Vikan


Vikan - 12.04.1962, Síða 37

Vikan - 12.04.1962, Síða 37
I 1 þegar hún missir taumhaldið á h'ug- rnyndafluginu .... Ég hvessti á hann augun. — Það verður bið á því, að við tökum skák saman, sagði ég. Svo sneri ég mér rð Littler lögreglufulltrúa. — Hvers vegna eruð þcr svo sannfærður um e.ð ég hafi grafið likið hér í garð- inum? Það er bíilinn yðar, sem hefur sannfært okkúr urn Það, svaraði hann og tók pípuna út úr sér. Þér komuð við á benzínstöðinni að Murravstræti k’ukkan hálfsex á föstudag. Þar lét- u.ð bér s syrja bilinn og skipta um oliu Venju sas’.kvæmt skrásetti starfsmaðurinn á stöðinni á vinnu- seðilinn bæði það, sem gert var, tím- rnn og stöðu ökumælisins. Síðan haf- iö þér ekið bílnum þrettán hundruð rnetra, cn það er, sem sagt, vegalengd- in frá benzínstöðinni að bílskúrnum yðar. Hann hló við. — Með öðrum orð- um, þér ókuð beinustu leið heim, og þar eð þér vinnið ekki á laugardög- um, hafið þér ekki hreyft bílinn síð- an á föstudag. Þessu hafði ég alltaf reiknað með. — En yður hefur vitanlega ekki kom- ið sá möguleiki til hugar, að ég hafi b'-rið líkið út á einhverja óbyggða lóð hér í nágrenninu og grafið það þar? Littler brosti að grunnhyggni minni. — Þér hefðuð verið tilneyddur að fara þvert yfir fjórar götur til þess að komast þangað, sem næstu óbyggðu lóðina er að finna. Og það virðist harla ólíklegt, að ekki sé meira sagt, að þér hafið farið að burðast með líkið alla þá leið, jafnvel þótt á nóttu væri. Theeber virti þá fyrir sér, þar sem þeir kepptust við að grafa. — Albert, sagði hann. Þar sem það liggur í augum uppi, að þeir grafa upp rósa- beðin, þá stæði þér kannski á sama þótt þú létir mig hafa eitthvað af þínum rósategundum í skiptum fyrir mínar. Ég virti hann ekki svars, snerist á hæli og hélt inn. Það leið á daginn. Ekkert fannst, og svipurinn á Littler lögreglufull- trúa lýsti ekki alveg eins miklu sjálfs- trausti og þegar þeir hófu leitina. Það tók að skyggja Klukkan hálf- sjö þagnaði þrýstiloftsborinn niðri í kjallaranum. Lögreglumaður, Chilton að nafni, kom inn í eldhúsið, Hann var þreytu- legur og mæddur ásýndum, glor- hungraður og vonsvikinn og buxurn- ar hans ataðar mold og leir upp fyrir hné. — Það er ekki nokkurn skapaðan hlut að finna þarna niðri, sagði hann. Littler lögreglufulitrúi beit tönn- unum að pípumunnstykkinu. — Ertu viss um það? Hefurðu gerleitað alls- staðar .... — Það má hengja mig upp á það, svaraði Chilton. Ef hér fyrirfyndist eitthvert lík, þá værum við fyrir löngu búnir að finna það. Um það erum við allir sammála. Littler starði á mig. — Ég veit að þér hafið myrt konuna yðar. Ég finn það á mér. Skynsamir menn verða alltaf brjóst- umkennanlegir, þegar þeir neyðast til að setja traust sitt á hugboð og ann- að þessháttar. Vitanlega hafði hann rétt fyrir sér, það var ekki það. — Ég held ég matreiði lifur með lauk handa mér í kvöld, sagði ég glaðklakkalega. Það er orðið langt síðan ég hef fengið þann fyrirtaks mat. Annar lögreglumaður kom inn i eldhúsið E'inn af þeim, sem hafði umsjón með skemmdaverkastarfsem- inni úti