Vikan - 19.04.1962, Blaðsíða 17
Tvær tillögur
1. Brún súpa með eggi, sem er soðið án skurnar.
Skorin lambasteik með piparmyntusósu. Vanillu-
ís með ávöxtum.
2. Sveppasúpa. Hamborgarhryggur. Eplatrifle.
SKORIN LAMBASTEIK (Roasted).
Fáið lærið skorið i eins til tveggja sm. þykkar
sneiðar, en bindið það saman aftur eins og það
væri heilt. Það er sett á grind með skúffu undir
í meðalheitan ofn og sé það ekki vel feitt, verður
að festa á það sneiðar af óreyktu fleski. Það er
Húfa
Efni: 65 gr. af 4 þráða ullargarni
og prjónar nr. 2% og 4. — 27 1.
prjónaðar með sléttprjóni =10 sm.
Byrjið aftan á húfunni.
Fitjið upp 46 1. á prj. nr. 4 og
prj. sléttprjón. Aukið út 1 I. í hvorri
hlið í 4. hverri umferð 6 sinnum
og 8. hverri umf. 4 sinnum. Prjónið
þar til stykkið er 18 cm. Takið þá
úr þannig að prjóna saman 2 1. í
hvorri hlið, prjónið síðan 3 umf. og
prjónið þá saman 2 1. báðum megin
í annarri hv. umf. þar til 48 1. eru
eftir og í hverri umferð þar til 42
1. eru eftir. Fellið nú af 2 1. í byrjun
prjóns og 1 1. i enda prjóns hverrar
umferðar þar til 22 1. eru eftir.
Fellið af i einni umferð lykkjunnar,
sem eftir eru.
Fitjið upp 120 1. og prj. sléttprjón.
Aukið út 1 1. i 6. hverri umferð 5
sinnum. Eftir 9 cm, tekið úr þannig
að prjóna saman 2 1. í hvorri hlið í
3. hv. umferð 3 sinnum, í anarri
hv. umferð 2 sinnum og hverri um-
ferð, þar til stykkið er 13 cm. Fell-
ið af.
Fitjið upp 12 1. og prjónið kant-
inn neðan á húfuna.
Prj. 1 1. sl. og 1 1. br. 50 cm. Fell-
ið af.
Leggið stykkin á þykkt stykki,
mælið form þeirra út með títuprjón-
um, leggið rakan klút yfir og látið
þorna.
Saumið húfuna saman með aftur-
sting, frá röngu, með þynntu ullar-
garninu.
Saumið kantinn neðan á húfuna.
Saumið rifsband á innanverðan
kantinn.
bakað, eöa roasted eins og það heitir á ensku, í
3 klst. í ofninum ef um heilt læri er að ræða
eða 2%—3 kg., en aðeins styttra ef stykkið er
minna. Ekkert vatn er sett á kjötið og verð-
ur þvl að laga sérstaka sósu og er algengt og
ljúffengt að hafa með því piparmyntusósu. Dálitill
vökvi af kjötinu sjálfu lekur auðvitað niður í
skúffuna og er sjálfsagt að nota hann ef kjötsósa
er notuð. Ofninn er ekki hafður mjög heitur, en
margir hafa hann heitari í 15 mín. fyrst eða
síðast, til þess að kjötið verði brúnna. Síðasta
klukkutímann eru kartöflur steiktar með i ofn-
inum. Það eru valdar stórar og jafnar kartöflur.
Þær eru þvegnar vel og smurðar með feiti. Strax
og þær eru teknar úr ofninum er skorinn kross
ofan á þær, svo gufan komist út og kartöflurnar
verði þurrar. Lítið smjörstykki sett i skoruna á
hverri kartöflu, og þeim raðað í kringum kjötið
þegar það er borið fram.
PIPARMYNTUSÓSAN.
Þurrkuð piparmyntublöð (fást hér i ýmsum
búðum) % bolli, sykur % bolli, edik % bolli, vatn
1 bolli, kartöflumjöl 1% tesk. (hrært út í vatni),
grænn matarlitur. Hitið sykurinn, edikið, vatnið
og piparmyntulaufin í potti og bætið mjölinu í.
