Vikan


Vikan - 19.04.1962, Blaðsíða 29

Vikan - 19.04.1962, Blaðsíða 29
B6U vifeanDAr Menningar- atburður Lönd og þjóðir, FRAKK- LAND eftir D. W. Brogan og ritstjóra tímaritsins LIFE. Gísli Ólafsson ís- lenzkaði. Almenna Bóka- félagið. Reykjavík 1961. Á stimdum gerast þeir atburðir i bókaútgáfu, sem sérstaklega ber að fagna, og er þá ekki fyrst og fremst átt við aö nýr höfundur komi fram, sem vekur óvenjulega glæstar vonir, eða nýtt, stórbrotið skáldverk yngri eða eldri höfunda, heldur að út komi bók, þar sem allt fer saman — vandað og gott efni, glæsilegt útlit og vandaður frágangur. Þetta, er því miður, sjald- gæft hjá okkur og hefur þó bóka- útgáfa nokkuð hafizt á síðastliönum árúm úr þeim öldudal, sem hún var sigin í á tímabili. Eiga ýmis út- gáfufélög sinn þátt í því, enda er starfsemi þeirra reist á traustari grundvelli en einstakra útgefenda, sem allt of margir stunda útgáfuna á svipaðan hátt og útgerðarmenn sildveiði, þótt ekki eigi þeir þar óskipt mál, sem belur fer, og marg- ir, einkum þeir eldri og grónari, gegni forystuhlutverki á þessu sviði af skilningi og ábyrgðartilfinningu. Engu að síður er það enn viðburð- ur, þegar út kemur bók, sem sker sig úr hinu mikla árlega bókaflóði sem kjörgripur. „FRAKKLAND* eftir D. W. Brog- an og ritstjóra tímaritsins Life, er ein slíkra bóka. Er og útkoma henn- ar sannkallaður menningaratburð- ur á sviði bókaútgáfunnar fyrir það, að þar er um að ræða fyrstu bók í flokki, sem Almenna Bókafélag- ið hyggst gefa út á næstunni, og nefnist „Imnd og þjóðir", og verða munu með svipuðu sniði og þessi. Verður þar um að ræða islenzka útgáfu á hinum fræga bókaflokki, „LIFE WORLD LIBRARY", sem gefinn er út í New York á vegum bandaríska stórblaðsins „Life“, og þykir í alla staði hin merkilegasti og glæsilegasti — á heimsmæli- kvarða — enda er þegar hafin út- gáfa lians i mörgum löndum. Bókin „FRAKKLAND“ er 175 blaðsiður að stærð i stóru broti, prentuð á mjög góðan pappir og prýdd fjölda mynda og margar þeirra í litum. Hefur heimskunn prentsmiðja á Italíu, Arnoldo Mon- dadori Editor, séð um myndaprent- unina, prentsmiðjan Oddi h.f., Reykjavik, annazt setningu texta og umbrot en Borgarpreut h.f. ann- azt prentun textans. Þessir aðilar allir eiga þvi, ásamt útgáfufyrir- tækinu, þakkir skildar fyrir það, að ytri frágangur og yfirbragð bók- arinnar er með óvenjulegum glæsi- brag. Að efni til stendur bók þessi þó ytra útliti sínu sízt að baki, enda er aðalhöfundurinn, Denis W. Brog- an prófessor við háskólann í Cam- bridge, mikilmetinn sagnfræðingur og viðurkenndur sérfræðingur i sögu Frakklands — til dæmis er bók hans, „France under the Repu- hlic“, sem kom út árið 1940, talin Framhald á hls. 89. auglýsmg hf DELTA DÖMUBUXUR eru viðurkenndar fyrir: snið sem allaf situr vel, glæsilega tízkuliti og úrvals efni: Ullarefni — Terelyn — Ilelenca Strech og Phrix SBK sem er alveg nýtt gerfiefni. Iíeildsölubirgðir: YLUR H.F. Sími 13591. yiKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.