Vikan


Vikan - 01.02.1962, Blaðsíða 43

Vikan - 01.02.1962, Blaðsíða 43
BUÐARHUS j ,_JJ ve RKSMI-DJUHÚS □ I 7 ' SA'M komuhús frysti hús Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum ár- um í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun notalegri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað). Lækjargötu . Hafnarfirði . Sími 50975. Kgföu aPciUMuiBlnM Draumspakur maður ræður drauma fyrir lesendur Vikunnar. Draumráðandi Vikunnar. Mig dreymdi svolítið skrítinn drauin. Hann var svo skýr a'ð ég hugsa að hann hljóti að mcrkja eitthvað. Mér fannst ég koma inn í for- stofuna heima hjá mér og var dimmt þar. Finnst mér ég ætla að kveikja á vegglampa, sem er þar. Þótti mér þá sem leiðslan væri laus svo það kviknaði ckki. Tck ég þá til að reyna að tengja hana við og hef það. Kom aðeins ljós á annan, en slokknar aftur. Reyni ég þá að laga það betur og koma þá ijós á báða lampana en þeir voru þá allt öðruvísi, en þeir voru. Það voru eins og rósaknippi. Annar fannst mér vera eins og fjólur btáar að lit. Hinn fannst mér með bleikum rósum og kom tjós innan i hverri sóleyju. Mér fannst ég verða feiki hrifin af hvað þeir voru dásamlega fallegir. Draumurinn var ekki lengri. Með beztu þökk fyrir svarið. Spes. Svar til Spes. Að kveikja á lampa er talið vera tákn um ánægjulegt „party“. í draum þfnum gekk það ekki sem bezt, þannig að hætt er við að einhver misbrestur verði á gangi mála. Ástæðan til þessa verður sú að fólkið, sem boð- ið verður, er talsvert andstætt og á ekki rétt vcl saman. Samt endar nú allt vel. Kæri draumráðandi. Ég ætia að senda þér draum, sem móður mína dreymdi fyrir nokkr- um árum. Hún þóttist standa á lilaði fyrrverandi heimilis síns fyrir norð- an. Þá verður henni litið til himins, þar er stór fánastöng með fána við hún. Fáninn var með rnynd af hnettinum á bláum grunni. Hún spyr einlivern viðstaddan, hvaða fáiii þetta sé. Hann segir þetta vera fána Sameinuðu þjóðanna. Hún horf- ir á liann um stund. Hann var á miðjum himni, eða sem sól í hádeg- isstað, liimininn var heiður, en enga sá hún sólina. Þá liyrjar hann að svifa af stað, hægt og rólega í aust- ui'átt, unz hann hvarf að lokum bak við austurfjöllin. Mér þætti gaman að fá ráðningu á þessum draumi. E. G. Svar til E. G. Þessi draumur er mjög merki- legur þar, sem hann virðist hafa fólgna í sér heimssögulega merk- ingu. Fáni Sameinuðu þjóðanna hátt á lofti á tærum himni er merki unt velgengni og virðingu samtakanna. Að fáninn fari að færast í austurátt er merki um tvennt. Hið fyrra e*r, að hin kommúnisku áhrif færast þar í aukana og einnig endalok sam- takanna. Kæri draumráðningamaður. Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir nokkru. Mér fannst ég vera stödd í Reykjavík og ætlaði ég að fara að kaupa miða í Tripólí- bió og var ég að biða eftir af- greiðslu, sé ég þá fyrrverandi mann minn standa álengdar og horfa á mig. Siðan finnst mér ég vera allt í einu komin heim og stödd hjá slát- urhúsinu og í dyrunum fyrverandi maður minn og horfði á mig, en tal- aði ekkert við mig. Mér fannst ég vera á leiðinni til mágkonu minnar, en liún var alveg komin að því að leggjast á sæng. Kem ég að þeim hjónum sofandi í tjaldi alveg við götuna, en ekki heima lijá sér. Vakn- ar ]iá bróðir minn og segist þurfa að fara í ferðalag. Kemur þá mág- kona min heim með mér og veikist hún þá og eignast tvíbura, en ég var hvergi nærri á meðan. Finnst mér hún svo vera farin heim og fer ég að heimsækja hana, en kem þá aftur í tjaldið og er hún þar steinsof- andi og lijá henni sofa tvö kolsvört lömb og finnst mér það vera tvi- burarnir hennar, hvergi sá ég litlu telpurnar hennar. Út frá þessu vakn- aði ég. Mér er sama livort draumur- inn verður birtur eða ekki, en ég vonást eftir ráðningu, sem allra fyrst. Mér finnst mjög athyglisvert að lesa draumráðningar þínar. Með fyrirfram þökk. Tóta Dalamær. Svar til Tótu Dalameyjar. Að fyrrverandi maður þinn stóð í dyrum sláturhúss álít ég vera rnerki þess að hann verði fyrir alvarlegri gagnrýni. Lömb- in, sem mágkona þín gat af sér í draumnum tel ég vera merki þess að hún sameini eða leiði saman í sátt einhverjar tvær nianneskjur henni viðkomandi. Eftir draumnum að dæma virðist eklci um annað að ræða en þig og fyrrverandi eiginmann þinn, sem þú hugsar mikið um enn. Kæri draumráðningamaður. Fyrir stuttu dreymdi mig að mér fannst ég stödd í fjárliúsi i sjávar- þorpi. Kom þá til min stúlka, ljós- klædd, sem ég þekki vel og vorum við að tala saman. Húsin stóðu á háu barði og fyrir neðan það voru ibúðarhús. Ég fór með þessari stúlku niður ]irep, sem voru 1 barð- ið. Fyrir neðan stóðu nokkrir menn á liúströppum og töluðu saman i ákafa og þekkti ég þar pilt, sem mér þykir vænt um og hef lengi verið með. Héldum við áfram að litlu timburhúsi, sem mér fannst að þessi piltur og foreldrar hans dveldu í um stundarsakir. í húsi þessu voru uppbúin kojurúm. Stúlkan leggst upp i rúm piltsins og breiðir sæng- ina yfir sig, en ég leggst upp í rúm móður hans ofan á sængurfötin. Svo fannst mér pilturinn koma inn, ganga að vask og þvo sér um hend- urnar. Síðan gekk hann að rúmi sinu, leit á stúlkuna og fannst mér diinma yfir svip lians. Svo kom hann til mín og lagðist þegjandi við hlið mina. Mér fannst ég mjög hamingjusöm. Hann var með vindl- ing og gaf mér reylc og þá vakn- aði ég. Þessi piltur reykir aldrei og hann þekkir ekki stúlkuna, sem kom fram í draumnum. Viltu svo birta ráðninguna fljótt fyrir mig. Með fyrirfram þakklæti. Dóra. Svar til Dóru. Samferð ykkar stúlknanna nið- ur eftir tröppunum bendir til þess að ykkur sé það báðum sam- eiginlegt að taka að einhverju leyti niður fyrir ykkur. Að hún skyldi stíga upp í sæng hans, mcrkir að hann þurfi að hreinsa sig af einhverju samneyti við ein- hverja stúlku, sbr. að hann þvær á sér hendurnar áður en hann stígur upp í sængina til þín. Að hann skyldi reykja og bjóða þér síðan að reykja með sér, er hér aðeins tákn samneytis ykkar, í framtíðinni. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.