Vikan - 01.02.1962, Blaðsíða 38
ólu upp hin niu börn sin: „Konan
mín er mjög trúuð, og það getur
verið að hún hafi lagt óvenjulega
mikla rækt við trúarlegt uppeldi
barnanna. Bæði gerðum við okkur
far um að taka þátt í áhugamálum
þeirra. Það er mikið talað um sam-
heldni nú á dögum, en hún hefir
alltaf ríkt í okkar fjölskyldu. Við
gáfum þeim mikið frjálsræði þegar
á unga aldri. Joe og John fengu að
fara einir út i seglbát, meðan þeir
voru svo litiir, að báturinn sýndist
mannlaus, þegar horft var á hann
frá landi.
Dauði Joe yngri varð til þess að
John sneri sér að stjórnmálnnum.
Joe yngri hafði ætlað sér að verða
stjórnmálamaðurinn f fjöiskyld-
unni. Þegar hann dó tók John við
af honum. Joe hafði rétt fyrir sér
viðvíkjandi knattspyrnunni. John
varð að gangast undir erfiðan upp-
skurð vegna bakmeiðslanna, sem
hann hafði hlotið í skólanum, en
þau tóku sig upp aftur á striðsárun-
um, þegar tundurspilli hans var
s'ákkt af japönskum kafbát.
Eins og frægt er orðið, svnti
Kenendy í fimm khikkustundir og
dró meiddan félaga sinn i björg-
unarbelti, og hafði ólina milli tann-
anna, til eyjar í þriggja mílna fjar-
lægð, þrátt fyrir hinar hræðilegu
kvalir, sem hann hafði i bakinu.
Nokkrum dögum seinna flutti John
menn sína til annarrar eyjar, án
þess að hafa fengið aðra næringu
en kókoshnetur, og hatði særða sjó-
manninn i eftirdragi i þrjár klukku-
stundir i miklu hafróti. — Um
þennan atburð kom greinargóð frá-
sögn í Vikunni á sinum tima.
„Þó John væri góður sundmaður
meðan hann var í skóla, var hann
ekki einn af ])eim allra beztu,“ seg-
ir þjálfarinn .Tack Ulen. „Nei, .Tohn
hefir aðeins einu sinni á ævinni ver-
ið fram úr skarandi góður sund-
maður. og það var einmitt, þegar
mest á reyndi.“ Seinna komust þeir
í samband við vinveitta eyjaskeggja,
sem komu skilaboðum frá Kennedy,
sem hann hafði rist með hnif á
kókoshnetuskorn, til ný-sjálenzkra
herstöðva i New Georgia, og hin-
um 11 skipbrotsmönnum var bjarg-
að. Kókoshnetuskurnin var síðan
geymd sem minjagripur."
„Fyrsta bréfið, sem .Tohn skrifaði
mér eftir að honum hafði verið
bjargað, veitti mér litlar upplýs-
ingar um atburðinn, hann minntist
e-kki einu sinni á að hann hefði synt
með menn sina í eftirdragi i marg-
ar klukkustundir,“ segir Mcdonald.
Hann var sæmdur Purple Heart
orðunni ásamt sjóliðs- og flotafor-
ingjaorðu. Ég, sem vann mér ekki
nærri því eins mikið til frægðar
í stríðinu og .Tohn, fékk Silfurstjörn-
una, sem er hærri orða. Seinna,
þegar John sá hversu borðalagður
ég var, hleypti hann brúnum og
sagði glettnislega: „Hvernig fórstu
að því að ná i allt þetta ávaxta-
salat, ég hef víst ekki haft rétt sam-
bönd. Ég heimsótti hann i Chelsev,
sjúkrahúsi sjóhersins i Boston,
seinna á stríðsárunum. Það var ver-
ið að gera aðgerð á honum vegna
bakmeiðslanna, hann hafði einnig
fengið afturkast af malarfu og hör-
undið var gulleitt. Hann hafði
létzt úr 160 pundum niður í 125
pund. Þegar ég kom inn til hans
veifaði hann til mín með titrandi,
beinaberri hendi. Ég spurði hann
hvernig honum liði. Hann reyndi
::ð Ii' . inu. Ég varð að beygja
38 VIMAN
mig niður að honum til að heyra
hvað hann sagði. Mér liður ágæt-
lega, sagði hann. „Ágætlega?“ end-
urtók ég. „Já,“ sagði hann brosandi,
„þegar tekið er tillit til þess hvað
ég er illa kominn!“ „Ég held þvi
ekki fram að hann sé neinn dýrling-
ur, hver okkar er það?, en John
hefir aldrei látið erfiðleikana buga
sig.“
Kennedy var enn rúmfastur í
sjúkrahúsinu, þegar það fréttist, að
