Vikan - 01.02.1962, Blaðsíða 26
Þá var stórseglið . . .
Framhald af bls. 18.
Þessa síld seldum við í franskan
kútter, sem Norðmaðurinn Söbsted
átti. Kútter þessi var stór og keypti
Söbsted síldina í hann við Hrísey.
NorSmaður þessi varð siðar búselt-
ur á Siglufirði, eins og margir vita.
Við fengum hjá honum tómar síld-
artunnur og uppfylltar salttunnur.
Þessar tunnur voru jafnmargar og
síldartunnurnar, sem við seldum
honum.
í fyrsta túrinn sóttum við okkur
tunnur og salt hjá kaupmönnum á
Akureyri, þeim Páli Þorkelssyni og
Stefáni Sigurðssyni, en þeir keyptu
báðir af okkur síldina, sem við
fengum á Akureyrarpolli. Það voru
þeir, sem lánuðu okkur liátana þar.
16.
í öðrum lúrnum á reknet, fengum
við 800 tunnur síldar. uppsaltaðar.
Sigldum við með þennan afla inn
til Akureyrar og seldum Snorra
Jónssyni, kaupmanni, fyrir 8 krón-
ur, innihaldið hverja tunnu, plús
tunnu og salt i hana, sem ég man
ekki hvað við fengum fyrir, en þetta
var gangverðið. Sömdum við einnig
svo við kaupmann, að liann lét okk-
ur hafa tunnur og salt og skuldbatt
sig til að kaupa af okkur aflann úr
næstu ferð. Einnig máttum við skila
aftur þeim tunnum, sem ekki veidd-
ist í. Einnig fengum við hjá honum
matarforða og aðra útgerð til skips-
ins.
Ég man, að þegar ég kom úr þess-
um túr, þá mætti ég Kristni Hav-
steen, sem þá var verzlunarstjóri
Gránufélagsins á Oddeyri. Hann
.spurði mig, hvaða skip lægi við Odd-
eyrarbryggjuna. Ég sagði honum að
það væri Familien og að við hefðum
verið að koma inn með 800 uppsalt-
aðar tunnur af reknetasíld, sem við
hefðum saitað um borð á hálfum
mánuði. Karlinn varð alveg stein-
liissa á þessum aflabrögðum og
marg endurtók: „... 800 tunnur
saltaðar um borð ... 800 tunnur
saltaðar um borð ... ?“
Hann lét heldur ekki bíða að láta
Gránu gömlu, skip Gránufélagsins,
fara á reknetaveiðar næsta sumar.
Hún var gerð út af Gránufélags-
verzluninni á Siglufirði. Var hún
allt of stórt og erfitt skip á rekneta-
veiðarnar. Seinna inan ég að hún fór
á veiðar með snurpinót.
17.
Það mun hafa verið um 20. ágúst,
að við sigldum út í þriðja túrinn.
Gerðist ekkert sögulegt fyrr en á
þriðja degi, að við lögðum netin
fram og vestur af Grímsey. Fremur
var veðurútlitið skuggalegt, þung-
ur og taktviss undirsjór, en kyrrt
veður, en loftvogin fallandi. Þó
þetta væri líklegur undanfari að
versnandi veðri, létu þó öll skipin,
sem þarna voru net í sjó um kvöldið.
Við létum okkar net út um átta-
leytið.
íslenzku skipin voru mikið
grynnra en við, en nokkur norsk
reknetaskip voru alllangt austurfrá
og dýpra. Við lögðum þarna 40 net
í sjó og voru það auðvitað alltof fá
net fyrir þetta stórt skip. Það mátti
virða okkur það til vorkunnar, að
við vorum algjörlega á byrjunar-
stigi í þessari veiðiaðferð og þekk-
ing því í molum á því, hvernig bezt
væri að bera sig að hlutunum.
Þegar nálgaðist miðnættið var
norðaustanveður í uppgangi. Það
var auðséð á öllu. Aldimmt var orð-
ið að nóttu, en von á dagskímu
klukkan 3 um nóttina og því var ekki
hafizt Iianda, að draga netin. Á
þessum tíma versnaði veðrið til
muna og fór nú að slíta úr lionum
krapaliríð. Klukkan tvö um nóttina
settum við kapalinn á kröfuspilið
og reyndum fjórir að spila frammá
með tvöföldum krafti, en náðum
engu inn. Settum við þá fasta tross-
una og vöfðum eftir því, sem við
gátum; úr því sem komið var, var
ekki um annað að ræða en að reyna
að lianga í spottanum eins lengi og
hann þoldi. Veðrið versnaði mjög í
birtinguna og var komið rok um all-
an sjó um morguninn. Skútan var
farin að stinga sér í sjóinn aftur á
spil.
