Vikan - 01.02.1962, Blaðsíða 29
Hrútsmerkið (21. marz—20. apr ): Sennilega verð-
ur þessi vika.ekki í alla staði eins og ráðgert hafði
verið, en þú þarft engu að kvíða, þvi að yfirleitt
verða vikudagarnir hinir ánægjulegustu, nema þá
helzt laugardagurinn, en þá bíða þín miklar freist-
ingar. Þú verður talsvert meira heima hjá þér en undanfar-
ið, og er það vel. Talan 4 skiptir karlmenn miklu máli.
Nautsmerkiö (20. apr.—21. maí): Þessi vika verður
i alla staði hin ánægjulegasta, og verður naumast
komið auga á nokkuð, sem gaeti varpað skugga á
alla hamingjuna. Sunnudagurinn er tvímælalaust
bezti dagur vikunnar, og getur sá dagur varðað
framtið þína miklu. E'f þér verður boðið í tvö samkvæmi
sama kvöldið, skaltu fara í Það, sem þér var boðið í fyrst.
Tviburamerkið (22. maí—21. júní): Það er alveg
undir skapferli þinu komið þessa dagana, hvort
þessi vika verður skemmtileg eða ekki. Ef þú ert
umburðarlyndur gagnvart beztu vinum þínum og
lætur ekki eigingirni þína ráða í einu og öllu, getur
þessi vika orðið hin ánægjulegasta. Á sunnudaginn gerist
eitthvað, sem á eftir að draga dilk á eftir sér.
Krabbamerkiö (22. júni—23. júlí): Þú verður lítið
heima í þessari viku. Að vísu átt Þú annríkt, en Þú
ýkir þetta annríki i augum þér, og stundum liggur
við, að þú vorkennir þér ósegjanlega — og er sízt
ástæða til. Á vinnustað kemur eitthvað fyrir, sem á
eftir að koma Þér í gott skap. Vertu ekki svona illgjarn
gagnvart einum félaga þínum. Hann á Það alls ekki skilið.
LjónsmerkiÖ (24. júlí—23. ág.): Helgin verður í
alla staði mjög ánægjuleg, einkum ef þú færð
þessa heimsókn, sem þú átt von á. Hinir dagar
vikunnar verða svo sem ekki leiðinlegir, en ekki er
hægt að segja að ýkjamikið gerist þá daga. Reyndu
að venja félaga þinn af þessum ósið, sem fer hvað mest í
taugarnar á þér. Hann tekur orðum þínum alls ekki illa.
MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Þetta verður
dálítið undarleg vika, og á ýmislegt eftir að gerast,
sem veldur þér miklum heilabrotum. Sérstaklega
er það eitt óskýranlegt mál, sem kemur þér úr
jafnvægi — en gátan leysist ekki fyrr en eftir svo
sem hálfan mánuð. Foreldrar hafa verið heldur hirðulausir
um uppeldi barna sinna undanfarið, og er rétt að taka sig á.
VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Þetta er tví-
mælalaust vika konunnar — gegur það svo langt,
að aumingja karlmönnunum mun leiðast meira en
eðlilegt mætti kalla — nema þá einhver kona gæti
bætt úr þvi. Lánið á eftir að leika við öllum kon-
um, einkum þó á sunnudag eða mánudag. Eitt skyldu þó
konurnar varast, og það er sérhlífni og leti.
DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þú munt verða
potturinn og pannan í einhverju, sem þið félag-
arnir takið ykkur á hendur í vikunni, og mun þér
leysast það verk afar vel úr hendi og ekki verða
launin af verra taginu. Laugardagurinn verður
skemmtilegur dagur, ekki sízt fyrir karlmennina. Ber ekki
einum of mikið á hefnigirni í fari þinu þessa dagana?
BogmannsmerkiÖ (23. nóv.—21. des.): Þótt ekki
gerist ýkjamikið í þessari viku, verður hún samt
hin ánægjulegasta í alla staði. Þú munt vera mik-
ið heima við og einmitt þar biður þin mesta
hamingjan. Láttu þetta þó ekki aftra þér frá að
fara í samkvæmið, sem þér er boðið i, þvi að ekki verður
það af verra taginu. 1 vikunni leysist gáta, sem þú hefur
velt fyrir þér undanfarið.
GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Þú tekur mikl-
um framförum á vissu sviði í þessari viku, og
getur þetta orðið til þess að þér býðst tækifæri,
sem er sannarlega mjög girnilegt. Þú skalt þó
ekki taka tilboðinu, nema Þú sért viss um að
þú hafir tíma til að sinna því, sem ætlazt er til af þér.
Þriðjudagurinn er óvenjulegur dagur — gættu tungu þinnar.
VatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. febr.): Þetta er
er i flesta staði þægileg vika, ef þú lætur ekki
undan þeim illu freistingum, sem þín bíða, og allt
bendir til þess að þú hafir viljaþrek til að standast
þær allar. Liklega gerist eitthvað í vikunni, sem
sem breytir áformum þínum nokkuð. 1 sambandi við bú
ferlaskipti gerist. eitthvað mjög ánægjulegt.
FiskamerkiÖ (20. febr.—20. marz): Ekki verður
með vissu lesið úr stjörnunum hvað þessi vika ber
í skauti sér. Þó virðist ljóst, að hún verður allt
annað en venjuleg. 'S'mislegt bendir einnig á að Þú
eigir eftir að taka einhverjum breytingum i vik-
unni, liklega fyrir tilstilli persónu, sem þú kynntist nýlega.
Taian 4 er dálítið varasöm fyrir ungt fólk.
Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til föstudags.
*
(jef jundr
miklu
úrvali
nkiteot
TíxkuMtir
Viðurkennd gæðavara heima
sem heiman.
Gæði, fjölbreytt litaval og
ótrúlega hagstætt verð, hafa
gert Gefjunaráklæði að út-
flutningsvöru.
Gefjunaráklæðin eru vinsæl-
ustu og mest notuðu áklæðin
á íslandi. Framleidd í fjöl-
mörgum gerðum og ávallt í
nýjustu tízkulitum.
Aðalútsölustaður
Kirkjustræti 8—10.
Sími 1-28-38.