Vikan


Vikan - 01.02.1962, Blaðsíða 39

Vikan - 01.02.1962, Blaðsíða 39
Oiwett! Eietirosumma Nýju faersluvélarnar frá Olivetti eru hraðgengar, fullkomnar, sterkar og ódýrar. Hentugar til færslu á launum, birgðum, reikningum o. fl. o. fl. Olivetti færsluvélarnar má einnig nota sem bókfærsluvélar í litlum fyrirtækjum. Eigið verkstæði, gnægð varahluta og sérmenntaður viðgerðarmaður tryggir öruggan rekstur og langa endingu Olivetti véla. Cií. Helgason «V Melsted h.f, Heuðarárstfg 1. — Sími 11644. ekkl stundlegan fri8 fyrir rithandar- söfnurum. ÞaÖ var ekki einimgls meöfædd hlédrægni hans, sem gerði aö hann vildi losna við allt þesshátt- ar, heldur taldi hann óhollt fyrir börnin aö vekja þannig almennings- athygli. E?n nú hafði Bunker komizt að raun um hvað á bak við lá. Hann hafði komið inn í verzlun, þar sem seldar voru gúmmígrímur, gerðar eftir andlitum frægustu kvikmynda- leikara, og rekizt þar á eina, sem hann var ekki lengi að þekkja. „Heyrðu, pabbi, ég keypti grímu handa þér, og ef þú setur hana upp, kemur engum til hugar hver þú ert. Ef þú setur á þig Clark Gable-grímu, halda allir að þú sért einhver annar en Clark Gable, skilurðu." Mest var þó hlegið þegar Clark hafði gefið vilyrði fyrir að reyna þennan dulbúning, og Bunker gleymdi því í hrifningu sinni að at- huga grímuna, sem hann þreif upp úr pappírspokanum og fékk honum. Clark rak upp skellihlátur, þegar hann hafði sett upp grímuna og sá hverskyns var: ,,Hvert þó í þreif- andi,“ hrópaði hann. „Þú hefur breytt mér í Walter Pidgeon." Þegar Bunker gekk í knattleika- félag þarna í dalnum, hvatti Clark hann ekki einungis á allan hátt, held- ur eyddi hann og mörgum kvöldum í að kenna honum og þjálfa hann. Þeir voru svo önnum kafnir við ýmis „tæknileg atriði", að ég varð stund- um að kalla á þá þrisvar sinnum áður en þeir höfðust inn, þegar kvöldverð- ur var framreiddur. Þegar Clark var látinn, var Það iðulega þegar Bunker kom heim úr skólanum, að h'ann tók knöttinn sinn og æfði sig einn úti langa hríö, en ég horfði á út um gluggann og rann til rifja einmanaleiki hans. Eitt kvöldið, þegar hann kom seint inn, varpaði hann knettinum sínum í stól og andvarpaði þreytulega: „Ég sakna pabba svo sárt.“ „Já,“ svaraði ég. „Það gerum viö öll — og það gerir allur heimurinn." Bunker þagði um hrið. „Já, en það er svo margt sérstakt fyrir mig, sem gerir að ég sakna hans.“ Ást Clarks á börnunum tveim, Bunker og Jóhönnu, varð til Þess aö Clark átti sér nú þá ósk heitasta að við eignuðumst barn saman. Þaö varð því sannarlegur fagnaðardagur, Þegar ég gat sagt honum Þá frétt, staðfesta af lækni, þegar tveir mán- uðir voru liðnir frá brúðkaupi okk- ar, að ég væri með barni. Það var víst um það, að dásamlegri fréttir gat ég ekki fært honum, enda hrað- aði ég mér heim í það skiptið. Hann sat langa stund orðlaus og gleðin ljómaði af svip hans. Þetta var það, sem hann hafði þráð mest alla ævi — að verða faðir. Og nú loksins, þeg- ar hann var orðinn hálfsextugur og vel það, átti sú ósk hans að ræt- ast. Hann var eins og allur annar mað- ur næstu dagana. I rauninni varö hið bjarta bros hans til að koma upp um þetta leyndarmál, sem viö höfðum ákveðið að halda leyndu þangað til lengra væri frá liðið. ViÖ tókum þátt í síðdegisveizlu, og ein- hverjum varð að orði: „Það er aldrei að þú ert brosleitur í kvöld, Clark. Hefur einhver afhent þér einkalykla að gullgeymslunum í Knoxvirki?" Þá fyrst brosti Clark fyrir alvöru. ,,Þaö er enn gleðilegri atburöur — sem maður á i vændum," sagöi hann. Það þurfti ekki meira til. Daginn eftir var það stórletruð forsíðufrétt í hverju einasta dagblaði í Banda- ríkjunum, og síðan um allan heim, að ég væri orðin vanfær. 