Vikan


Vikan - 05.07.1962, Blaðsíða 15

Vikan - 05.07.1962, Blaðsíða 15
Hún stóð við gluggann og sá þegar bréfberinn kom með bréfið. Bréfið, sem mundi rifja upp svo margt, og vekja svo marga nýja drauma. Ulla horfði á hann koma eins og venjulega á hjóli að hliðinu, hægja á sér án þess að stiga af baki meðan liann studdi sig við múrvegginn með annarri hendi og stakk póstinum í kassann með hinni. Þetta hafði endurlekið sig næstum daglega þau þrjú ár, sem hún hafði búið í Framura. Þorpið lá á hásléttu, og langt fyrir neðan var Miðjarðarhafið. Framura líktist mest lítilli horg frá miðöldum. Húsin stóðu þétt saman og það var eins og þau teygðu sig upp á móti sólinni. tJllu langaði til að lilaupa út og ná í bréfið strax, en stillti sig. Bréfberinn mundi þá staldra við og tala við hana, en hún vildi vera ein, ef bréfið skyldi vera frá ... En hún vissi það ekki ennþá. Þetta var heimskulegt — sjálfsagt væri pósturinn svipaður því, sem hann var alla aðra daga, allan ársins hring. Nokkur blöð frá Sví- þjóð, bréf frá einhverju skyldfólki, og ef til vill smáfrétta- bréf frá vinum, sem ekki höfðu gleymt henni i hinni löngu útivist. Hún beið þar til bréfberinn var kominn úr aug- 'sýn, og gekk út. Hún stóð um stund á tröppunum og and- aði að sér ilminum af sýrenunum, sem þöktu framhlið 'litla, gráa steinhússins, sem hún bjó í. Þær héngu i stórum klösum yfir dyrunum og henni fannst að þær hefðu aldrei verið fallegri, og ilmur þeirra aldrei áfengari en núna. ÖIl þessi fegurð gerði hana magnlausa og henni fannst hún varla geta gengið þessi fáu skref að liliðinu. Rósetta, fallega dóttir nágrannans kom tiplandi á háum og mjóum hælum út úr litla dimma húsinu. Hún hló, og sagði, að í dag væri póstur sænsku signorunnar svo mikill, að dagblöðin stæðu upp úr kassanum. Svo fór hún, og loks geklc Ulla að póstkassanum. Og bar lá það •— bréfið. Það hlaut að vera, að hún hefði séð umslagið og þekkt það, þegar bréfberinn stalck þvi i kassann. Hún vildi ekki viðurkenna fyrir sjálfri sér, að hún hefði verið að vonast eftir bréfi frá Peter. En nú lá það hér í hendi hennar, sem titraði þegar hún las nafn sendandans. Það voru tvö ár síðan Peter og hún höfðu ákveðið að slita sambandi og hittast aldrei framar. Allan þennan tima höfðu þau aðeins frétt hvort af öðru í gegnum sameigin- lega kunningja, og þá aðeins hina hversdagslegustu at- burði. Það hafði verið liún, sem ákvað að hætta, þvi henni hafði fundizt samband þeirra óþolandi til lengdar, og á vissan hátt niðurlægjandi fvrir hana. Hann átti þá fjöl- skyldu sína og bjó hjá henni, og vildi ekki yfirgefa hana. En UIlu vildi hann eiga lika, en þannig, að enginn vissi um það. Hann var vanur að hlæja og segja henni, að hún væri öll lians gleði og sú uppörvun, sem hann þarfnaðist. Hjá henni gleymdi hann áhyggjum hversdagslifsins og öllum leiðindum, og það gat hún verið ánægð með, fannst honum. Það var hún lika lengi vel, þvi ástin vegur ekki og metur meðan hún er ung og heit. Þá er hún allsráðandi og kastar mildu ljósi á alla erfiðleilca. Þegar hún fór frá Svíþjóð var það vegna bess, að hún treysti sér ekki til að eiga heima í sömu borg og konan hans. Þá flutti hún með vinnustofu sína til Framura. Hann heimsótti hana nokkrum sinnum, en venjulega gat liann ekki dvalið nema nokkra daga. Það mátti enginn vita, að hann væri lijá henni hér á ítaliu. En nú stóð hún hér með bréfið -— bréfið frá Peter. Hve oft hafði hún ekki hlaupið að póstkassanum og lesið bréfin frá honum. Á hverjum degi mánuðum saman. En núna voru tvö löng ár síðan hún liafði fengið bréf frá honum — en nú lá það i hendi hennar. Hún varð að opna það. En fyrst ætlaði hún inn, og loka á eftir sér. Ætti lnin að setjast við skrifborðið og lesa það? Eða ætti hún að leggjast á rúmið? Hún gaf ekki ákveðið sig. Það var eins og hún vildi treina sér þessar eftirvæntingarfullu mínútur. Loks gckk hún inn og lagði allan póstinn á eldhúsborðið, nema bréfið frá Peter, hún hélt á þvi í hendinni og liorfði á skriftina, sem hún þekkti svo vel. Iiún hitaði kaffi og loks hafði hún hugrekki til að opna bréfið. Hún las það aftur og aftur, eins oj» hún skildi ekki hvað i því stóð. Hún sá aðeins þessa setningu: „Ég kem.