Vikan - 19.04.1962, Blaðsíða 39
sinni upp i að hafa um 40 dollara
um tímann. Annars var það mis-
jafnt og oftast í kring um 20 doll-
ara. Ég kenndi þá hópum, sem i
voru 10—15 manns og hver greiddi
2 dollara fyrir tímann. Svo fékk ég
60—65% af þvi.“
— En hérna ... ?
„Ilér er ég fastráðinn skiðakenn-
ari hjá Skíðaskálanum og kenni
hverjum sem hafa vill — gratís og
ókeypis. Jæja, þá erum við komnir
hingað að þessum steini. Hér get-
ur þú setið á steininum og tekið
myndir þegar ég kem niður. Ég ætla
að ganga upp brekkuna______“
Hann sagði ganga. Ekki gánga,
lieldur ganga með greinilegu a-
hljóði. — Ég þarf ekki að spyrja
þig, hvaðan þú ert ættaður, Stein-
þór, því vestfirzkan er svo rík í
þér ennþá. Þú segir: Það er langur
gangur, fyrir hann svanga Manga,
að bera þang i fangi, fram á langan
tanga. Ertu frá ísafirði ... ?
„Já, hreinræktaður ísfirðingur í
húð og hár, fæddur þar 1931 en
foreldrar minir eru þau hjónin
Jakob Gíslason skipstjóri, sem nú
er látinn og Guðhjörg Hansdóttir.“
— Eruð þið mörg, systkinin?
„Við erum fjögur á lífi. Jakobina
systir mín er velþekkt fyrir skíða-
afrek, síðan er Ásta, sem lika stund-
aði skíðaíþróttir hér áður fyrr en
er nú að mestu hætt, og Konráð sem
lika hefur mikið stundað skíði og
unnið fyrir skíðamál fyrir vestan.“
— Jæja, hér er ég húinn að koma
mér fyrir á steininum. Þú ætlar að
ganga upp brekkuna, segirðu ...
„Já. Hér skaltu vera og laka
myndir. Ég reikna með að koma
niður hérna rélt fyrir neðan
þig ...“
— Ætlarðu að stökkva yfir mig?
„Nei, aðeins til liliðar. Þú getur
miðað á tunglið þarna ...“
Það væri synd að segja að steinn-
inn væri stór eða þægilegur. Iíannski
aðeins nægilegur til að veita mér
dáiitla rassfestu i brekkunni, en
hvað um það •— tvisvar verður sá
feginn, sem á steini situr.
Ég miðaði á tunglið, sem var rétt
fyrir ofan fjalisröndina, því Stein-
þór hufði sagt að liann færi rétt
framhjá því. Kannski hann gæti
heilsað upp á Glenn geimfara eða
karlinn í tunglinu í leiðinni. En nú
liafði ég séð brekkuballettinn einu
sinni, og þótt hann væri ótrúlegur
og satl að segja lygilegur, þá var
ég við öllu búinn, þegar Steinþór
flaug rétt yfir hausinn á mér á nið-
urleið, snarstanzaði og snéri við,
fór upp aftur, krussaði á öðrum t'æti
niður, snéri sér í hi'ingi á 70 kíló-
metra hraða og þverbraut öll lög-
mál og allar reglur um jafnvægi,
stjórngetu, hraðþol, stefnubreyting-
ar, þyngdarlögmál, hugdirfzku og
aimenna skynsemi, og áður en varði
var hann kominn aftur upp á tind
— og blés ekki úr nös.
— Stundar þii ekki leikfimi allt
árið um kring, Steinþór ... ?
„Nei, enga leikfimi aðra en þessa.
Það eina sem ég geri á sumrin er
að hlaupa upp um fjöl), bæði iil að
halda mér við og svo hefi ég bara
svo gaman af þvi að hlaupa á fjöll-
um . ..“
— Gaman af að hlaupa á fjöll-
um ... ? Jæja, ég trúi á þig hverju
sem er, eftir þessa sýningu. Hefur
þú annars ekki sýnt þessar listir
i Bandaríkjunum?
