Vikan - 05.07.1962, Blaðsíða 21
m í FÖRNUH VEGI
vera orðinn fjári reffile-gur. Orri er
að vísu skratti taugáóstyrkur, en
það er bara vegna ræðunnar. Hann
hefur verið að reyna að böggla
henni sanian i marga daga og geng-
ur ekki neitt.
— Heyrðu, Dis er þó ekki ó ... ?
— Nei, nei, það cr ekkert þess
vegna — ertu vitlaus — hún eign-
ast ekki króann fvrr en rúmum niu
mánuðum eftir giftinguna.
— Hvernig veizt þú það?
— Ha?
) — Ætlar þu að sjá um það?
— Nei, Börkur.
— Það verður auðvitað kirkju-
brúðkaup?
—• Já, iivað heldurðu. Hrönn græt-
úr og Páll spilar á orgelið. Þið meg-
ið gjarna senda ljósmyndara frá
Vikunni!
— Hvernig lizt Þresti á allt þetta
tilstand?
— Hann er sá eini, sem tekur
þetta ekkert nærri sér, finnst þetta
bráðfyndið.
— En Hrönn?
— Henni finnst Dís aldrei hafa
verið sætari.
— Og Börkur?
— Hann er með hjartslátt og
finnst Dís ennþá fallegri.
— Jæja, ég óska ykkur öllum til
h-amingju og bið að heitsa gömlu
tengdamömmu.
— Þakka þér fyrir.
— Við sjáumst þá i kirkjunni.
— Vertu velkominn. ★
Björn Sigurbjörnsson.
Útgefnndi f jfwgrís (ngi
Löngum hafa íslendingar státað af því að
vera feiknamikii bókaþjóð, og fyrir hver jól
lesum við í blöðunum, að hvergi í heimin-
um sé stunduð jafnmikil útgáfustarfsemi og
hérlendis að viðbættum hinum þrautslegna
varnagla: „miðað við höfðatölu".
Blaðaöldin er þó tiltölulega ung og hófst
ekki að ráði, fyrr en landpóstarnir, „frétta-
blöð“ gamla tímans, lögðu niður þjónustu
sina. Síðan hafa ýmsir spreytt sig á blaðaútgáfu, ungir
sem aldnir úr öllum stéttum, með misjöfnum árangri. Böl-
sýnisboðberar hafa jafnvel lieyrzt halda því fram, að
blaðaútgáfa væri álíka vonlaust fyrirtæki og útgerð eða
búskapur, en framkvæmdamenn til lands og sjávar láta
slíkt tal að sjálfsögðu sem vind um eyru þjóta.
Nýlega rákumst við á ungan athafnamann, sem fengizt
liefur við blaðaútgáfu og lögðum fyrir hann nokkrar spurn-
ingar varðandi útgáfustarfsemina. Hann er að vísu elcki
hár í loftinu, enda ekki nema 12 ára gamall, lieitir Björn
og er sonur Sigurbjörns Einarssonar biskups.
— Hvenær hleyptir þu blaðinu af stokkunum, Björn?
-— Það var veturinn 1960. Þá hét blaðið HALLÖ og var
vikublað.
— Hvað var upplagið stórt?
— Allt að því 25 blöð, fjórar til átta siður eintakið.
Ég varð að handskrifa allt saman og hafa kalkipappir á
milli, svo að þetta var töluverð vinna.
— Og kom HALLÓ oft út?
— Fimni sinnum og kostaði eina krónu i lausasölu. Svo
útvegaði ég mér spritt-fjölritara, breytti um nafn á blað-
inu og hækkaði verðið upp i þrjár krónur.
— Vegna gengisfellingarinnar?
— Nei, nei. Viðreisnin hefur alls ekki komið hart niður
á mér!
— Hvað heitir svo nýja blaðið?
— Vikufréttir.
— Nokkuð skylt við Ný Vikutiðindi?
— Nei, alls ekki.
— Hvað starfa margir á ritstjórninni?
— Ég hef aigjörlega séð einn um blaðið, en þó haft
útbreiðslustjóra og ábyrgðarmann. Þeir eru i Háskólan-
um og heita Gylfi Baldursson og Bolli Gúslavsson.
— Óg hvernig hefur þér gengið að safna efni?
— