Vikan - 19.04.1962, Blaðsíða 38
Þér njótið vaxandi álits ...
þegar þér notið
Blá Gillette Extra rakblöð
Þér getið verið vissir um óaðfinnanlegt útlit yðar, þegar þér notið Blá Gillette
Extra blöð, undrablöðin, sem þér finnið ekki fyrir. Þó skeggrótin sé hörð eða
húðin viðkvæm, þá finnið þér ekki fyrir blaðinu ef notuð eru Blá Gillette Extra.
5 blöð aðeins Kr. 20.50.
Gillette
er eina leiðin
til sómasamlegs
raksturs
® Gitlette er skrásett vörumerKi.
I
— Ho, ho, ho . . .
]>eir létu hallast ui>p að skilveggn-
um, hvor sínum megin, og þar
lilógu þeir og hlógu, rétttrúnaðar-
klerkurinn og munkurinn, gleymdu
bœði myrkrinu og rakanum og að
þeir sátu í i'angaklefa; veittu því
ekki einu sinni athygli að vatnið
fraus smám saman á veggjunum.
★
Brekkuballett á skíðum.
Framhald a'f bls. 15.
Skyndilega heyrði ég uggvænleg-
an þyt fyrir ofan mig i loftinu, en
áður en ég gat litið upp, heyrðist
skellur í hjarninu fyrir neðan og
siðan hátt skraphijóð eins og jarð-
ýta væri komin upp á jökul, og
þegar ég leit niður eftir hrekkunn.i,
sá ég Steinþór þar skellihlægjandi
á skíðunum, dansandi eins og ball-
38 ViKAN
ettdansmær í snarbratlri brekkunni,
snéri sér í ótal hringi, fyrst á báð-
um fótum svo á öðrum, og ef ég
er ekki kolbrjálaður ofsýnismaður
og rangeygður á báðum augum, þá
endaði hann ballettinn með því að
sniia við brekkunni og renna sér
upp í móti á inóti náttúrulögmálinu
— og stanza síðan brosandi rétt
fyrir neðan mig.
ítölsku tærnar þoldu ékki geðs-
hræringuna, — og ég skondraði á
rassinum niður alla brekkuna og
staðnæmdist ioks niðri í hjólfari eft-
ir Volkswagen 1961, langt niðri á
jafnsléttu, og skildi eftir dýrmætasta
hluta buxnanna — siðfræðilega séð
— á leiðinni.
„Það hefði verið huggulegt, eða
hitt þá heldur, ef Jayne Mansfield
eða Linda Darnell hefðu verið hérna
núna og séð á mér útganginn!“ gat
ég stunið upp, þegar Steinþór var
kominn til mín og búinn að hjálpa
mér á fætur.
„Þær hefðu nú varla iagt t hann
í svona harðfenni‘i‘, sagði jStein-
þór — eða Stein (Stæn) — eins
og hann var kallaður almennt i
Bandarikjunum þegar hann var þar
fyrir nokkrum árum siðan. „Þær
voru aldrei sérstaklega harðar af
sér, blessaðar, enda fannst þeim
sýnilega meira í það varið að láta
taka myndir af sér á skíðum en að
renna sér á þeim“.
— Nú, þú varst nú samt að kenna
þeim, var það ekki?
„Jú, víst gerði ég það, en mér
fannst þær aldrei taka það alvar-
lega. Það átti mikið betur við þær
að fara með okkur — mér og mönn-
unum sínum — út á einhvern róleg-
an skemmtistað og borða þar í þægi-
legheitum, en að vera að hamast
i snjónum. Þetta var líka notað til
auglýsinga eins og hægt var“.
— Jæja . . .?
„Já. Ég man t.d. eftir þvi að Linda
var skrambi fljót á sér einu sinni.
Við höfðum farið til veitingahúss
rétt hjá þeim stað, þar sem skfða-
hótelið er, og þar vorum við að
borða, Linda og maðurinn hennar
ltobin Robinson — fínn náungi það
og hraustur. Hann lagði okkur alla
skiðakennarana 10 saman í sjómanni
eitt kvöldið. Ég passaði mig á að
vera siðaslur, enda stóð ég dálítið í
honum, en samt lagði hann mig á
endanum. — Já, ég var að segja þér
frá kvöldinu. Þau voru þar hjónin
og við skíðakennarariiir allir, 10
saman, ])ví þau buðu okkur út. Við
vorum allir með dömur með okkur
og eftir malinn fórum við að dansa
í litlum sal, sem við fengum að hafa
út af fyrir okkur. Músikina feng-
um við úr sjálfsala eða „juke-box“
eins og það er kallað. Krakkarnir
þarna í bænum, sem voru þarna að
skemmta sér í aðalsalnum, vildu
endilega fá að komast inn til okkar
og einn strákanna réðist til inn-
göngu, en einn skíðakennaranna
ýtti honum þá aftur út fyrir. Pilt-
urinn gerði sér þá litið fyrir og rak
honum lyftingu undir kjálkann svo
hann rauk um koll.
Þá hljóp Linda á augabragði upp
á stól og hrópaði: Ó guð, þeir eru
að slást út af mér!
Meira varð ekki úr handalögmái-
um, en þetta nægði til að komast
í flest blöðin daginn eftir: „Slegizt
um Lindu — Handalögmál og
havarí“ eða eitthvað svoleiðis“.
Við vorum nú á leiðinni upp
hjarnbrekkuna aftur, Steinþór á
undan á stálskíðum og gekk á hlið
og dró mig á eftir sér, en itölsku
skórnir spóluðu í hverju spori
nema þegar ég gat rekið tærnar i
gegnum skorpuna.
— Hvora kunnir þú betur við,
Lindu Darnell eða Jayne Mansfield?
„Ég kunni öllu betur við Lindu.
Hún var dálítið eðlilegri og mann-
legri. Jayne var dúkkulegri. Annars
var eiginmaður Jayne fjárans mik-
ill karl, Mickey Hargitray. Þræl-
þjálfaður íþróttamaður og krafta-
jötunn. Hann vildi vera að þvælast
á slcíðum og hamast í ýsmu slíku,
Og þá helzt ef Jayne var ekki með,
þvi hann þurfti annars alltaf að
passa hana og fylgja henni eftir“.
— Hvað varstu annars lengi i
Bandaríkjunum — og hvern fjár-
ann varstu eiginlega að gera þar?
„Ég var þar fyrst og fremst til
að læra meðferð þungavinnuvéla.
Ég vinn hjá Landssímanum á sumr-
in. Er þar með skurðgröfu. Ég var
úti í þrjú sumur og tvo vetur og
hafði frí frá náminu á veturna, en
það notaði ég til að kenna á skið-
um.“
— Hafðirðu- skóla sjálfur, eða
varstu hjá öðrum?
„Hvort tveggja. Fyrst stofnaði ég
skóla með aðstoð vinar míns þar
vestra, en félag skiðakennara þar
vildi ekki sætta sig við það, því
að ég hafði ekki nauðsynleg rétt-
indi. Svo var ég ráðinn yíirskiða-
kennari á stóru gistihúsi i Katskills-
fjöllunum i New York-ríki. Það tók
um 3000 manns, en kunningi minn
Tony Kastner átti það. Það var sagt
að hann hefði átt vingott við líim
Novak áður fyrr og kynntist þá
ymsum kvikmyndastjörnum. Þess
vegna bauð liann þeirn Jayne og
Lindu til sín um tíma.“
— Hafðirðu gott upp úr kennsl-
unni?
„Já, prýðilegt. \ Ég komst einu