Vikan


Vikan - 19.04.1962, Blaðsíða 6

Vikan - 19.04.1962, Blaðsíða 6
Þau sátu í anddyrinu á Park Avenue hótelinu. Klukkan var að verða tvö að nóttu og engir voru á ferli nema nokkrir síð- búnir gestir af barnum, sem . gengu fram hjá þeim inn í lyft- urnar eða út á breitt strætið. Næturvörðurinn talaði í símann og við afgreiðsluborðið sat há- vaxin, ljóshærð stúlka, sem geispaði bak við vel snyrta hÖnd, meðan hún blaðaði í gesta- skránni. Úti á götunni flautaði lögreglubifreið. Svo varð allt hljótt í stóru og íburðarmiklu anddyrinu. Hann teygði sig eftir hönd hennar yfir borðið. — Jæja, þá erum vð hér sam- an. Yeiztu hvers vegna ég kom hingað? Grunar þig það ekki? Hún hristi höfuðið. Dökkt, glansandi hár hennar féll í þykk- um lokk fram á annan vangann. — Nei, þú gætir eins verið í Tananarive eða Bahia Blanea, sagði hún og hló. Þú ert sjalfum þér ráðandi. — Jáj og ég ákvað að fara til Gautaborgar. Af því að þú ert hér. Vegna þess a<5 ég þarf að tala við þig. Það hlýtur þú að vita. En ber það nokkurn ár- angur, verður það ómaksins vert? Því getur þú ein svarað. Hún dró að sér höndina, leit á klukkuna og hló lágt. — Þú ert sjálfum þér líkur Rolf. Það eru f jórir tímar síðan þú komst til landsins. Klukkan tólf hringir þú til mín frá hótel- inu og nú höfum við aðeins setið hér í stutta stund, en þú heimtar samt, að ég svari þér strax, hvort það muni bera nokkurn árangur, að þú skyldir koma hingað. — Þú varst vant við látin þeg- 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.