Hrærið í þar til suðan kemur upp og látið sjóða
í 1—2 mín. Lögurinn síaður og kældur og litaður
með matarlitnum.
SÚPAN.
Venjuleg brún supa úr kjötsoði, eða uxahala-
súpa úr pakka. Ot í hvern disk er sett egg, sem
soðið er skurnlaust í vatni. Það er þá fyrst
sett í bolla og síðan út í sjóðandi vatn með svo-
litlu ediki í. Tekið upp með gataspaða þegar það
er orðið stíft. Svolítið sherry bætir allar brúnar
súpur. Ristað brauð borið með.
i
VANILLUIS.
Rjómi % 1, flórsykur Vá bolli, vanilludropar
1% tesk , tvær eggjahvítur. Rjóminn þeyttur, syk-
urinn og droparnir settir í og stífþeyttum hvít-
unum bætt varlega í. Ávöxtum úr dós helt yfir
áður en hann er borinn fram.
SVEPPASÚPA.
Sveppirnir soðnir i smjöri í 5—10 mín. Súpa
jöfnuð upp með kjötsoði. Gott er að nota soðið
af hamborgarhryggnum, en varast að súpan verði
um páskamat
of sölt. Sveppunum bætt í og því öllu hellt á tvær
hráar eggjarauður og hrært vel í, en ekki látið
sjóða eftir það. Margir láta líka svolítinn þeyttan
rjóma í siðast.
HAMBORGARHRYGGUR.
Hryggurinn látinn liggja í vatni i 12 tíma. Sett-
ur í kalt vatn og ca. % 1 af rauðvíni, en líka má
nota eplasafa. Til þess að spara vínið, má sjóða
hann fyrst i vatni, en setja hann svo inn í ofn
og sjóða með rauðvlninu tómu í 15 min. Þarf þá
mjög lítið af því, ef Þess er gætt að hella Þvi oft
yfir hrygginn með skeið. Suðutími á að vera alls
45 mín. Himnan er ekki tekin af fyrr en á eftir
ef hryggurinn er soðinn, en ef hann er settur
inn í ofn, á að taka hana af áður, eins ef hryggur-
inn er þakinn glassúr siðast, en það er gert Þannig,
að dökkum púðursykri er stráð yfir soðinn hrygg-
inn og yfirhiti settur á ofninn og kjötið brúnað
mjög hratt. Grænmeti borið með eftir smekk.
EPLATRIFLE.
Litlar makkarónur gegnbleyttar í sherry, ofan
á þær sett eplamauk úr nýjum eplum og þeyttur
rjómi efst.
EGG Á ÝMSAN HÁTT.
Á kvöldborðið er skemmtilegt að hafa nóg af
eggjum, annað hvort harðsoðin egg máluð að
utan eftir getu hvers og eins, eða vafin inn I
skrautlegar umbúðir. Eggjaréttir, þar sem egg-
in eru heil geta líka verið skemmtilegir. Mjög
einfaldur er franski hátturinn við að bera fram
soöin egg. Skurnin er tekin af þeim, þau lögð
á fat og yfir þau er hellt brúnuðu smjöri með
nokkrum ediksdropum i. Borðað með ristuðu
brauði. Alls konar sósur er líka hægt að bera
með heilum skurnlausum eggjum, t.d. sveppasósu,
rækjusósu og tómatsósu.
PÁSKALAMBSKAKA.
Gott svampkökudeig er bakað I tveimur mót-
um, öðru kringlóttu og hinu lágu og breiðu.
Kakan er skorin eins og sýnt er á myndinni og
í gegnum það, sem á að tákna höfuðið er stungið
trépinna eða makkarónu, sem siðan eru fest á
eyru, t. d. úr marsípani. Stykkin eru límd vel
saman með kremi og síðan öll kakan þakin vel
með þvl og fyllt upp i allar holur á henni. Þykku
lagi af kókosmjöli er stráð yfir og augu má gera
með rúsínum og munn úr einhverju rauðu, t.d.
kirsuberi. 1 kringum lambið má leggja kókosmjöl,
litað með grænum ávaxtalit. Hér fara á eftir
tvær uppskriftir af kremi sem er heppilegt á
þessa köku:
Framhald á bls. 33.
VIEAN 17