Vikan - 31.05.1962, Side 12
Stundaglas æskunnar
er ef til vill tæmt um
tvítugt, en listin að lifa er
m. a. fólgin í því að halda
í æskuna eins lengi og
skynsamlegt má telja.
LIFIÐ
OG LENGI
FRÁ ÖRÓFI ALDA hefur það verið draumur mannkynsins að mega njóta æsku sinnar lengst
ævi. Enn hefur þó engum tekizt að blanda þann „lífselixír", sem leyst geti vandann. Aftur á
móti getum við átt mikinn þátt í því sjálf að haida lfkamlegri og andlegri æsku langt fram
yfir miðjan aldur. Töfraorðið er að haga sér skynsamlega, segir höfundur þessarar greinar. Eða
með öðrum orðum — sýnið sjálfum yður dálitla umhyggju — þér munuð ekki sjá eftir því.
Hvernig getur maður varðveitt æskuna sem lengst?
Þessa spurningu hafa menn lagt fyrir sig og aðra öldum saman. Galdramenn, skottulæknar
og aðrir, sem eitthvað kunnu fyrir sér, hafa löngum leitazt við að uppfylla þá frómu ósk mann-
fólksins, og á síðustu áratugum hafa vísindamenn og læknar lagzt á sveif með þeim.
Nú er svo komið að þessi fróma ósk hefur lagt grundvölí að nýrri visindagrein — geronto-
logi. Enda þótt iitlar líkur séu fyrir því að nokkurntíma takist að blanda mannfólkinu
þann „lífselixír“ sem veiti því eilífa æsku, getum við fræðzt um það af vísindarannsóknum
þessum, hvernig við eigum að varðveita æsk ma sem lengst.
Það er alls ekki óhugsandi, að þess verði tiltölulega skammt að bíða að fólk verði almennt
eldra en hundrað ára. Og þá verða þeir, sem komnir eru á efri ár, fjörugir og sprækir eins
og um tvítugt; hafa ekkert af þeirri ellihrörnun að segja, sem nú eyðir þreki manna og
styttir ævi þeirra.
Þetta er þó ung vísindagrein, enn sem komið er. Og enda þótt þeir sem að slíkuin rannsókn-
um starfa, geti komizt að merkilegustu niðurstöðum, hver á sínu sviði, geta þeir aldrei upp-
fyllt þessa ósk mannfólksins að öllu leyti. Ef þér viljið halda æskunni sem lengst og lifa sem
lengst, þá verður það einnig að byggjast á sálarlíí'i yðar, mataræði, og þeirri umhyggju, sem þér
sýnið líkama yðar.
Og þér megið alls ekki halda að vísindamennirnir, sem að þessum rannsóknum starfa, séu
enn orðnir sammála um einhverja endanlega niðurstöðu. Þeir sem halda því fram, að unnt sé að
hækka meðalaldurinn að mun og varðveita lífsþrekið, eiga sér marga mótstöðumenn, sem full-
yrða að þar sé eingöngu um óskhyggju að ræða.
Þeir voru til dæmis margir, sem gerðust til að andmæla visindamanninum, Frederick Ilolzel,
eða tóku kenningar hans ekki alvarlega, en þær voru í því fólgnar, að matarræði manna geti
átt sinn þátt í því hvernig þeir eldast. Það er nú ta in óumdeilanleg staðreynd.
Holzel taldi, að það væri fyrst og fremst ánægja mannsins yfir kræsingunum, sem gerði að
liann borðaði þær af beztu lyst, en ekki það, að hann væri að seðja hungur sitt. Hann lcitaði
stöðugt einhvers efnis, sem dregið gæti úr sárasta hungrinu, en hefði þó ekki neitt næring-
argildi, og nolaði sjálfan sig sem tilraUnadýr. Og það var margt furðulegt, sem hann lét ofan
í sig i þessu skyni. Hann komst að þeirri niðurslöðu, að draga mætti úr sultartilfinningunni, ef
maður át cellulosfrauð eða eins konar liálm — sem áður var mikið notaður innan í svæfla —
og hýði af ákveðnum frætegundum.
FRUMUM ÚR DÝRUM DÆLT í BLÓÐ MANNA.
Ekki alls fyrir löngu hlaut svissneski læknirinn, Paul Niehans, þá áltræður að aldri, heims-
frægð fyrir það, að hann dældi lifandi frumum úr kálfum eða iömbum inn í blóð heiinskunnra
manna — Píusar páfa tólfta, Konrads Adenauers og Sommerset Maugham — og er það kenning
lians að þannig megi endurnýja gamlar og þreyttar frumur með ungum og efldum. Og þegar
litið er á heilsufar Adenauers og Maughams, þrátt fyrir aldurinn, geta menn ekki skellt skolla-
eyrunum við þessari kenningu.
En hvers vegna er þá ekki liægt að gefa mönnum sinn skammt á meðan þeir eru enn í broddi
lífsins, svo þeir megi varðveita æsku sína von úr viti?
Vísindamennirnir hafa þá skýringu á reiðum höndum, að kerfisröskun sú, sem hlyti að verða
á allri frumstarfsemi líkamans, þegar ungfrumum væri þannig dælt 1 bland við frumur, sem
enn eru í fullu fjöri, gæti haft hinar alvarlegustu afleiðingar — ef til vill valdið krabbameini
— og á slíkt vilji ekki neinn vísindamaður liætta með ungt fólk.
Engu að slður starfa þessir vísindamenn af kappi að tilraunum sínum, sem þeir gera á rott-
um og músum. Þeir dæla í blóð þeirra frumum úr ungum dýrum, eða græða í þær líffæri úr