Við gripum til þess ráðs, að taka
klíversbómuna inn, en hún var laus
á flestum kútterum og svo þririfuð-
um við stórseglið, sem alltaf er fírað
niður, þegar skip liggja undir net-
um. Messan'inn höfðum við tvírif-
aðan til að lialda skipinu vel í vind-
inn og sjóinn.
18.
Það var um átta eða níu leytið
um morguninn, að norski togarinn
Atlas kom að austan og framan og
stöðvaði við hliðina á okkur. Var
liann búinn að draga sin net, og
var á leiðinni til lands. Ekki vissi
ég þá, að Norðmenn liöfðu þann sið
ÞaS byrjaði með því að hann keypti sér kassavél fyrir 150 krónur.
26 VIKAN „
á, að stærri skipin, sem höfðu sterk-
ar vélar, drógu netin fyrir fyrsta
skip, sem á leið þeirra varð
á innsiglingunni, ef það á annað
borð var ekki fært um að draga net
sín vegna veðurs. Við höfðum ekki
hugmynd um þetta og því var það,
að við veifuðum þeim ekki, hvað
þá lieldur að við bæðuin um hjálp
við netin. Okkur datt víst ekkert
slíkt í hug.
Nokkuð langt í suðri var kútter
Helga undir netum, en hún gat auð-
vitað ekki dregið heldur, þótt hún
liefði 14 inanna áhöfn. Ilún dró upp
flagg og Atlas dró fyrir hana öll
netin.
Norðmenn taka helming aflans
fyrir að draga net fyrir aðra. Það
var föst regla hjá þeim. Ekki
draga þeir heldur nema fyrir eitt
skip, því þeir hafa naumast pláss
fyrir fleiri net.
Klukkan sex um kvöldið sleit
kútter Familien trossuna. Var það
um 60 faðma fyrir framan stefnið,
þar sem einnar tommu mjórri
trossan var stungin við, eða 6 tommu
trossa. Kapallinn, sem næstur var
skipinu var 7 tommu sver. Þegar það
gerðist, var komið afspyrnurok og
mjög þungur sjór. Ætluðum við þá
strax að liífa þrírifað stórseglið, en
réðum ekki við neitt, enda hefði það
rifnað i tuskur í höndunum á okk-
ur, svo það má segja, að það fór
betur að við gátum það ekki.
Við reistum þess í stað þrírifaða
fokku og sló skipinu þá undan, því
það horfði til lands um leið og það
sleit. Lögðum við þvi fram með þri-
rifuðum messan og tvírifaðri fokku.
Eftir svona hálftíma rifnaði fokkan
í tætlur og gáfum við þá messan-
inn vel út í horn, eða út að lunn-
ingu og tókum stýrið hér um bil
upp í borð. Fór skipið prýðlilega
með sig á þennan hátt; horfði ská-
hallt upp í vind og sjó, og sló það
aldrei undan vindi, en það sakkaði
svolítið afturábak.
Leið svo kvöldið og nóttin stór-
slysalaust. Við fengum að visu á
okkur eitt brot, og ætlaði allt í kaf
að keyra. Ekki brotnaði þó neitt,
nema skipsbáturinn, sem brotnaði i
spón. Hann hafði verið bundinn
aftanvið stórsigluna. Þessi sjór gerði
okkur aðra skráveifu, sein við urð-
um þó ekki varir við. Það kastaðist
til farmurinn í lestinni, en þar voru
tómar tunnur, síldartunnur og tunn-
ur með salti. Skipið var alltaf í kafi
með siðuna hléborðsmegin hvort
eð var, og auðvitað kastaðist farm-
urinn í þá hliðina. Veðrið var band-
vitlaust alla nóttina með byl og stór-
sjó.
19.
Það var liklega um níu leytið um
morguninn, sem það fór að draga
úr veðurofsanum og um liádegi rof-
aði hann til. Um þrjú leytið um dag-
inn var komið siglandi veður. Þá
fórum við strax að bisa við stór-
seglið aftur og gekk það nú slysa-
laust. Við tókum aftur fram klívir-
bómuna og settum fyrir stærri milli-
klívir, þvi auðvitað höfðum við enga
fokkuna, því hún rifnaði í tætlur.