Joe hefði farizt á hættulegu sjálf-
boðaliðsflugi yfir Ermarsund. Næstu
mártuði hugsaði Kennedy málið, og
ræddi það við fjölskyldu sína og
vini, sem komu til þans á sjúkra-
húsið, hvort hann ætti að taka við
stjórnmálastarfinu, sem Joe hafði
slatt og stöðugt vonað að myndi
enda f Hvíta húsinu. Og ári síðar,
eftir ákvörðun sfna um að bjóða sig
fram til kosninga í 11. umdæmi
Massachusetts, sagði hann eins og
afsakandi: „Ef Joe væri á lifi, hefði
ég ekki gert þetta. Ég reyni aðeins
að feta í fótspor hans.“ Keppnis-
hæfni Kennedys og sá áhugi á
stjórnmálum, sern hann hafði öðl-
azt í Harvard, varð til þess, að
hann lagði ekki árar i bát, og með
aðstoð Macdonalds og Ted Reardon
og annarra skóla- og stríðsfélaga,
tryggði hann sér þingsæti demo-
krata með miklum meiri hluta. Það
var mjög þýðingarmikið að 11. um-
dæmið náði ekki einungis yfir borg-
arhluta, sem einu sinni hafði verið
stjórnað af bæði móður- og föður-
afa Kennedys, það náði einnig yfir
Harvard, sem faðir hans hafði notað
sem stökkbretti til óvenjulega far-
sællar framtfðar, þar sem hleypi-
dómar gegn írnm urðu honum ekki
til trafala, og þar sem hann hafði
sjálfur, án þess þó að vera sér þess
meðvitandi, orðið fyrir þeim áhrif-
um og reynslu, sem siðar Teiddi
hann til forsétadóms.
Kennedy forseti sýnir það i verki
að hann gerir sér vel Tjóst, hve þýð-
ingarmikil þessi fjögur ár, sem hann
dvaldi i Harvard voru fyrir framtið
hans. Harvard er lika stolt af hinum
tigna syni. Fyrir nokkrum árum
var hann kosinn sem meðlimur fé-
Tags umsjónarmanna háskólans, og
hann hefir lofað að mæta á fundum
félagsins, þrátt fyrir hin ábyrgðar-
miklu störf, sem á honum hvíla i
Hvita húsinu. Þetta er honum — og
allri Kennedyfjölskjyldunni mikils
virði. Joe eldri komst þannig að
orði meðan á kosningabaráttunni
stóð siðastliðið ár: „Að minu áliti
getur hver kaþólskur maður sem er
kosinn i umsjónamannafélagið i
Harvard átt von á þvi að sigra i
hvaða kosningu sem vera skal.“
Og álit Charles Houghtons á her-
bergisfélaga sinum er þetta: „Strax
þegar ég sá John, duldist mér ekki
að hann var óvenjulegur maður,
sem mikils mátti af vænta.“ +
Clark Gable
Framhald af bls. 15.
ir þeirra, en þau mættu aldrei gleyma
þvi að þau ættu sér líka raunveru-
legan föður, sem þeim bæri að unna.
Clark var ekki sú manngerð, að hann
reyndi að hnupla þeirri ást, sem öðr-
um bar.
Þegar hann var ekki við störf utam
heimilisins, voru bæði börnin honum
ákaflega handgengin. Þar sem þau
áttu heima á sveitabýli, stakk hann
upp á þvi að þau gerðust Þátttakendur
í „Hjartafjarka-Sambandinu". Það
Blóm á heimilinu:
ForUgájurt
eftir Paul V. Michelsen.
Clerodendron thomsonae, er oft
nefnd FORLAGAJURT, og verð ég
að segja að nafnið hefði átt að geta
verið fegurra á svo fallegri blómstr-
andi vafningsjurt. Plantan er frekar
fljótvaxin og sterk. Blómstrar rauð-
um blómum, er koma út úr hvítum
blaðhulstrum í stórum og mörgum
klösum, og á, með góðri hirðu, að
vera hægt að láta blómin standa í
minnst þrjá mánuði, og auðvelt er að
hafa hana blómstrandi níu til tíu
mánuði ársins.
I miðjum marzmánuði er Clero-
dendron klippt mikið niður og'skipt
11111 mold, sem ]iarf að vera vel frjó
og myldin. Böfð í góðri birtu en ekki
mjög sterkri sól. Þolir samt að vera
í sólarglugga ef aðgæzla er höfð,
og góð hlíf utan um pottinn. Mun
þó vera bezt í vesturglugga og láta
hana vefjast um baipbusstangir eða
nælongirni kringum gluggann.
Hún er einnig góð sem borðplanta,
vafin upp á vír í hring.
