Vikan


Vikan - 18.01.1962, Qupperneq 43

Vikan - 18.01.1962, Qupperneq 43
Fyrir hverju er draumurinn? Framhald af bls. 2. Kæri draumráöandi. Mig dreymdi eina nóttina að ég væri skilin vi'ö manninn, sem ég er trúlofuð og trúlofuð bróður vinkonu minnar, sem ég hef verið með áður en ég trúlofaðist. Mér fannst allt vera í drasli hjá mér, fötin ofan í klósetti og hjónarúmið sem ég átti áður, rispað. Þá finnst mér maður- inn sem ég er trúlofuð í raun og veru, korna í heimsókn, en hinn var ekki lieima þá. Finnst mér ég þá segja við hann að ég elskaði hann en hinn ekki. Og hvort hann vilji ekki taka mig aftur. En hann svar- ar því neitandi, en tekur þó upp fyrri hringinn minn úr vasanum og eru ])á fjórar beygjur á honum. Hafði ég þá áður hent hinum hringnum og var farin að gráta. Fer hann nú að rétta hringinn aft- ur og fær mér hann. Þar með finnst mér ég vera tekin saman við hann aftur. Þegar svona er komið vakna ég. Með fyrirfram þökk. Þín kæra Sveina. Svar til Sveinu. Þessi draumur er viðvörun til þin um að þú þurfir að taka til endurskoðunar hegðun þína gagnvart maka þinum. Hinar fjórar beygjur eða, hlykkir á hringnum eru merki þess að ein- hver fjögur atriði þurfi sérstak- lega yfirvegunar við. Skilna,ður maka i draumi er talið tákn þess að dreymandinn hafi framið misgjörðir gagnvart maka sínum sem þurfi nánari yfirvegunar og endurbóta við. Kæri draumráðningamaður. ■ Mig dreymir stúlku, sem ég var trúlofaður. Við vorum góðir vinir. Mig dreymir að ég og stúlkan erum að hátta og erum komin undir sæng í hvítu og lireinlegu rúmi. Þessi stúlka er sjúklingur, en hún var að inínu áliti alltaf elskuleg. Þegar við erum að breiða sængina yfir okkur er mér litið fram í her- bergið, þá sé ég Ásmund Eiríks- son, fíladelfíulcennimann birtast okkur í hvitri skyrtu, en með bindi. Hann situr á bekk, sem mér virt- ist nokluið sérkennilegur og mér fannst hann styðja hönd undir kinn, og hann brosir svo blitt til okkar. En ég vissi af heilagri Guðs móður við hlið hans og við það vaknaði ég. — Kæri draumráðningamaður, hvernig ræður þú drauminn. Virðingarfyllst, Magnús Kristjánsson, Akurhól, Rangárvallasýslu. Svar til Magnúsar Kristjánssonar. Að hvílast í hreinu rúmi er talið vera fyrir áhyggjuleysi. Að hvíla með stúlkn og láta vel að henni bendir lil að þú hugsir of mikið um léttvæga hluti, sem þinn kennimaður virðist þó ekki hafa, neitt við að athuga. Kæri draumráðningamaður. Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig þennan draum, sem mig dreymdi fyrir skömmu siðan. Mér fannst ég sjá kunningjgstúlku mína, sem er ótrúlofuð og var lnin búin að opinbera og var trúlofun- arhringurinn hennar mjög breiður og fallegur, unnusti hennar stóð hjá henni; var hann dálitið eldri en hún, en ákaflega myndarlegur mað- ur og hans hringur var af sömu gerð, nema hvað hann var með þrem Ijtlum steinum í. Mér fannst ég líka sjá móður stúlkunnar og var hún eitthvað óánægð með þessa trúlof- un. Ég vonast til að sjá ráðninguna bráðlega; með fyrirfram þakklæti. Kristín Harðardóttir. Svar til Kristinar Harðardóttur. Trúlofunarhringur vinkonu þinnar er fyrir því að hún mnni á næstunni kynnajst mannt, sem leiða mun til nánari tengsla. — Hringur hans bendir til þess að hann hafi verið með þrem öðr- um stúlknm, þar sem þrír litlir steinar voru á honum, þetta voru samt sem áður aðeins minnihátt- a.r ástarævintýri. Óánægja móð- urinnar, vcrður til þess að stúlk- an mun sœta nokkurri gagnrýni fyrir þessa gerð sína. Kæri Draumráðandi, Mig dreymdi draum, sein mig lang- ar til að fá ráðningu á. Mig dreymdi að ég kom inn í hús og sá þar fjölda fólks fyrir. Siðan gekk ég inn í stór- ann sal og frammi fyrir mér sátu Elísabet gamla Englandsdrottning. og við liið hennar sat Margrét prins- essa og við hlið hennar sat núver- andi Englandsdrottning. Þær ræddu saman og litu siðan við og við á mig. Frá þvi ég kom inn í lnisið fannst mér maður ganga við lilið mína, sem ég þekki aðeins í sjón. Síðan rétti fyrrverandi drottning manni þeim sein gekk við hið mér liálsfesti. Mér virtist keðjan vera úr gulli en steinninn á festinni vín- rauður að lit og í laginu eins og stjarna. Síðan lét hann festina á mig og sagði að ég mætti eiga festina. Maðuri'nn, sem gekk við hlið mlna horfði á festina og sagði: En hvað hún er falleg, og hún glitrar eins og stjarna. Síðan opnaði núverandi drottning stóra öskju og í henni var brúðarkjóll. Þá segir maðurinn: ,;Þetta er brúðarkjóllinn þinn Sig- rún.“ Ég vil taka það fram að ég þekki strák mjög vel, sein siglir til Englands Sigrún. Svar til Sigrúnar, Hinar tignu konur í samkvæm- inu eru tákn um samband þitt við hátt sett fólk í þjóðfélaginu. Að ganga inn í hús merkir í þess- urn draumi breytt lífsviðhorf og tilverustig. Hálsfestin úr gullinu með roðasteininum er tákn tendr- unar hreinnar, fölskvalausrar ástar. Þessi festi var lögð um háls þér, svo hér er átt við þig persónulega. Brúðarkjóllinn er hér tákn giftingar. Ef við drögum þetta allt saman í smáyfirlit, bendir draumur þin til að þú giftist manni í talsvert góðri stöðu og í hærri lífviðurværis- aðstöðu heldur en þú ert borin og barnfædd í. Ég álít ekki að það þurfi að vera um að ræða manninn sem þú sagðir að sigldi til Englands, en ef hann passar við þá lýsingu sem ég hefi gefið, má vera að hann verði fyrir val- inu. álmgluggar fyrir verzlan- ir og skrifstofubyggingar í ýmsum litum og formum. Málmgluggar fyrir verk- smiðiubyggingar, gróður- hus, bílskúra o fl. It!l Nýtt útlit Ný tækni Lækjargötu, Hafnarfir'ði. — Simi 50022. VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.