Vikan


Vikan - 01.02.1962, Blaðsíða 19

Vikan - 01.02.1962, Blaðsíða 19
Standandi, annar frá vinstri: Skipstjórinn á Nordlyset, í miðju, standandi: Sigurður Sumarliðason, skipstjóri m/sk. Helgu 30 ára. Sitjandi, fyrsti frá vinstri: Háseti á róðrar- bátnum. í miðju, sitjandi. Formaður á róðrarbátnum, faðir skipstjórans á Nordlyset. Sigurður Sumarliðason skipstjóri segir frá liðnum dögum á sjó. Sigurður Sumarliðason, 83 ára. VIKAN 19 því við að fara út og fengum okkur lánaða þrjá lagnetabáta, dregg og stjóra og byrjuð- um af miklu kappi að leggja nokkur net, sem annars átti að nota við reknetaveiðina. Ég varð fyrstur til að koma þrem netum i sjó og þegar við vorum að leggja þau sáum við, að síldin gekk viðstöðulaust í þau. Við rerum lífróður i land, jafnskjótt og við höfðum lok- ið við að leggja. Okkur vantaði hlífðarföt. Og aftur fram í sprettinum að draga netin, sem nú voru orðin haugfull af síld. Hinir 4 af skipsliöfninni héldu áfram að leggja net- in, þrjú og þrjú í setningu eins og vanalegt var að hafa. Um kvöldið var búið að leggja 4 setningar í sjó og síldin þá hætt að ganga í netin. Ég tvíhlóð bátinn í fyrstu setning- unni, sem lögð liafði verið fyrst um hádegið. Hinir bátarnir tveir voru seinni. Sá fyrri fékk eina og hálfa hleðslu, en hinn eina hleðslu. Mjög lítil síld var í siðustu netunum, sem við lögðum. Svona stuttan stanz liafði sildin á sjálfum Pollinum. Við fengum samtals 42 tunnur af sild úr netunum, sem við lögðum um og eftir há- degið. Það var strax byrjað að salta síldina, þeg- ar ég kom með fyrri farminn úr bátnum, sem auðvitað var drekkhlaðinn. Um nóttina fluttum við tvær setningarnar út á móts við svokallaðar Dældir. Við vissum sem var, að síldin var á hraðri göngu út Pollinn. Okkur vannst ekki tími til þess að flytja fleiri, og unnuin við þó í þessu eins og þrælar alla nóttina, fram undir morgun. Fengum við góða veiði í ytri setninguna, en mjög lítið i þá innri. Þetta var fínasta sild, alls um 10 tuiinur. Tókum við nú upp allar setning- arnar og fhittum um borð. Þó aflinn liefði verið góður fyrri daginn, þá töpuðum við á þessu braski okkar, því við eyddum i þetta þrem dögum, þar til við vorum tilbúnir að sigla út. Við hefðum feng- ið miklu meiri afla í einni reknetalögn en 52 tunnur. 15. Fyrstu rekentin lagði ég í Firðinum, rétt utan við Hrólfssker. Létum við drífa þar í ágætis veðri, alveg logni, svo skipið dró ekki vel úr netatrossunum, svo að endinn á þeim lagðist saman. í þessari fyrstu lögn fengum við um 60 tunnur. Síldina söltuðum við um borð og gekk það prýðilega, þvi öll skips- höfnin var vön að kverka og salta sild i landi. Sumir voru mjög fljótir að kverka og salta. Ég færði mig utar næstu nótt og þar feng- um við síld og söltuðum eins og áður. Við vorum helzt til fáir, því ef við fengum yfir 100 tunnur i lögn, þá gátum við ekki lagt aftur næstu nótt, þvi við höfðum þá ekki tima til þess að salta og kverka síldina, pækla hana, slá tunnur til, fíra þeim niður í lest- ina og stúfa þeim þar. Var þetta erfið vinna og mundi vafalaust þykja svo nú á tímum. Ekki þorðum við að leggja netin, ef nokk- uð var að veðri. Við vissum, sem var, að við myndum ekki ná þeim inn aftur, nerna meira eða minna rifnum. Við vorum svo fáliðaðir. í þessari fyrstu ferð, fengum við góðan afla eftir ástæðum. 500 uppsaltaðar tunnur. Ekki ma,n ég hvað við vorum lengi í þessum túr. Liklega hefur það verið um hálfur mánuður. Ekki gátum við lagt netin á hverjum degi af ýmsum ástæðum, sem nefndar hafa verið hér á undan. Framhald á bls. 26.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.