Látið hana ekki verða mjög þurra
að sumrinu, en gætið þess þó að láta
hana ekki standa í vatni. Þegar hún
hættir að blómstra að vetri er bezt
að hafa ekki heitara á henni en 12
—15 stig og vökva ekki meira en
nauðsyn krefur. Clorodendron er
sérlega góð, sem klifurjurt í vetrar-
garði, þar sem hún getur haft nægi-
Iegt pláss til að vefja sig upp um
alla veggi. Blaðfegurðin er þá meiri,
ef hún fær góðan jarðveg og gott
pláss. Auðvelt er að fjölga henni
með afleggjurum. Hún .er ættuð frá
Suður-Ameriku.
varð að ráði, og fyrst verkefni þeirra
var að ala upp lamb. Og Clark, sem
var sjálfur bóndasonur og unni öllum
húsdýrum, hafði ekki síður ánægju
af því verkefni en þau sjálf.
Clark hafði mikla ánægju af sundi,
og þegar hann var heima á daginn,
var hann löngum niðri í sundlauginni
sinni með þeim börnunum. Jóhanna
gekk á lagið, þegar hún komst að
raun um að stjúpi hennar mat sundið
svo mikils — „pabbi, hvernig gengur
mér?“ kallaði hún til hans við annað-
hvert sundtak. Reiðmennska var önn-
ur íþrótt, sem Clark kenndi þeim
báðum, og loks kenndi hann Bunker
bæði að fara með snöru og byssu og
veiðistöng.
Og svo gerðist það eitt sinn að
Clark kom heim með vönduðustu
reiðhjól handa okkur öllum, og upp
frá því fórum við oft hjólandi í lang-
ar skemmtiferðir um helgar og höfð-
um með okkur nesti og nauðsynjar
— eða þá að við ókum með hjólin
og allan útbúnaðinn í bílnum, þang-
að til við komum á vegi, þar sem
ekki var mikil bílaumferð.
Þau Jóhanna og Bi|nker höfðu
bæði hið mesta yndi af veiðferðum
okkar. Eitt sumarið dvöldumst við
vikutíma í bjálkakofa við Mackenzie-
fljótið i Oregon. Clark var manna
fisknastur á flugu, og hann vildi helzt
nota mjög létta veiðistöng. Ég gaf
honum því veiðistöng, sem var með
afbrigðum létt, og á hana veiddi hann
hvern silunginn af öðrum. Clark
kenndi okkur að gera að fiski og
steikja hann við bál — og lika hvern-
ig við ættum að eta þannig mat-
reiddan fisk úr hendi. Þótt borðhald
Þetta væri kannski ekki eins fágað
og vera ber, efast ég um að nokkurt
okkar hafi etið ljúffengari fisk.
Clark hafði mikinn áhuga á aðh :
skipuleggja nám barnanna með fram4B
tíð þeirra fyrir augum. Kvöld nokk-
urt vorum við að ræða um ýmsa und-
irbúningsskóla og menntaskóla, og
Jóhanna litla spurði hann Þá í hvaða
skóla hann hefði gengið. „Harða
reynsluskólann," svaraði hann.
„Hvernig skóli er það?“ spurði
Bunker. Clark leit á hann og augna-
ráð hans var þrungið ástúð og við-
kvæmni. „Þú kemst að þvi áður en
lýkur, drengur minn,“ sagði hann.
En svo gerðist það nokkrum dög-
um seinna, að Jóhanna litla kom
heim úr skólanum og gekk beint til
stjúpföður síns, þar sem hann sat í
einum dálætisstólnum sínum: „Elsku
pabbi," sagði hún. „Kennslukonan
segir að Það sé ekki til neinn
menntaskóli með þessu nafni.“
Clark lagði bókina á hné sér, leit
á hana, lyfti augnabrúnunum á sinn
sérkennilega hátt, brosti og mælti
hlýlega um leið og hann tók um
báðar hendur hennar: „Ekki vil ég
mæla kennara þinum í mót, Jóhanna
mín, en hræddur er ég um það, að þú
komist einhverntíma í kynni við þann
skóla."
Hvorugt barnanna hafði minnstu
hugmynd um heimsfrægð Clarks sem
kvikmyndaleikara. Þau vissu reyndar
að hann starfaði eitthvað að kvik-
myndagerð, en litu á það svipuðum
augum og þau mundu hafa gert ef
hann hefði unnið í banka eða ein-
hverri skrifstofu. Sjálfur minntist
hann aldrei einu orði á frægð sína.
Þau áttu þvi mjög örðugt með að
skilja hvers vegna allir veittu hon-
um svo mikla athygli, þegar við vor-.
um einhversstaðar í fylgd með hon-
um innan um fólk. Það var eitt sum-
arið að börnin báðu hann að koma
með sér á markaðshátíð i borginni.
Clark færðist undan, minnugur þess
hvernig fór sumarið áður þegar hann
|fór þangað með börnin — og hafðl