í garðinum. — Herra fulltrúi, sagði hann Ég átti tal við hann, þarna nágrannann, þennan Theéber. — Já, einmitt? — Og hann segir að herra Warren eigi sumarbústað úti við Byronvatn. Það lá við sjálft að ég m'ssti bögg- ulinn með iifrinni úr höndum mér. Þessi bölvaður asni .... þessi Thee- ber, sem aldrei gat haldið sér saman. Littler lögreglufulltrúi sperrti upp skjáina. Hann tók aftur gleði sína á stundinni — Þarna kemur það, hrópaði hann upp yfir sig. Það fer ekki hjá því, að þeir grafa þær alltaf .... alltaf í sínu eigin landi Það er margsannað mál. Ég geri ráð fyrir að ég hafi föln- að í framan. — Þér dirfizt ekki að róta við neinu á þeirri landareign minni, mælti ég. Ég hef varið meir en tvö þúsund dollurum til að koma henni í rækt, síðan ég fest'i kaup á henni, og ég vil ekki hafa það, að þið farið að eyðileggja alla þá vinnu fyrir mér rneð ykkar tilgangslausu skemmdar- starfsemi. En Litt.ler lögreglufulltrúi hló bara. — Chilton, náðu í nokkra ljós- kastara, sagði hann. Og segðu körl- unum að taka saman graftólin. Hann sneri sér að mér. Og hvar er svo þessi sumarbústaður yðar, nánar tiltekið? — Mér kemur ekki til hugar að veita neinar upplsingar um það, svar- aði ég. Þér vitið, að Það er útilokað að ég hafi farið þangað. Eða hafið þér gleymt því, sem þér sögðuð sjálf- ur .... að það væri óumdeilanlegt að ég hefði ekki hreyft bilinn frá því á föstudag? spurði ég. En hann lét ekki smávægilega mót- sögn neitt á sig fá. — Þér getið hafa fiktað eitthvað við ökumælinn, sagði hann. Hvar er sumarbústaðurinn ? Ég krosslagði armana. — Þær upp- lsingar veiti ég ekki ótilneyddur. Littler lögreglufulltrúi glotti. — Það er þýðingarlaust að vera að reyna að tefja tímann með látalát- um, sagði hann. Þér hafið kannski hugsað yður að skreppa sjálfur þang- að í nótt, grafa likið upp og koma því svo fyrir á einhverjum öðrum stað? — Ég hef ekki gert neina áætlun þar að lútandi. En ég held mér fast við þann lagalega rétt að svara ekki neinu. Littler gekk að símanum, hringdi upp allskonar deildir og stofnanir, og áður en Þrír stundarfjórðungar voru liðnir, vissi hann upp á hár hvar sum- arbústaðurinn minn stóð. — Þetta er með öllu óleyfllegt, lýsti ég yfir, þegar hann hætti loks að tala í símann. Þér getið ekki stað- ið fyrir sams konar skemmdarverkum úti þar, og þið hafið unnið hérna í dag. Ég hringi tafarlaust til borgar- stjórans og skýri honum frá öllum málavöxtum. Það gildir mig einu þótt þér verðið þá rekinn úr starfi. Ég gréti það ekki .... Littler lögreglufulltrúi var allt i einu orðinn svo ánægður með lífiö og tilveruna, að hann neri saman höndum. — Chilton, sagði hann. Þér farið svo með vinnuflokk hingað á morgun og sjáið um að öllu verði komið aftur í samt lag. Ég fylgdi lögreglufulltrúanum til dyra. — Hvert blóm og strá, annars læt ég lögfræðinginn minn annast eftlr- Svissnesku Terylene kápurnar t ru löngu þekktar að gæðum @ Höfum ávallt fyrirliggjandi mikið úrval í öllum stærðum. TÍZKUVERZLUNIN GUÐRÚN Rauðarárstíg 1 VIKAN 81

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.