
andi með hestinn“, sagði þá bóndi.
„Ó-jú, elsku hjartað mitt!“ svarar
Eiríkur. „Heldurðu að ég sé sá bölv-
aður fantur, að skila ekki þvi, sem
mér er léð? . . .“
Átök Eiríks við Guðmund nokk-
urn „Godda“ sýna þó, að skaprikur
gat hann verið og harðleikinn, ef
illa var að honum farið, en Goddi
þessi var klækjóttur og illmenni;
átti það til að ráðast á menn og
vildi ræna þá. Eitt sinn er Eiríkur
var að sækja byrðar af hákarli á
Holtsfjörur í Saurbæ, sat Goddi fyr-
ir honum og vildi að hann léti eitt-
hvað af hákarlinum af hendi við
sig. „Ekki verður það, elsku vin-
urinn, að ég láti það af hendi við
nokkurn mann, sem minn sannkrist-
inn náungi hefur trúað mér fyrir“,
sagði Eiríkur. Og þegar Goddi brá
hnifi og hugðist skera niður hákarls-
lykkjur af baki Eiríks, snaraði hann
af sér býrðinni, þreif Godda á öxl
sér, hljóp með hann ofan að sjávar-
máli og tvíhenti honum út í sjóinn:
„Hér skalt þú nú drekkjast og deyð-
ast, Guðmundur, eins og hann
Faraó i hafinu rauða,“ sagði Eirík-
ur og skildi þar með þeim.
Eitthvað átti Eiríkur vingott við
dóttur Godda, en þegar Goddi krafði
hann skaðabóta fyrri spillt mann-
orð hennar, svaraði hann: „Ekki
verður nú af því, hjartans lífið, að
ég tvíborgi sama hlutinn. Ég lét
hana fá silkiklút og hangikjötskrof,
og það var nóg!“ Vildi Goddi þá
taka poka Eiríks, en Eiríkur snerist
til varnar; urðu með þeim harðar
og miklar sviptingar, sem lauk á
því, að Eirikur hafði Godda undir,
þreif steinhnullung og rak fast í
munn honum, svo hann skrapp inn
fyrir tanngarðana, og leyfði honum
svo upp að standa. „Svona er nú
ÁBYRGÐARTRYGGINGARS
IGINGAR
KEIMILISTRYGI
INNBUSTRYGGINGAR
RYGGfNGARINNBROTSÞJOFNAÐARTRYGGINGAI
LÍFTRYGGINGAR
IGLERTRYGGINGARJARiSIJi
HEIMILISTRYGGINGARI
SJOTRYGGINGARlYiATRYGGINGÁRBIFREII
ALMENNAR TRYGGINGAR
PÓSTHÚSSTRÆTI 9
mm
SÍMI 17700
farið með nautin, þegar búið er að
drepa þau,“ varð Eiriki að orði um
leið og hann greip poka sinn og
hélt á brott.
Af Godda er það að segja, að hann
komst til bæja og varð steininum
loks náð út úr honum með þeim til-
færingum, að glenntur var upp
munnurinn með tréfleyg, eftir að
heitir bakstrar hðfðu verið lagðir
við kjálkana til að mýkja vöðvana.
Það sem hér hefur verið sagt af
Eiriki atómskáldi Ólsen, ætti ekki
einungis að duga til þess að menn
geti gert sér noklcra hugmynd um
hann, eins og hann var á sinni tíð,
heldur og hvernig hann mundi hafa
orðið, væri hann uppi nú, og er sú
mynd í sjálfu sér að minnsta kosti
eins forvitnisleg. Síðustu atriði frá-
sagnarinnar benda til dæmis ótvi-
rætt í þá áttina, að harðsnúinn
klikuforingi mundi hann hafa gerzt,
og óvæginn og óeirinn í blöðum og
timaritum, svo margur andstæðing-
urinn hefði fengið stein í xnunn sér
i óeiginlegri merkingu. Trúmennska
hans við þá, sem hann réðist erinda
fyrir, og dugnaður hans og harð-
fylgi í þeirra þágu, veita og nokkra
hugmynd um það, að ekki mundi
hann hafa orðið ónýtur þeim stjórn-
málaflokki, er hann réðist hjá, sér
og list sinni til brautargengis — og
sú staðreynd, að hann varð hvergi
mosagróinn i vist, talar lika sinu
máli. Loks bendir orðsnilld hans i
tilsvörum ótvírætt til þess, að vin-
sæll mundi Eirikur Ólsen verða i
sínum hópi í veitingahúsum á sið-
kvöldum, og ekki óliklegt að fyndni
hans yrði landsfleyg og kæmist viða
á þi'ykk í blöðunx og tímaritum.
Áreiðanlegt er og það, að sér-
kennileg framkoma hans mundi
hvarvetna vekja mikið umtal og at-
hygli, og færu því af honum margar
sögur, sem yrðu list hans og snilli
þýðingarmikil auglýsing — og
kannski freistaðist hann jafnvel til,
eins og títt er um marga listamenn,
að draga að minnsta kosti ekki úr
sérkennilegheitum sínum og fárán-
legum tiltektum. Er víst um það, að
spurning hlýtur að teljast, hvort
það hafi verið okkur, eða Eiríki
Ólsen sjálfum meira tjón, að hann
fæddist fyrir eitt hundrað og átta-
tiu árum en ekki tuttugu og fimm
eða þrjátiu ...
Og að endingu; þið, sem til þekkið
•—- reynið að gera ykkur Eirilt Ólsen
atómskáld í hugarlund stikandi um
Austurstrætið; reynið að gera ykkur
hann í hugarlund sitjandi inni i
jeppa hjá velkunnum útgefanda ...
inni á Laugaveg ellefu í hópi klíku-
bræðra sinna yfir molakaffi eða
kóka ... eða á Borginni við horð
forystumanna okkar í menntamál-
um og listum. Reynið — og þið mun-
uð komast að raun um, að það ómak
borgar sig.
(Heimildir: P. Fr. Eggerz: Frá
E’iríki Ólsen“. — Sögusafn Isafoldar,
1. bindi).
VIKAN 33