Vikan


Vikan - 31.05.1962, Side 6

Vikan - 31.05.1962, Side 6
Þú elskaðir mig. Þú sagðir mér það, Tony. Manstu ekki eftir þvi, vinur? Þú sagðir það aftur og aftur — þegar við föðmuðum hvort annað, þegar við ókum i bílnum þínum, töluð- um saman í símann, dönsuðum, og þcgar við sátum saman um kvöldið á klettinum. — Ég elska þig svo heitt. Yfirgefðu mig aldrei. Þú ert min, aðeins mín, um alla eilifð — segðu að það sé satt ... Þetta sagðirðu og ég trúði hverju orði. Ó, ég vildi að ég væri dáin! Held ég að þú elskir mig ekki lengur? Ég hlýt að vera vitlaus. Þetta er bara heimskuleg ímyndun, af þvi að það hefur hitzt þannig á að ég hefi verið úti, þegar þú hefur hringt undanfarið, og af því að ég hef ekki séð þig í næstum þvi viku. Er það ekki, Tony? Þú ert ekki hættur að elska mig — þú ert ekki hættur þvi, hjartað mitt? Ég get ekki lifað, ef þú elsk- ar mig ekki lengur. Það er satt, Tony, ég dey. Hvar eru sokkarnir, sem ég keypti í gær? Hvar hef ég sett þá? Óvenjulega þunnir, stærð nlu og hálft og lcosta níutiu krónur, takk fröken. ... Niutíu krónur fyrir eitt par af sokkum! En ég verð að vera falleg, þegar ég er með þér, Tony. Þú hefur sagt að ég hefði fallega fætur og fallegan háls. Þú varst vanur að segja það. g VtKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.