Vikan


Vikan - 19.04.1962, Blaðsíða 15

Vikan - 19.04.1962, Blaðsíða 15
> Unqt fólk A UPPLEIÐ J5TETNÞÓR JAKOBjSjSON sMðokdppi Brekkuballett á skíðum Ég lá eins og illa gerður hlutur hæst uppi í snar- hrattri brekku rétt fyrir ofan Skíðaskálann i Hvera- döluni. Ég lá marflatur á glerharðri fönninni, en brekkan var svo hrött að minnstu munaði að ég slæði uppréttur. Nýju ítölsku, támjóu spariskónum minum hafði ,ég stungið með örvæntingarafti ofan í tvær litlar holur i isnum ca. 350 metrum fyrir ofan sjávarmál. Terylenbuxurnar mínar nýpress- uðu voru að frjósa við hjarnið, þegar kaldur svitinn þrengdi sér i gegn um þær á hnjánum og samlagað- ist íslenzka öræfaísnum. Fingurnir innan í japönsk- um patentplasthönzkum, sem ég fékk í jólagjöf, voru orðnir stirðir af kulda og þegar ég reyndi að pira ofan i myndavélina mina, sem ég hafði lamið ofan í isinn fyrir neðan nefið á mér, þá skiptist það á, að hettan á úlpunni minni rann niður fyrir augun, og að andvana tár, sem höfðu frosið strax við fæð- ingu, glömruðu til og frá á gleraugunmn eða sjón- gleri vélarinnar. Einhvers staðar langt fyrir ofan mig, þar sem brekkubrúnina bar við ský, átti ég von á að sjá hjálparvana ofurhuga skondrast á rassinum niður brekkuna þá og þegar, og ég ætlaði saunarlega að nota tækifærið til að taka mynd af þeirri furðu- skepnu, þegar hún þyti fram hjá mér niður snar- bratt hjarnið með hausinn á undan. Kannske yrði það fréttamynd ársins. „Ertu tilbúinn . . .?“ heyrðist kallað einhvers staðar hinum megin við sjóndeildarhringinn, og það hlakkaði i mér þegar ég galaði i hann á móti og sagði honum að láta vaða. Ég var búinn að stilla alla takka, mæla ljósmagn, áætla hraða og sjónarhorn, reikna með stirðleika i vélinni vegna kulda, setja á hana rauðgult litarsigti og glampaverju og hafði meir að segja tiibúið skotljósið, ef mér fyndist réttara að nota það til að deyfa skugga, sem mynd- uðust í skæru sólarljósinu á fannhvitum isnum. Puttinn var tilbúinn til að hleypa af . . . Framhald á bls. 38. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.