Vikan


Vikan - 01.02.1962, Blaðsíða 14

Vikan - 01.02.1962, Blaðsíða 14
Framhaldssagan: Um það leyti sem við {jiftumst átti Clark mikið safn af byssum, veiðihníf- um og öðrum vopnum, sem héngu á bak við gler á einum veggnum í bóka- safni hans. Hann var ákaflega stoltur af þessu merkilega safni, enda gat þar að líta marga verðmæta forngripi. Ég minnist einkum eins skiptis, þegar Bunker hafði tekið stökkið upp á' stólbakið af slíkum feiknakrafti, að brakaði og brast við. Svo stóð hann heldur en ekki stoltur upp á öxlum stjúpa síns og spurði: „Jæja, pabbi; hvernig gekk það i kvikmynda- verinu í dag? Kysstirðu Marilyn Monroe?" „Nei, hershöfðingi," svaraði Clark góðlátlega. „Ég -kyssti Marilyn Mon- roe ekki.“ Svo var hann strangari í rómnum. „Nú hef ég sagt þér það Bunker, áreiðanlega fimmtíu og ef til vill hundrað sinnum, að þú átt að hætta þessum stökkum upp á stól- bakið. Það fer að gefa sig hvað úr hverju í þessum átökum." Það varð löng þögn. Svo stökk Bunker niður á gólfið, lét hallast fram á stólbakið og horfði alvarlegur í augu Clarks — en við höfðum ámálg- að það við börnin að horfa alltaf beint í augu þeim, sem þau töluðu við. Og svo spurði hann af sömu al- vöru: „Segðu mér eitt, pabbi -— hvort er það stóllinn eða virðuleikinn, sem þú ert hræddur um?“ Einhvern veginn tókst Clark að verjast brosi. En við hlógum dátt seinna, þegar við vorum orðin ein, og þegar Clark sagði samstarfsfólki sínu í kvikmyndaverinu frá þessu dag- inn eftir, vakti það mikinn hlátur. Kvöldin voru annars alltaf hvert öðru lík, hvort sem Clark vann að kvikmyndaleik á daginn eða ekki. Það var mér alltaf gleði og ánægja, að hann leitaði mig jafnan uppi um leið og hann kom inn úr dyrunum. Mér varð það stundum á, þegar ég hafði verið í borginni í innkaupaerindum, að leggja bílnum úti fyrir eldhús- dyrunum, bak við húsið. Ef hann sá bílinn ekki í skúrnum, þegar hann kom heim, kallaði hann samstundis til matseljunnar: „Louise, hvar er frúin?“ Ég setti mér það markmið, að hafa allt ævinlega í röð og reglu. Þegar kalt var í veðri, sá ég svo um að eldur brynni á arni og Það væri notalega heitt inni þegar Clark kom heim. 1 heitu veðri gætti ég þess alltaf að loftkælingin væri í lagi og mátulega svalt inni. Og alltaf var þægilega lágróma tónlist frá grammó- fóninum, sem bauð hann velkominn heim. Þá gætti ég þess ekki síður vand- lega að mitt eigið útlit væri eins aðlaðandi og um gat verið að ræða, forðaðist að vera með lokkapinna í hárinu eða klædd vinnuslopp, þegar ég bauð eiginmann minn velkominn heim, þreyttan frá starfi. Svo fram- arlega sem ekkert óvænt hafði tafið mig, baðaði ég mig og snyrti áður. Snyrtingin hefur aldrei tekið mig, langan tíma. Ég hef alltaf haft megn- ustu andúð á notkun' andlitsfarða, eða notkun annarra beinna fegurð- arlyfja, nema í ströngu hófi, þannig að enginn verði hennar var. Hafi Það komið fyrir mig að freista slíkra bragða, hef ég einungis komizt að raun um að þau ættu hvorki við and- lit mitt né persónugerð. Ég hef því. aldrei þurft að eyða löngum tima í undirbúning slíkra hernaðaraðgerða, en aftur á móti hefur það alltaf ver- ið stolt mitt og stærilæti að gæta ýtrasta líkamlegs hreinlætis og vera eins vel hirt og snyrt og unnt er. Clark taldi það til kvenlegra dyggða. Ef mjög heitt hafði verið í veðri,. eða ef ég vissi að Clark hafði unnið- að kvikmyndaleik í ryki og svælu, reyndi ég að vera þannig klædd, þegar hann kom heim, að það hefði þægileg áhrif á hann sem andstæða. Ég valdi mér til dæmis þunnan, hvít- an og strokinn línkjól eða línblússu og þunnt pils. Clark veitti klæðaburði mínum jafnan nána athygli, og gaf mér það hæversklega til kynna, ef honum féll hann ekki að einhverju leyti. Fyrir kvöldmatinn áttum við allt- af ánægjustund, sem var okkur til- hlökkunarefni allan daginn, Þegar Clark hafði heilsað börnunum, hvíldi 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.