1 tíundu viku meðgöngutímans, sýkist ég af vírus, sem mér tókst ekki að vinna bug á. Ég fékk háan sótt- hita, og læknarnir urðu að láta mig taka inn sterk lyf, og loks þegar ég komst á fætur, var ég ákaflega mátt- farin. Nokkrum dögum síðar sló mér niður aftur, og fylgdu því sárar þján- ingar. Clark bað læknin.u að koma og síðan var ég flutt 1 : akrabifreið til sjúkrahússins. Um fjögurleytiö tilkynnti læknirinn mér: „Mig tekur það sárt — en við höfum gert allt, sem I okkar valdi stendur, en barn- inu verður ekki bjargað." Að svo mæltu lét hann flytja mig í skurö- arstofu. Þegar ég vaknaði aftur til meövit- undar eftir svæfinguna og aögeröina, sá ég eins og í gegnum þoku, að Clark stóð við rekkju mína. Augu mín fylltust tárum, mig hafði langaö svo innilega að fæða honum sitt eigið barn. Ég veitti þvl athygli, aö hann kreppti hnúana svo fast að pílára- stönginni á rekkjunni, að þeir hvítn- uðu við, svo varð hann að taka á til að leyna geðshræringu sinni. Hvorugt okkar sagði orð um stund. Hann beit á vörina. Það var óþarft að reyna að túlka það í orðum, hve sárt hann saknaði þessa ófædda barns, og áreiðanlega sá hann hvað mér leið. Loks gerði hann tilraun til að brosa. „Jæja, jæja, vina mín, við verðum að taka þessu. Við eignumst áreiðanlega barn þótt svona færi.“ Það liðu þó meir en fimm ár áður en sá spádómur hans rættist, en ham- ingjurík ár urðu það okkur engu að síður. Við notuðum hvert tækifæri til fagnaðar, afmælisdaga, sumarleyfi og aðra tyllidaga; byggðum okkur bú- stað á söndunum, fórum í veiðiferðir og skruppum saman til New York. Að sjálfsögðu vann Clark af sama kappi og áður. lék í mörgum kvik- myndum, og ef þær voru teknar á öðrum stöðum en i kvikmyndaverinu, dvaldist ég þar hjá honum — og tók börnin með, ef Þau voru þá ekki bund- in skólagöngunni. Þegar mér veröur litiö til baka, minnist ég sérstaktega fyrstu þakk- arhátíðarinnar, sem við áttum sam- an. Við höfðum boðið fjölskyldu minni til kvöldverðar, Cincent bróður mínum og hinni yndislegu eiginkonu hans, Maríu, og börnunum þeirra þrem; Elisabeth systur minni, ein- hverri þeirri skemmtilegustu og lag- legustu ljóshærðri konu, sem ég þekki til, Gordon eiginmanni henn- ar og ungri dóttur þeirra. Og svo voru þau Bunker og Jóhanna. Vit- anlega er ég hlutdræg sem aðili, en ég gat ekki varizt þeirri hugsun, að það væri fallegur og mennilegur hópur, sem þarna væri samankominn. Og ramminn, borðstofan sjálf, var sérstaklega skemmtilegur og fór vel við fjölskyldumyndina — gömlu hús- gögnin úr furu og harðviði, kvistóttu furuþiljurnar, stroknar með þunnri, hvítri málningu, þunglamalegir sófar og stólar, dregnir grænu eða föl- bleiku áklæði og vottaði fyrir ljós- rauðum lit á stöku stað. Ljós loguðu á gömlu steinolíulömpunum, og Það glóði á rauðar rósirnar, sem ég hafði lesið um morguninn og komiö fyrir Frh. á bls. 42. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.