Vikan


Vikan - 19.04.1962, Blaðsíða 19

Vikan - 19.04.1962, Blaðsíða 19
„Áttu við það“, sagði Pepe, „að viS hinir eigum ekki að gera annað en standa hjá og horfa á?“ VIKAN Ég kalla ykkur alla hanakjúklinga, svaraði Tony. - Ég tek engan undan. En hvers vegna að berjast með einhverjum vopnum. Hvers vegna ekki að láta hnúana skera úr deilum? fanta, uppdubbaður svertingi sat viS borðið með vinstúlku sinni og hlust- aði á háværa tónlist frá glymskratta úti I horni. Þegar Riff kom inn, greiddi svertinginn afgreiðslumann- inum i snatri og iaumaðist út ásamt vinstúlku sinni til að komast hjá ó- þægindum. „Vertu bara rólegur", sagði Riff við afgreiðslumanninn, sem bersýni- lega varð skelfdur við komu hans og félaga hans. Hann rétti að honum dollaraseðil. ,,Kaffi handa okkur öll- um. Hefur nokkur komið hingað að spyrja eftir okkur?" Afgreiðslumaðurinn færði sig eins og svefngengill að kaffikatlinum, sem auðsjáanlega hafði ekki verið fágaður utan árum saman. „Enginn, Riff“, svaraði hann. „Og hlustið þið nú á mig, strákar. Þetta blessað lif veld- ur mér nógum erfiðleikum, svo ég ætla að biðja ykkur um að fara ekki að auka á þá“. „Við viljum fá kaffi“, svaraði Riff og smellti saman fingrum. „Kaffi, rjómalaust og ekki neinn sykur“. „Ég vil fá sykur“, hrópaði Nonni pelabarn. „Mikinn sykur". Snjókarlinn ýtti pelabarninu harka- lega að afgreiðsluborðinu og pela- barnið neri upphandlegginn og hlammaði sér niður á stól; dró síðan „hasarblað" upp úr vasa sínum og tók að athuga það af áfergju. Sem yngsti meðlimur samtakanna varð hann að læra að draga sig í hlé, sýna þolinmæði og halda sér saman, og nú átti Snjókarlinn að geta séð það, svart á hvitu, að hann væri ekki svo heimskur, að hann skildi ekki fyrr enn skall i tönnum. „Hvar í fjandanum halda þeir sig eiginlega?" spurði Snjókarlinn og benti á klukkuna yfir afgreiðsluborð- inu. „Ef nokkuð á að verða úr þess- um herráðsfundi, þá verða þeir að fara að koma". Riff deplaði augunum framan I afgreiðslumanninn, sem virtist skelf- ast aftur, er hann heyrði orð Snjó- karlsins. „Það vantar ekki, að þú ert sannfærandi leikari", sagði hann við Snjókarlinn. „Jæja, komdu með kaff- ið“, sagði hann og sneri sér að af- greiðslumanninum. „Hver fjandinn veldur þvi, að þú ert svona svifa- seinn?“ „Þetta kemur, þetta kemur", tuldr- aði afgreiðslumaðurinn. „Ég get ekki skenkt nema i einn bolla í einu". Hurðinni var hrundiö upp, Riff leit um öxl. „Hvert þó í hoppandi", varð honum að orði, ,,er ekki allt í einu orðið reimt I kofanum! Fyrir alla muni, lokið vofuskrattann úti“. „Þér ferst, ræfillinn", sagði Allra- skjáta um leið og hún skellti hurð að stöfum að baki sér. „Ég hef eins mikinn rétt að koma hingað og þú, og það get ég sannað". „Farðu út í horn og setztu þar", skipaði Riff. Hann þurfti að einbeita sér að þvi, sem framundan var og gaf sér þvi ekki tíma til að kasta henni út. „Gefðu henni kaffisopa", sagði hann við afgreiðsiumanninn. „Sjálfsagt, sjálfsagt," tautaði af- greiðslumaðurinn og skimaði órór út- um gluggann. Þessir bölvaðir lög- regluþjónar gátu aldrei látið sjá sig þegar þeirra var þörf. „Ég verð að fara að loka hvað úr hverju", sagði hann. Malbikarinn hristi höfuðið. „Það er bannað í lögum að loka á meðan gest- ir, sem hafa borgað, sitja inni i veit- ingastofunni. Hvað gengur eiginiega að þér, gamli? Fellur þér ekki fram- koma okkar, eða hvað? Komdu með kaffið, og haltu þig svo á þínum stað, nema við köllum á Þig". „Ég vil ekki komast i nein vand- ræöi", mælti afgreiðslumaðurinn i bænarrómi. „Hvers vegna getið þið ekki látið mig og mína veitinga- stofu i friði?" „Við förum ekki með neinum ó- frið", sagði Riff og leit enn á klukk- una. Hann hafði hvergi getað fundið Tony, og þó var enn lakara, að Hreyf- illinn virtist ófáanlegur til að ræða málin; gerði ekki annað en stara út í bláinn og það boðaði ekki neitt gott. „Það var Bernardo, sem stakk upp á því að við hittumst hérna", sagði hann við afgreiðslu- manninn. „Þú kannast við Bernar- do?