“ Hún vissi að öll mótstaða frá hennar hálfu væri til- gangslaus. Hann mundi eins og áður fá hana til að líta á ást þeirra í þvi Ijósi, sem hann sá hana. Þau mundu ganga saman, eins og áður, um litla stíga, umvafð.a öllu þvi blómahafi, sem einkenndi Framura. Þau mundu kasta sér niður á ilmandi jörðina og faðmast, þar til allir tuttugu og fjórir mánuðirnir, sem hún Iiafði beðið, yrðu að engu. Þá mundi ekkert vera til, nema gleði þeirra við að snerta hvort annað, þrá þeirra og krafa um ást og sameiningu. Nú vissi hún, að hún elskaði hann. Það var tilgangs- laust að flýja til annarra landa. Það var aldrei hægt að hlaup frá sjálfum sér, eða tilfinningum sinum. Þær fylgja manni hvert, sem farið er. Ein setning — tvö orð — gátu á svipstundu breytt öllu. Hann ætlaði að koma í apríl. Ulla hafði látið Colomba hjálpa sér við að gera hreint húsið og taka til í garðinum, þar sem hún var vön að borða úti. Colomba hafði verið svo forvitinn, aldrei hafði sænska signoran verið svona kröfuhörð, allt varð að vera fullkomið. Oplomba hafði tal- að um að signora væri bæði kátari og fallegri upp á sið- kastið. Það var ekki hægt að halda heimsókn Peters leyndri, svo hún talaði um frænda sinn, sem lcæmi i heim- sókn. Það var ekki hægt að láta ókunnugan mann búa hjá sér, ekki fyrir signoru, sem bjó ein. Nei, það mundi heilög María aldrei fyrirgefa, meira að segja Colomba gæti ekki beðið svo margar bænir á heilu ári, að Madonna sætti sig við svo léttúðugt líferni. Þar sem þetta var i fyrsta sinn, sem Peter kom að heim- sækja hana, eftir að hún flutti i þetta hús, var það nauð- synlegt að hann væri gerður að nánu skyldmenni. Meðan hún bjó i gistihúsinu, hafði það ekki verið áberandi þó karlmaður heimsækti hana. Hvenær kæmi frændi hennar? Colomba hætti i miðjum gólfþvotti til að spyrja. Kæmi hann kannski á morgun — eða næstu daga? Hún sagðist fá nánari fregnir bráðlega. Þegar skeytið loks kom, var eins og allt þorpið drægi andann léttara. Nú kæmi gestur i sænska húsið. Karlarnir sátu heldur lengur á stólunum fyrir framan húsin sín, og töluðu, hlógu og biðu . . . Það er ekki á hverjum degi að eitthvað skeður í Framura. „Kem eftir tvo daga, ástin min“, stóð í skeytinu. Nú gat hún farið að telja timana. Um kvöldið söng Arthuro hátt og skært þar sem stígur- inn lá niður að ströndinni. Rosetta nágrannans svaraði með sama lagi og eftir stutta stund hljóp liún niður stig- inn. Arthuro raulaði lágt. Hann vissi að Rosetta hafði heyrt til hans. Ulla vissi, að þau gengu þarna i faðmlögum í þungu, mjúku myrkrinu. Hún hafði mætt þeim þannig, og þá stukku þau hvort frá öðru, eins og þau héldu að hún mundi segja ströngum foreldrunum frá þessu. Þegar von var á Peter, var Ulla komin á stöðina löngu fyrirfram. ’Bill — var eins og venjulega of seinn, og þegar hún loks sá hann koma varð hún máttlaus af eftirvænt- ingu. En þegar hann stanzaði, og allir fóru úr honum, sá hún, að Peter var ekki meðal farþeganna. Hún stóð sem steini lostin, og gat ekki einu sinni spurt bílstjór- ann hvort hann hefði orðið var við Peter. Hún heyrði einhvern segja: — Það kemur annar bíll á morgun, vonandi kemur hann þá, signora. En Ulla svaraði ekki. Á morgun . . . Það var i dag, sem hann átti að koma. Það hafði staðið skýrum stö.fum í skeytinú. Hún tók það upp og las aftur. Nei, það var ekki hægt að misskilja það — hann hefði átt að koma með þessum bil. Gat eitthvað hafa komið fyrir hann? Peter . . . Henni fannst að hún gæti ekki gengið upp að húsinu, þó það væri ekki lengra en nokkur hundruð metrar. Hún gat ekki hugsað skýra hugsun. Loks gekk hún hægt heim. Matur- inn beið á eldavélinni og úti var borðið diikað fyrir tvo. Allt var tilbúið — það vantaði aðeins gestinn. Hún lagðist á rúmið og horfði upp i loftið. Loks gat hún byrjað að hugsa. Kannski hafði lconan hans komizt að því livert hann ætlaði og komið í veg fyrir það. Eða hafði eitthvað komið fyrir liann — lá hann kannski slas- aður einhvers staðar, og gat ekki látið vita. Allt varð erfiðara, af því að öllu þurfti að halda leyndu. En hve hún hataði allan þennan feluleik. Hann varð fyrst og fremst að hugsa um konuna og börnin. Það var ekki vist, að hún mundi frétta af þvi fyrr en seint og síðar meir. Þó eitthvað hefði komið fyrir hann, þó hann liefði orðið fyrir slysi. Ekki fyrr en einhver lcunningi hennar skrif- aði það eins og liverjar aðrar fréttir, að Peter Norrman væri dáinn. Tíminn sniglaðist áfram og ekkert skeði. Hún gekk út og niður að sjónum. Hann var spegilsléttur og dökkblár fyrir framan hana. Hefði hún aðeins haft hugsun á að taka með sér sundbol. Það hefði verið yndislegt að synda í ferskum sjónum einmitt núna. Henni datt i hug að fara nakin út i, en hætti við l)að, þvl enn gat einhver verið á gangi. Framhald á bls. 27. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.