Vikan - 01.02.1962, Blaðsíða 4
þaÖ er tölulega sannað
að..........................
FORD-DIESEL vélin margborgar sig á skömmum
tíma í lækkuðum kostnaði. FORD-DIESEL er hægt
að setja í langt'lesta fólks-, vöru og sendibíla, einnig
jeppa og önnur landbúnaðartæki. ■— Látið FORD-
DIESEL í bílinn yðar og þér munuð stórspara.
FORD-DIESEL 4 og 6 strokka.
FORDUM B 0-010
SVEIMIM EGILSSDNf
Stelsýki.
Kæri Póstur.
Yið hjónin leitum ráða hjá þér
við vandamáli, sem nú er að eyði-
leggja okkar áður friðsæla heim-
ilislif. Við erum búin að vera gift
í 10 ár og eigum telpu, 9 ára, og
dreng, 6 ára. Telpan er mjög skýr
eftir aldri og í alla staði áreiðan-
leg, og uppeldi hennar hefur gengið
eins og í sögu. Drengurinn aftur á
móti er svo ólikur henni, að við
skiljum hreint ekkert í því. Hann
er m-jög ósannsögull og óáreiðan-
legur, auk þess sem við höfum oft-
ar en einu sinni staðið hann að því
að stela.
Við hjónin höfum reynt að inn-
prenta báðum börnum okkar mun-
inn á réttu og röngu, og bæði börn-
in sækja sunnudagsskóla, svo að
það er ekki eins og hann viti ekki,
að þetta er syndsamlegt athæfi. Ég
hef reynt að tala um fyrir honum,
og i hvert skipti, sem hann tekur
eitthvað, læt ég hann fara sjálfan
og skila því. Engu að síður heldur
hann uppteknum hætti, og i gær
kom hann heim með vekjaraklukku,
sem hann neitar að segja hvar hann
tók. Við konan mín erum alveg í
öngum okkar út af þessu öllu og
biðjum yður því að svara okkur
eftir beztu getu.
Með fyrirfram þökk. Á. G.
Aðalatriðið er ekki hvað barnið
gerir rangt, heldur hvers vegna
það gerir það. Barn, sem á ást-
ríka foreldra og traust heimilis-
líf, stelur ekki af því að það er
ósannsögult og óáreiðanlegt,
heldur af því að það er sjúkt.
Ég ræð ykkur hjónum því að
leita til sálfræðings hið fyrsta.
Þetta verður eflaust læknað fljót-
lega, auk þess sem þessi þörf
barnsins á vissum aldri til að
taka hluti er ekki óalgengt fyrir-
brigði. Við viljum benda ykkur
á það, að Heilsuverndarstöðin
hefur barnasálfræðing í þjónustu
sinni og þangað ættuð þið að
leita með drenginn.
Hann talar upp úr svefni.
Kærá Vika.
Maðurinn minn talar yfirleitt upp
úr svefni á Iiverri einustu nóttu og
oft á úllenzku. Hann sofnar alltaf
á undan mér, svo ég má iðulega
h.'usta á þessa þvælu í honum
klukkutímum saman. Þetta heldur
svo fyrir mér vöku, að ég er komin
með fjólulitaða bauga undir augum
af svefnlcysi. Þegar ég minnist á
þetta við hann verður hann önugur
og segir, að hann tali aldrei upp
úr svefninum. Hvað á ég að gera
til þess að hann trúi mér?
Sveinbjörg.
Fáðu þér segulbandstæki, og hann
mun taka sönsum.
Já, lífið er erfitt.
Kæri Póstur.
Ég og maðurinn minn fluttum
fyrir tveimur mánuðum utan af
landi ásamt börnum okkar þremur,
sem eru öll undir 7 ára aldri. Mað-
urinn minn hugðist leita sér fyrir
um atvinnu 1 Reykjavík, og við hóf-
um jafnframt leit að ódýru húsnæði.
Við þóttumst því himin höndum
hafa tekið, þegar við fengum íbúð
í Kópavoginum, ódýrari en við
höfðum þorað að vona. Hafi ég
undrazt hvers vegna íbúðin væri svo
ódýr, þykist ég ekki vera í vafa
um það lengur. Á hvaða tíma sólar-
hringsins, sem er, getum við búizt
við, að húsið leiki á reiðiskjálfi og
óskapar drunur hvini yfir höfðmn
okar. Þetta skeður í stuttu máli,
þegar flugvélarnar koma og fara
af Reykjavíkurflugvelli. Börnin, sem
eins og ég sagði áður, bjuggu í sveit,
eru ofsahrædd við þessi læti, og
það kemur þráfaldlega fyrir, að þau
vakna upp með gráti af einskærum
ótta. Stendur ekki til, að ráðin verði
bót á þessu og íbúum þessa bæjar
sé unnt að eiga sinn heimilisfrið ó-
raskaðan?
Kópavogsbúi.
Ég skil vandræði þín, en get víst
lítið gert annað en koma bréfi
þessu á framfæri og samhryggj-
ast þér. Það hefur komið til tals
oft áður, að Reykjavfkurflugvöll-
ur yrði fluttur, en hvað verður
úr framkvæmdum látum við ó-
sagt. Börnin venjast þessu áreið-
anlega, og væri ekki ráð, að þið
hjónin færuð með þau einhvern
sunnudaginn út á flugvöll og
sýnduð þeim þessar kynjavélar?
Ég er sannfærður um, að þau
líta þá öðrum augum, eða rétt-
ara sagt heyra þá öðrum eyrum,
hávaðann frá þeim.
Klukkuhjal.
Kæri Póstur.
Ég er hér með smáhugvekju, sem
ég álít, að eigi erindi til bæjaryfir-
valds. Hún er varðandi klukkuna
á Lækjartorgi, sem er hreinasta
skrípiverk. Að hugsa til þess, að
eina almenningsklukka Reykvikinga
sé þvottaefnisauglýsing (auk þess
sem umrætt þvottaefni hefur ekki
verið selt í 6 ár). Það er alger
hneisa. Þökk fyrir birtinguna.
Þórólfur.
Svar til Ingu.
Mig svíður alltaf sárt, þegar
ungar stúlkur haga sér eins og
algerir kjánar, en það hefur þú
aldeilis gert. Hvernig dettur þér
í hug, að maður elski þig, þegar
hann hefur bæði beinlínis og
óbeinlínis sagt, að hann skamm-
ist sín fyrir þig? Ef hann elsk-
aði þig, mundi hann að minnsta
kosti heilsa þér úti á götu, þó
ekki væri annað. Losaðu þig við
hann hið fyrsta, og reyndu ekki
að finna fram afsakanir fyrir
hegðun hans — hún er óafsak-
anleg í alla staði.
Óvenjulegt bréf.
Kæra Vika.
Fóllt gerir svo mikið að því að
rífast og krítisera, að það gleymir
öllu því góða í heiminum. Ég ætla
4 VIKAN