“ „I sjón að minnsta kosti". Af- greiðslumaðurinn kinkaði kolli, hvik- ráður. „Eins og honum standi ekki á sama hvern hann þekkir", kallaði Allra- skjáta úr horninu. „Gefðu henni brauðsnúð með kaff- inu“, sagði Riff við afgreiðslumann- inn; leit síðan um öxl til Allraskjátu. „Hvernig stendur á þvi að þú ert alltaf svona horuð og soltin, greyið?" spurði hann. „Kemurðu aldrei heim til þín, eða hvað?" „Því er fljótsvarað -— nei“, sagði hún. Nonna pelabarni gramdist að hún skyldi sitja hið næsta honum i horn- inu, og enn meir gramdist honum að hún las „hasarbiaðið" yfir öxl honum. „Hvers vegna heldurðu þig þá ekki á strætinu, eins og hún syst- ir þín?“ spurði hann. Allraskjáta gaf honum rösklega ut- an undir. „Segðu honum Súpermanni þínum að ég hafi barið þig eins og rakka, og að hann skuli fá sömu út- reið hjá mér“, mælti hún ögrandi. Afgreiðslumaðurinn hafði skenkt í síðasta kaffifantinn og ýtti honum, ásamt brauðsnúð á pappírsþurrku, til Allraskjátu. „Það gerir sextán sent í viðbót", sagði hann. „Þó ég reikni söluskattinn ekki með“. Túli dró krypplaðan dollaraseðii upp úr vasa sínum og rétti honum. „Þú þarft ekki að skipta, vinur sæll", sagði hann. „Ég hef ekki séð Bernardo í kvöld", mælti afgreiðslumaðurinn. „Og það mætti segja mér, að hann léti ekki sjá sig hérna á næstunni — það vill nefnilega svo til, að hann skuldar veitingamanninum fimm dollara". „Hann kemur áreiðanlega", sagði Riff og blés í kaffið. „Hann vildi að við héldum fund okkar á hlutlausum stað. Við ætlurp nefnilega að ræða við Porterikanana um stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Þú vildir kannski taka þátt í umræðunum?" „Ég hef nógar aðrar aðferðir um að velja til að koma mér í klandur, svo ég held ég verði að afþakka þitt góða boð. En hvers vegna viljið þið ekki heldur þiggja góð ráð af mér og fara heim, illinda- og vandræða- laust?" varð afgreiðslumanninum að orði. „Því miður heyrðum við ekki hvað þú sagðir", mælti Diesiilinn og greip báðum lófum fyrir eyru sér. „Hvaða vopn heldurðu að Bernardo velji?“ „Hann getur sagt um það sjálfur", sagði Riff og sneri stólnum svo hann sá til dyra. „Því að þarna kemur hann“. Nonni pelabarn stakk hasarblaðinu í vasann og Allraskjáta sneri stóln- um þannig, að hún gæti látið óhreina olnbogana hvíla á afgreiðsluborðinu. Riff reis á fætur og bauð Bernardo og Hákarla hans með ýktri hæversku inn að ganga. Bernardo svipaðist um, og þegar hann hafði sannfærzt um að ekki væri um neina fyrirsát að ræða, gaf hann hinum merki um að koma inn. „Ég vona að þið séuð ekki orðnir alltof leiðir á biðinni", sagði Bern- ardo til að rjúfa Þögnina. „Þvert á móti; við höfum haft gaman af að bíða“, svaraði Riff. „Má bjóða ykkur kaffisopa?" „Við skulum byrja umræðurnar". Riff leit fyrst á klukkuna, síðan á Hreyfilinn. „Það er eins og Bernardo hafi ekki lært Þá list enn að taka lífinu með ró“, sagði hann. Framhald á bls. 27.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.