Vikan


Vikan - 12.04.1962, Side 21

Vikan - 12.04.1962, Side 21
Tony var óður og uppvægur að ná fundi Maríu aftur, en það var mikil áhætta. Hann klifraði upp brunastigana bakdyramegin og kastaði smá- mynt í gluggann hennar. Anitu svipaðar og mínar gagnvart þér?“ spurði hann. „Ég geri ráð fyrir því“, svaraði hún. „Þá verður bið á þvi að hann komi heim", sagði Tony og var stoltur af rökfestu sinni. „Við skulum skreppa upp á þakið og tala saman svolitla stund", bætti hann við. „Bara tala saman — ég sver það“. „Ég treysti þér fullkomlega", sagði hún. „En eí Bernardo skyldi koma heim samt sem áður . . . Hvers vegna hatar hann þig eiginlega?" „Vegna Þess að hann hefur ástæðu til þess“. Hann tók um báðar hendur henni, eins og hann hafði gert á dans- leiknum. „Það er einmitt það, meðal annars, sem ég þarf að tala um við þig. Komdu, það er áríðandi .. . Nema að þú viljir heldur að ég fari niður stigann og komi inn um útidyrnar. Ég er fús til þess ef þú vilt það held- ur“, sagði hann. Maria hallaði höfðinu aftur og horfði upp eftir mjórri málmgrind stigans, sem lá upp á þakbrúnina. „Þú verður að styðja mig“, sagði hún. „Ég set mitt eigið líf að veði", sagði hann. Hann hélt fast um mitti hennar, og hægt og hljóðlega klifu Þau stigann, en Tony hvíslaði að henni að hún mætti ekki líta niður fyrir sig; hún yrði að horfa upp, þangað sem stjörn- urnar blikuðu, og hann hélt annarri hendi öruggu taki í stigakjálkann. Þau klifu hærra og hærra, rim af rim, unz þau komu upp á þakið, sem var lagt tjöruþappa. Og um leið og þau voru komin þangað upp, sveif María þar hring eftir hring; þetta var atburður, sem beinlínis knúði hana til að dansa. Armar hans höíðu verið svo styrkir og sterkir, og hún hafði verið svo ó- umræðilega örugg, Þegar hún heyrði rödd hans hvísla í eyru sér . . . Þegar hann sagði að hún mætti ekki horfa niður fyrir sig, einungis upp Þangað sem stjörnurnar blikuðu, stjörnurnar sem störðu niður til þeirra. Hún sveif til hans berum fótum og greip báðar hendur hans. Svo sveifl- uðu þau sér hljóðlega hring eftir hring, lokkarnir snertu vanga hans og varir, hún hló og loks lét hún hallast að barmi hans. „Aðeins eitt andartak", hvislaði hún. „Aðeins eitt andartak", endurtók hann. Hún horfði í augu hans og brosti. „Nei, eitt andartak er ekki nóg . . .“ „Klukkustund þá“, svaraði hann og brosti lika, en bætti svo við, alvar- legur á svipinn. „Þangað til við get- Riff og Krupke leynilögreglumaður ræðast við — atriði úr kvikmynd- inni. um verið saman öllum stundum". Maria lagði hlustirnar, eins og hún vænti svars úr myrkrum næturinnar. „Nei, ég get það ekki“, svaraði hún, en gerði þó enga tilraun til að losa sig úr örmum hans. „Ég er reiðubúinn að vaka með þér hérna til morguns", sagði hann, „þá getur þú boðið mér niður til morg- unverðar og kynnt mig foreldrum þin- um. Heldurðu að þeim muni lítast sæmilega á mig?“ Hann fann að hún varð döpur, en þau mundu verða að horfast í augu við staðreyndirnar eins og þær lágu fyrir, svo þau gætu ráðið ráðum sín- um, varðandi framtíðina. „Mér fellur móðir þin áreiðanlega vel í geð, vegna þess að hún er móðir þín, og faðir þinn vegna þess að hann er faðir þinn . . .