Því næst lögðum við skipinu yfir,
fyrir stag, því það hafði legið fram
allt veðrið. Var nú sigldur beitivind-
ur, sem tók til lands. Var sjór samt
enn allþungur. Nú fór að skýrast
landið, og veður fór batnandi. Hafði
okkur drifið alla leið vestur undir
Skaga og vorum við djúpt undan
Skagatánni. Brátt var hann orðinn
svo hægur, að við gátum leyst öll
rif úr messan og stórsegli og slegið
undir miiini minniklívir fyrir stag-
fokku.
20.
Skipshöfnin hafði haldið sig aft-
ur í káetu meðan illviðrið geisaði,
því ekki var fært fyrir mann að
standa á þilfari alla nóttina. Aðeins
einn maður stóð á verði í káetu-
kappanum. Það hafði vissa kosti,
að mennirnir þurftu ekki að vera
í lúkarnum, því hægt var að loka
lúkarnum rammlega fyrir sjónum,
svo sjór kæmist ekki niður.
Þegar kútter Familien átti eftir
um fimm sjómilur upp undir Dala-
bæ, en látið liafði verið horfa upp
á Fljótin, þá var það, að einhver
tók eftir því að reyk lagði upp um
lúkarsopið og sömuleiðis um lest-
aropið. Það þarf víst ekki að leiða
orðum að því, segir Sigurður, að
okkur brá i brún. Að nú eftir allt
volkið væri kviknað i skipinu og
lestin hálffull af tómum tunnum
og skipsbáturinn farinn, svo ekki
var hægt að bjargast í liann. Rifum
við nú í flýti ofan af lestinni og
frá opinu. Lagði þá reykjarstrók-
inn upp um opin bæði tvö, — en
enginn sást eldurinn? Sumir fóru
að ryðja um tómum tunnum upp úr
lestinni, en aðrir reyndu að finna
eldinn og leituðu um allt, en sú leit
bar ekki árangur. Þetta var þó und-
arlegt, skipið fullt af reyk og þó
enginn eldur sjáanlegur?
Loksins kom í ljós, hvað undrinu
olli. Kokkurinn hafði kveikt upp
í káetuofninum, en öllum reyknum
slegið niður í hann, þvi rörið var
byrgt eins og öll op, til þess að sjór
gengi ekki niður i skipið um nótt-
ina.
Þegar ljóst var, livað skeð hafði,
létti nú heldur en ekki yfir okkur,
því útlitið var ískyggilegt, ef kvikn-
að hefði í skipinu, eins og á stóð.
Við bátlausir og þvi liefði ekki ver-
ið um annað að ræða en að hleypa
skipinu á land, upp að klettóttri
strönd, en það var ekki fýsilegt i
haugasjó.
21.
Veðrið versnaði aftur, þegar leið
á kvöldið og þá byrjaði aftur að
snjóa. Á iniðnætti lögðumst við fyrir
akkeri á Siglufirði eftir harða úti-
vist. Um morguninn var ökkladjúp-
ur snjór á þilfari Familien. í þessu
veðri fennti hesta í Fljótum, auk
heldur sauðfé.
í landi á Siglufirði, var víða hné-
hár snjór, jafnfallinn og sömu sögu
var að segja í Eyjafirði. Á legunni
á Siglufirði lágu allmörg norsk
síldarskip. Allmörg meira og minna
haveriuð. Mun þetta hafa verið eitt-
hvert versta veður sem komið hefur
hér norðanlands á þessum tíma árs,
25. ágúst. Það er af kútter Familien
að segja, að þar um borð áttu þeir
200 uppsaltaðar tunnur, en það var
aflinn, sem fengizt hafði til þessa í
þriðja túrnum. Sigurður greip til
þess ráðs, að verzla með þetta til að
fá veiðarfæri fyrir skip sitt. Fékk
liann hjá Norðmönnum reknetaút-
hald, 40 net með tilheyrandi. Hann
lét síldina í staðinn. Eftir fjóra daga
var haldið út frá Siglufirði. En ekki
varð sú ferð til fjár, hvorki fyrir
hann né aðra. Síldin dýpkaði á sér
og varð mishittnari en áður. Var
svo hætt veiðum, þar sem ekkert
fékkst hvort eð var.
22.
Úr þvi að ég fór að minnast á