Vikan


Vikan - 12.04.1962, Qupperneq 32

Vikan - 12.04.1962, Qupperneq 32
Hin nýju TRITON-BELCO-ELEGANCE bað- herbergissett hafa sett svip sinn á heims- markaðinn — og getum við nú útvegað þau með stuttum fyrirvara í miklu úrvali gerða eg lita. Þér hafið því aðeins smekklegt, nýtízku heimili — að TRITON- BAÐ-SETTIÐ sé í húsinu. TRITON-baðsettin eru úr ekta postulini með nýtízku formi, enda Vestur-þýzk. Sighvatur Einarsson & Co. Skipholti 15. — Símar: 24133 — 24137. Á glíman sér lífsvon? Framhald af bls. 9. hérumbil á núlli, þegar frá er dreg- inn mjög fámennur hópur manna. Á glimumót koma nokkrir gamlir menn, sem einhvern tíma í æsku sinni þóttu liðtækir svo og krakkar, sem virðast líta inn af forvitni fremur en áhuga. Undantekningalítið er glíman afskap- lega ljót iþrótt eins og hún birtist okkur á kappmótum hér í Reykja- vík. Glimumenn standa illa að glím- uni og bolEist. Það virðist orðið hér- umbil óþekkt að fara í varnir, heldur er tekið á móti og sá verður ofaná i stympingunum sem sterkari er. Já, ofaná í bókstaflegum skilningi, því oftast iéndir sigurvegarinn ofan á jStúlftur úro Tveir drengir á svipuð- um aldri, óska að skrif- ast á við ykkur. Sendið í pósthólf 1279, Reykjavík. — Merkt: „Pennavinir“. hinum. Annars býst ég við þvi, að meðfylgjandi myndir, sem teknar voru á Skjaldarglímu Ármanns í vet- ur, sýni þetta betur en orð. Sigur- vegarinn í þessari Skjaldarglimu var ananrs vel að sigrinum kominn þvi hann átti eina glæsOega bragðið, sem ég sá í allri glimunni. Ég býzt við því, að glíman hafi að einhverju leyti verið eyðilögð með því að stefna saman keppendum í einn allsherjar þyngdarflokk, svo sem gert er á Skjaldarglímu Ármanns og Islandsglímunni. Það er tæpast nokk- ur grundvöllur til fyrir því, að maður sem vegur 60 kg glími við annan, sem er 100 kg og miklu hærri að auki. Enda fer það alltaf á einn veg. Þung- ir boltar, sem standa óbiíanlegir á gólfinu, fara jafnan með sigur af hólmi eftir ófagrar aðfarir. Það er nánast hlægilegt að kalla glímuna þjóðariþrótt Islendinga eins og nú er komið. Sízt af öllu ættum við að halda því fram á alþjóðavett- vangi, né hafa hana til sýnis þar. Eftir því sem ég hef komizt næst, er islenzk glima bæði brosleg og ljót iþrótt í augum annarra þjóða. Þetta þykir ef til vill nokkuð hastarlega mælt, en hvers vegna að berja höfð- inu við steininn? Það hefur átt að heita svo, að glíma væri ein af námsgreinum við Iþrótta- kennaraskóla Islands að Laugarvatni. En mér er kunnugt um það, að hún hefur alltaf verið niðursetningur á Því heimili, sem hvorki kennarar né nem- endur höfðu áhuga fyrir. Sem og von var: Ungir íþróttakennarar vilja nema þær greinar íþrótta, sem þeir vita að finna hljómgrunn. Það vita allir, að varla er haldinn svo ómerki- legur knattspyrnuleikur, að áhorf- endur séu þar ekki tífalt fleiri en á Islandsglímu. Þegar handbolta- keppni fer fram, er þrengt inn fólki að Hálogalandi meðan einhver kemst inn. Körfubolti á miklum vinsældum og vaxandi að fagna og sama er að segja um badminton. Sund og frjáls- ar íþróttir eru orðnar hinar klass- isku íþróttir dreifbýlisins, Þar sem erfitt er að koma hópíþróttum við. Ég get fallizt á, að sérhver iþrótt sem miðar að heilsurækt eigi sér til- verurétt, enda þótt hún sé ekki bein- línis fögur á að horfa. Eftir því sem ég hef komizt næst, hefur glíman ekki slíkt gildi. Það sagði mér frægur reykvískur þjálfari og frömuður um líkamsrækt, að glíman hafi í för með sér mjög óholl áhrif á hjartað. Það er vegna þess að menn halda niðri í sér andanum við ýtrustu átök en „læsa“ brjóstholinu með handleggj- unum. Það er alkunna, að glímu- skjálfti fer ekki sérlega vel með taugarnar, en kvíði, spenna og tauga- óstyrkur verða alltaf mest i iþrótt- um, þar sem tveir og tveir eigast við. Lárus Rist, sá aldni íþróttafröm- uður, taldi glimuna fáa kosti hafa, en flesta ókosti þeirra íþrótta, þar sem tveir og tveir eigast við. Því er ekki að neita, að örfáir ein- staklingar hafa glímt af snilli og iþrótt, en þeir hafa alltaf tilheyrt algjörum undantekningum og síðan Guðmundur Ágústsson hætti að glima á mótum er tæpast neinn öðrum fremri, en einstaka öðrum þyngri. Margar og fjálglegar sögur hef ég heyrt eldri menn segja af tilÞrifum glímumanna um og eftir aldamót, en flestar hafa þær sögur á sér ein- kenni karlagrobbs og ég hef tilhneig- ingu til þess að taka þær ekki alvar- lega. 1 öllum öðrum íþróttagreinum hafa orðið margfaldar framfarir síð- an og það er ástæða til að halda, að glíman sé að minnsta kosti ekki verri en hún var. Fyrstu þrjá áratugi aldarinnar var talsverður áhugi fyrir glímu og glíman hefur vafalaust orðið mörgum til yndis og ánægju meðan hún var og hét og aðrar betri íþróttir enn óþekktar. Glíman er eins og rim- urnar, barn síns tíma, en tími hennar er liðinn og ég get ekki komið auga á neitt, sem orðið gæti henni til lífs- vonar. Það er eindregin skoðun min, að því beri að viðhalda úr fornri ís- lenzkri menningu, sem orðið gæti til þess að auðga lif okkar á kjarnorku- öld. En glíman verður naumast til þess. Hún er eins og gömul flik; verð- ur hvorki brúkuð hversdags né á tyllidögum framar og mun heyra til sögunni einni, þegar núlifandi kynslóð er gengin til feðra sinna. Gísli SigurÖsson. LA U SN: '1. Maðurinn lil vinstri hefur enga húfu. 2. A i>ak við hann er nú aðeins einn tjaldstrekkjari. 3. Stuttbuxur stúlkunnar eru reim- aðar. 4. Tvö yztu trén til vinstri snerta hvort annað. 5. Bíllinn hefur aðeins einar dyr. 6. IUiðan i dyrunum er ekki dreg- in alveg niður. 7. Gæsin teygir hálsinn. 32 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.