Vikan


Vikan - 19.04.1962, Blaðsíða 32

Vikan - 19.04.1962, Blaðsíða 32
Hárið verður fyrst fallegt með SHAMPOO WHITE RAIN gerir hár yðar gullfallegt. Hinn silkimjúki lögur gefur hárinu þægilegan ilm og gljáandi blæfegurð — laðar fram hinn dulda endisþokka. Af White Rain eru framleiddar þrjár tegundir, sem fegra allar hárgerðir— ein þeirra er einmitt fyrir yður. PERLUHVÍTT fyrir venjulegt hár FÖLBLÁTT fyrir þurrt hár B L EIK FÖ LT fyrir feitt hár Toni framleíðsla tryggir fegursta hárið Við Járntorgið fóru þau úr bíln- um. Framhjá þeim óku vörubilar með morgunblöðin vot af prent- svertu. Þar var ljós í glugga á gömlu, ljótu húsi. Hún leit þangað upp og sagði lágt: — Hann er ekki með öllum mjalla. Þetta er þriðja nóttin, sem hann vakir. — Já, hér bý ég, eins og þú sérð, og hérna er lika vinnustaður minn. Komdu með upp, það er sjálfsagt heitt kaffi á könnunni .... Jndrandi gekk hann á eftir henni upp stigann. Inni byrjaði hundur að gelta. Hún þaggaði niður í honum og stakk lykli í skráargatið. Brúnn, stór hundur flaðraði upp um hana og dinglaði öllum bakhlutanum. — Picasso! Vertu rólegur! Komdu inn Rolf. Þú verður að afsaka draslið. Ég ætlaði að fara að hátta Þegar þú hringdir. Ég var að enda við að hjálpa Lars með nokkrar myndir. Picasso, farðu í körfuna þína! Hann lætur eins og ólmur, ef ég fer út úr húsinu. Setztu niður vinur minn. Ég ætla að finna eitthvað handa okkur. Hún gekk að lokuðum dyrum bak við forhengi og barði á hurðina. Ein- hver hætti íölsku blístri og í ljós kom höfuð með ógreiddu hári og fjörlegum augum. — Halló, gamla mín! Komin strax? Hann kom auga á Rolf, sem stóð á miðju gólfi, ringlaður á svipinn. — Halló, sagði hann, gaman að hitta yður. Setjizt niður, látið eins og þér séuð heima,- Ég er að verða búinn, þarf aðeins að klára nokkrar myndir, sem eiga að fara með morg- unpóstinum. Vökvinn er volgur, Gerd. Ég tók balann með mér inn í myrkra- herbergið. Kem bráðum. Dyrunum var skellt aftur. Það varð þögn í herberginu. Gerd fór að finna kaffibollana. Rolf ræskti sig bak við hana og hún sneri sér, hálfbrosandi við. •—■ Heyrðu, sagði hann, ég held ég biði ekki eftir kaffi. Hringdu heldur eftir bíl fyrir mig. Ég er ekki viss um að rata aftur til Park Avenue. — Sjálfsagt, sagði hún, annars get ég sagt þér til vegar. En bílastöðin er hér rétt hjá. — Nú skil ég þetta, sagði hann. Þú ert gift. — Já, sagði hún. Ég hef verið gift í eitt ár. Við hittumst í París, þar sem hann var að læra. Svo fór hann heim og opnaði eigin stofu. Ég hugsa að þetta fari bráðum að ganga vel hjá okkur. — Vertu sæl, Gerd. Ég held líka að ykkur muni ganga vel. Þú þarft ekki að hringja eftir bíl. Mér liggur ekkert á. Hún fylgdi honum til dyra. Hundur- inn urraði Þegar þau gengu fram hjá. Hún danglaði í nefið á honum. — Láttu ekki eins og kjáni, Picasso! Þegiðu! —- Þetta er sjálfsagt vitur hundur og mikill mannþekkjari, sagði hann í dyrunum. Nú brosti hann í fyrsta skipti. Það var stutt og óhamingjusamt bros. Svo strauk hann henni feimnislega um vangann. Hún heyrði skref hans fjar- lægjast. Lars stóð við gluggann þegar hún kom inn. — Jæja, hvernig lizt þér á þær, sagði hann og hélt myndunum upp að daufri dagsbirtunni. — Þær eru ágætar, sagði hún, en hún horfði ekki á þær. Hún horfði á eftir Rolf, sem hvarf hægt milli gam- 32 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.