Vikan


Vikan - 12.04.1962, Qupperneq 34

Vikan - 12.04.1962, Qupperneq 34
Aukið ánægju húsmóðurinnar með því að gera eldhúsið þægilegra og fallegra. Veljið Husqvarna bökun- arofn með glóðarrist (grilli) ásamt sjálfvirk- um hita- og tímastilli. Eldunarplata með B eða 4 hellum. Fullkomin viðgerða- og varahlutaþjónusta. Gunnar Ásgeirsson hi. SnSarlandebraut 16. Sí«i K2N. Blóm á heimilinu: Homingjublóm eftir Paul V. Michelsen. Beloperone guttata er ættuð frá Mexiko. Blöðin eru egglaga, langydd og snörp. Grannir stöngl- ar og geta orðið nokkuð há- vaxnir, en þá skornir mikið nið- ur á vorin. Blómin eru hvit, pípu- laga með purpurarauðum blett- um. Þau sitja i 5—10 sm löngum axleitum skipunum á stöngulend- anum, sem snýr niður undan blómþunganum. Mesta fegurðin eru þó hin brúnrauðu, hjartalaga háblöð, sem sitja við blómin og endast mánuðum saman. Ham- ingjublómið blómgast allt árið ef vel er að því búið, með áburð og annað. Jurtin er mjög ein- kennileg og fögur, þarf góða birtu og þolir nokkra sói, en er illa við dragsúg og kulda á vetrum. Fjölgað með græðlingum á vori og fram eftir sumri, sem eru toppstýfðir 2—3 sinnum, eða 3—5 græðlingar hafðir í sama potti, og myndast þá fljótt falleg og þétt planta, sem fljótlega fer að blómstra. Hamingjublóm er vel látin planta og mikið notuð sem gluggaplanta og samplöntunar með öðrum. Hún er sterk og vilj- ug, en þarf góðan áburð yfir vaxt- artímann. Jarðvegsblanda frjó, myldin og sandblönduð. Tebollinn. Framhald af bls. 6. — Tuttugu og átta guineur, frú. — Tuttugu og átta guineur. Rosemary setti dósina aftur á borðið og hneppti að sér hönzkun- um. Tuttugu og átta guinerur. Þó maður sé nú rikur . . . Svipur henn- ar var óákveðinn. Hún starði á klunnalega tekönnu, sem leit út eins og feit hæna og stóð beint fyrir ofan höfuð kaupmannsins. Rödd hennar var dreymandi þegar hún. sagði: — Já, takið hana frá fyrir mig, viljið þér gera það. Ég skal . . . En kaupmaðurinn var þegar byrj- aður að hneigja sig, eins og það eitt að mega geyma hana fyrir hana væri hámark hamingjunnar. Hann var auðvitað fús til að geyma hana fyrir hana um alla eilífð. Hljóðlát hurðin lokaðist á eftir henni með daufum smell. Hún stóð á tröppunum og horfði út i vetrar- kvöldið. Það rigndi og það var eins og myrkrið kæmi i flyksum með regninu. Loftið var kalt og hart og nýkveikt götuljósin voru dapurleg. Þau sýndust lika dapurleg, ljósin í gluggunum hinum megin við göt- una. Skin þeirra var dauft og trega- fullt. Rosemary fann til undarlegs sársauka. Hún þrýsti handskjólinu að brjósti sér og óskaði þess að hún hefði haft litlu dósina þarna hjá sér. Billinn stóð þarna og hún þurfti aðeins að ganga yfir gang- stéttina. En samt hikaði hún. Þær stundir koma stundum í lifi manns, undarlegar stundir, þegar maður á engan samastað og allt virðist öm- urlegt. En þá á ekki að gefa eftir. Þá er bezt að fara heim og fá sér vel sterkt te. Á sömu stundu og Rosemary hugsaði sem svo, stóð ung stúlka, mögur og skuggaleg — hvaðan kom hún? — við hlið hennar og sagði með rödd, sem var eins og andvarp: — Má ég tala andartak við frúna? — Tala við mig? — Rosemary sneri sér við. Frammi fyrir henni stóð þreytuleg mannvera, með risastór augu, mjög ung, á aldur við hana sjálfa. Hún hélt að sér kápu- kraganum með blárauðum höndum og skalf, eins og hún væri nýskrið- in upp úr köldu vatni. — Kæra frú, stamaði hún, gefið mér fyrir einum tebolla! — Tebolla? — Það var einhver látlaus hreinskilni í röddinni, þetta var ekki venjuleg betlararödd. — Þér eigið þá enga peninga? spurði Rosemary. — Nei frú, svaraði hún. — Þetta var undarlegtl — Rose- mary reyndi að sjá hana betur i myrkrinu og stúlkan horfði á hana á móti. Þetta var meira en und- arlegt! Allt i einu fannst Rose- mary þetta vera reglulegt ævintýri. Þetta var eins og í skáldsögu eftir Dostojevskij — svona fundur i húminu. Hvað mundi ske, ef hún tæki hana með sér heim? Hugsa sér, ef eitthvað af þessu, sem hún hafði lesið um, eða séð í leikhús- unum, ætti eftir að koma fyrir hana! Það gæti orðið spennandi. Hún gat heyrt hvernig hún hneykslaði vini sína, þegar hún segði: Ég tók hana bara með mér heim — og um leið gekk hún af stað og sagði við dökku veruna við hlið sér: — Komið þér heim með mér og fáið te. Stúlkan hörfaði hrædd til baka. Hún hætti meira að segja að skjálfa. Rosemary rétti fram höndina og tók um handlegg hennar. — Ég meina þetta, sagði hún brosandi. Hún fann sjálf, hve eðlilegt og vin- gjarnlegt bros hennar var. — Því viljið þér það ekki? Gerið það nú. Komið inn í bilinn og fáið te hjá mér. — Frúin — frúin meinar þetta ekki, sagði stúlkan angurvær. —Jú, það geri ég, sagði Rose- mary. Ég heimta að þér gerið það. Þér gerið það fyrir mig. Komið nú. Stúlkan starði á Rosemary. — Frúin — frúin ætlar þó ekki með mig á lögreglustöðina, stam- aði hún. 34 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.