„Jú, ég hafði einu sinni 10 mín-
útna sýningu í sjónvarpi“.
— Mig skal ekki furða. Aumingja'
kvikmyndatökumennirnir. Heyrðu
annars. Hvernig á ég að komast
niður aftur?
„Blessaður, það er enginn vandi,
ég tek þig bara á bakið!“
— Á bakið 1!!? Nei, þakka þér
kærlega fyrir. Þó ferðin væri ekki
sem þægilegust áðan, þá kýs ég
hana heldur. Það er þó eitthvað
viðnám eftir í baklilutanum.“
„Nei, það er alveg ófært. Komdu
bara á bakið ...“
— Keinur ekki til mála. Þá bíð
ég heldur hér til vorsins.
Við leystum gátuna þannig að
lokum, að ég hélt í höndina á Stein-
þóri og hafði annan stafinn hans
til að hcmla ferðina, en hann var
fyrir ofan mig á skiðunum —
þversum i brekkunni — og lét sig
renna liægt niðurávið. Þetta gekk
prýðilega og örugglega, þangað til
við vorum komnir langleiðina nið-
ur. Haldið þið ekki að óþokkinn
sá arna hafi sleppt mér síðasta
spölinn og látið mig dúndra ... ?
Og svo hló hann bara hástöfum!
G. K.
Bók vikunnar.
Framhald af bls. 29.
grundvallarrit um Frakkland fyrir
siðari heimsstyrjöld.
Að undanförnu hefur athygli al-
mennings mjög beinzt að Frakk-
landi, sökum þeirra stjórnmálalegu
atburða, sem þar eru að gerast þessa
dagana, og einhverra hluta vegna er
það þannig, að fátt það gerist í
Frakklandi, að það hafi ekki alþjóð-
Ieg áhrif; svo hefur lengi verið og
er enn. í bók þessari er saga Frakk-
lands rakin i stórum dráttum, en
þó ekkert undanskilið, sem máli
varðar, og ber það vitni hinni gagn-
geru þekkingu höfundar. Þá er þjóð-
inni lýst í máli og myndum, menn-
ingu hennar og sérkennum, atvinnu-
vegum og starfsháttum og landinu
sjálfu, landslagi, veðráttu, ræktun
og gróðurfari, byggð þess og borg-
um og sögulegúm minjum, og fer
þar saman greinagóð lýsing og úr-
valsmyndir. Loks er rætt um dag-
legt líf þjóðai-innar í sveit og borg,
listir, bókmenntir, tizkuforystu,
iþróttir og skemmtanir, og mun ó-
liætt að segja að fáir séu svo fróðir
um land og þjóð, að ekki séu þeir
enn fróðari um margt, eftir að hafa
lesið þessa bók.
Og þeir, sem eignazt hafa „Frakk-
land“ bíða næstu bókar 1 þessum
flokki áreiðanlega með óþreyju, en
liún er að koma út, þegar þetta er
ritað. Fjallar hún um Rússland.
Þetta verður eigulegur bókakostur
og sannkölluð heimilisprýði — auk
alls annars.
Hve glöggur ertu?
Lausn af bls. 24.
1. Kjálki mannsins er greinilega
teiknaður. — 2. Ermin á skyrtunni
er viðari. — 3. Rauf er komin upp
I buxnaskálmina. — 4. Seglskútan
með röndóttu seglunum hefur kúlu
á mastrinu. — 5. Drengurinn er í
síðari buxum. — 6. Munztrið í bux-
um stúlkunnar er með kringlóttum
deplum en ekki ferhyrndum. — 7.
Hattur hennar er oddhvassari.
VOR- OG
SUMARTÍZKAN
GLÆSILEGRA
JJRVAL EN
NOKKRU SINNI
FYRR
ANDiRSEN t LAUTH |||.
Vesturgötu 17 - Laugavegi 39.
vikan 39