Vikan - 01.02.1962, Blaðsíða 9
CÓLAÁRUNUM
Meðan á þessu stóð tók ég eftir háum grönnum leikmanni með mikið
hár, sem stóð glottandi álengdar, og þáð var auðséð að hann skildi sneið-
ina,“ segir Mcdonald. Á eftir kom hann og kynnti sig fyrir okkur. Við
urðum strax mestu mátar. Auk hins sameiginlega áhuga á íþróttunum
vorum við báðir gæddir svipaðri kimnigáfu. „Ég mun til dæmis aldrci
gleyma því, þegar við fórum til Frakklands í sumarfríinu árið 1939.
Það fór mjög illa um okkur í hinum hrörlega bíl, sem við höfðum tekið
á leigu til að aka i frá Paris til Rivierunnar. Náunginn sem leigði okkur
hann, hefir sjálfsagt séð að við vorum ungir, óreyndir skólastrákar, ]jví
bíllinn var mcsta skrifli, sem hristist og skókst til á veginum og hall-
aðist iskyggilega mikið út i hægri hliðina.
John, sem var enginn sérstakur ökusnillingur i þá daga, sat við stýrið,
þegar bíllinn tók óviðráðanlegan kipp, og valt út af hægri vegbrúninni.
John varð fyrstur til að rjúfa þögnina, þar sem við stóðum bókstaf-
lega á höfði í hinum hvolfda bil, og farangur okkar lá á víð og drcif
i kringum okkur, og sagði kæruleysislega: „Jæja, félagi, það er vist ekki
hægt að segja annað en að þetta hafi mistekizt hjá okkur.“
Þessi atburður er einkennandi fyrir hið raunsæja skopskyn forsetans.
Það bar ekki mikið á þessum þætti skapgerðar hans í kosningabaráttunni,
en nú lætur hann brandarana óspart fjúka í blaðaviðtölum.
Kennedy hafði mikinn áhuga á að komast i fyrsta flokks knattspyrnulið
nýstúdenta. Að loknum æfingum fékk hann Macdonald til að æfa með
sér, þangað til svo skuggsýnt var orðið að þeir gátu naumast greint
knöttinn. „Það var ómögulegt annað en dást að þrautseigju hans,“ segir
Macdonald. Henry Lamar, þjálfari nýstúdentanna, segir nýlega i viðtali:
„John Kennedy var mjög leikinn í að handsama lcnöttinn, en það háði
honum hversu léttur hann var.“
Kennedy tókst ekki að komast i fyrsta flokk. Samt gafst hann ekki upp,
en lagði svo hart að sér við að komast í annars flokks liðið, að hann
skaddaðist alvarlega í baki. Kennedy var yfirleitt ekki sigursæll, meðan
hann dvaldi í Harvard, en hann lét það ekki buga sig. Nú sneri hann
sér að því að reyna að komast i flokk þeirra sundmanna, sem áttu að
keppa á aðalsundmótinu gegn Yale.
Viku fyrir keppnina, fékk hann inflúensu og varð að leggjast á sjúkra-
hús. Þar sem John áleit að maturinn, sem hann fékk á sjúkrahúsinu,
væri ekki nógu kjarngóður, fékk hann herbergisfélaga sinn til að lauma
til sín nautasteik og maltöli. Með aðstoð Macdonalds tókst honum að
læðast út í innanhússsundlaugina i iþróttahúsinu til að æfa sig. Vcik-
indin urðu samt til þess að hann komst ekki i sundflokkinn, en i hans
stað kom Richard Tregaskis (sem síðar varð frægur striðsfréttaritari
og skrifaði Guadalcanal Diary). „Þegar litið er til haka,“ segir Mac-
donald, „finnst manni þetta kannski ekki svo mikilvægt, en aðalatriðið
Framhald á bls. 35.
Nazistarnir hófu grjóthríð á Ameríkanana; þeir vildu berjast, en
Kennedy fannst það ekki ráðlegt og stillti til friðar.
Þannig cndaði bílferðin suður Frakkland.
Efnilegur ungur mnður með
jnrnviljo/ en nfburðnmnður
nðeins þcgnr mest n reynrfi
VIKAN 9