“ „Ég á þrjár ungar systur". greip hún frammí fyrir honum. „Fyrirtak", mælti hann hrifinn. „Mér mun líka falla vel við þær. Mér mun falla vel við alla ættingja þina og vini, alla vini þeirra og ætt- ingja . . .“ „En þú minnist ekki á Bernardo?" Tony varp þungt öndinni. „Mér fell- ur áreiðanlega vel við hann líka, því að hann er bróðir þinn“. „En gerum ráð fyrir að hann og foreldrar mínir væru mér algerlega óskylt fólk? Mundirðu þá hata þau?" „María, þú mátt ekki fyrir nokkurn mun sleppa mér. Þetta, sem þú spurð- ir mig um nú, er einmitt það sem ég hef verið að forðast að hugleiða. Hjálpaðu mér, María . . .“ Hann féll á kné og lagði höfuðið að grannri mjöðm henni. „Þú verður að hjálpa mér, því að ég sieppi þér ekki. Ég get það ekki ..." „Stattu upp, Tony", mælti hún biðj- andi. Hönd hennar hvildi mjúkt og létt á höfði hans, á stuttklipptu, hörðu hárinu, sem hún vissi að mundi verða mjúkt eins og silki ef hann leyfði því að vaxa. „Það var ógætni af mér að spyrja þig að þessu", hvislaði hún lágt. „Það var einmitt gott að þú skyldir spyrja". Hann langaði sízt af öllu til að standa upp, en þau urðu að horf- ast í augu, svo hún gæti sannfærzt um að ekki leyndist neinn efi með honum gagnvart neinu því, sem hann sjálfur sagði. „Mig gildir einu þótt þau komi hingað upp og tæti úr mér hjartað, því að án þin þarf ég þess ekki við“. „Segðu ekki þetta", sagði hún og lagði fingur á varir sér. ,,Og samt held ég að ég gæti ekki lifað án þin“. „En þú ert ekki viss . . .“ „Jú, ég er viss um það“, svaraði hún um leið og hún tók báðum hönd- um um vanga hans og tyllti sér á tær svo hún gæti kysst hann. Koss hennar var iéttur, en þrunginn töfr- um, öldungis eins og Tony hafði búizt við. ^,Ég or öldungis viss", hvíslaði hún og þrýsti sér að honum. „Við megum ekki skilja. En nú verður þú að íara. Og ég ■ verð að brjóta heilann um einhver ráð“. Henni var full alvara. Það var sem hún yrði honum skyndilega eldri og þroskaðri; hún skildi til hlítar þá grimmd, sem þau urðu að striða gegn. Hún varð að ganga til rekkju sinnar og hugsa fyrir þau bæði. „Það er afar áríðandi að við hugleiðum þetta út í æsar," sagði hún. „Ég hjálpa þér niður stigann," sagði hann. „En þú verður að muna það eins og áður, að horfa ekki niður fyrir þig.“ 1 „Ég mundi ekki sjá annað en him- ininn, jafnvel þótt ég horfði niður," sagði hún. „Og stjörnurnar," bætti hann við. „Stjörnurnar, tunglið og sólina," mælti hún. „Hvernig ættir þú að sjá sólina að nóttu til?“ spurði hann og rödd hans breyttist allt í einu. „Get ég ekki hitt þig á morgun? Og getum við þá ekki talað nánar saman um þau ráð, sem okkur hafa hugkvæmst., og hvernig við eigum að hrinda þeim i framkvæmd? Hvar getum við hitzt — og hvenær?" „Veiztu hvar brúðarklæðaverzlun senóru Mantanios er? Ég vinn þar.“ Hann kinkaði kolli og hún bætti við: „Ég sauma þar.“ Tony lagði hönd að kinn. „Þú verð- ur að handleika saumnálarnar gæti- lega,“ sagði hann. „Ég vil ekki að þú verðir fyrir neinum slysum. Hvenær má ég koma?“ „Klukkan sex.“ „Klukkan sex,“ endurtók hann. „Hvort fellur þér betur að kalla mig Tony eða Anthony?" „Ég kann vel við hvorttveggja," Framhald á bls. 40. VIKAN 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.