Vikan


Vikan - 01.02.1962, Blaðsíða 8

Vikan - 01.02.1962, Blaðsíða 8
KENNEDY Á HASJ íl-4AR\yARD Sngnaritarar framtíðarinnar, sem langar til að komast á snoðir um hvernig örlagadísirnar ófu vef sinn um John F. Kennedy að eigin geðþótía, ættu að leggja leið sína til Ameriska mennta- setursins Harvard, sem er kastalabygging, umkringd skuggsælum tr'ám. „Hórna byrjaði lietta allt saman,“ sagði herbergisféiagi forsetans frá skólaárunum, öidungaráðsþingmaðurinn Torbert H. „Torby“ Macdonald frá Massachusetts, þegar Iiann heimsótti Harvard á dögunum. Að vísu kom margt annað til greina, sem að lokum vísaði veginn lii Hvíta hússins — rótgrónar stjórn- málaskoðanir Kennedy-Fitzgeraldættarinnar. ákvörðun Kennedys eidri um að a!n börn sin upp i hinum rétta „írska anda“, löngun hins tinga milljónamærings til að gegna herþjónustu og endur- gialda með því eitthvað af þeim miklu auðæfum, sem honum höfðu hlotnazt, eindrægni lians að feta i fótspor eldri bróður s'ns, gáfaðs stjórnmálamanns, sem fórst í striðinu. En á þessum fjórum árum, 1936—40, beindust áhugamál og hæfileikar hins unga Kennedys inn á þá braut, sem síðar leiddi hann til æðstu metorða. I>að kom fram snemma í kosningabaráttunni, að Kennedy er lióst, hversu mikla þýðingu dvölin í Harvard hafði fyrir fram- tíð hans, því liann safnaði að sér sprenglærðum prófessorum og háskólagengnum mánnum frá Cambridge, og svo margir Har- vardmenn hafa verið skipaðir í hina nýju stjórn, að það er al- gengur brandari eftir kosningarnar „að ekki muni iíða á löngu áður en ITarvard eigi engan eftir nema Radcliffe“. TJ<> undarlegt kunni að virðast fór John Kennedy ekki strax tii Harvard. Fyrst innritaðist hann í Princeton, sumpart til að forðast vf rr-'ð elzta bróður síns Joe yngra, sem var ])á þegar farmn að !áta að sér kveða í skólálífinu í Harvard. En sökum veikinda varð liann að hætta eftir þrjá mánuði. Haustið 1936 buygði hann sig fyrir hinu óumflýjanlega og innritaðist í Har- vard, alveg eins og faðir hans hafði gert árið 1908. Kennedy e’dri hafði sigrazt á gömlum hleypidómum, þegar hann valdi Harvard, sem var mjög óvenjulegt (fyrir írskan Bostonbúa). i il að byrja með hafði John mikinn áhuga á íþróttum. Fyrsta h’sT.ólaárið tók hann þátt í knattspyrnu, sundi og handknatt- leik og varð nokkuð ágengt í öllum þessum greinum. Hann kynnt- ist Macdonald, sem, seinna varð bakvörður í ameríska landslið- inu, fyrst á 1 nattspyrnúvellinum. „Einu sinni, þegar við vorum að afkíæðast knattspyrnubúningunum áður en við fórum í steypi- b;.ö, var ég að stríða sumum strákunum með því, að þeir æfðu knaitspyrnuna eins og þeir ættu von á að mæta fyrsta flokks liði frá Suður-Kaliforníu í stað Yale.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.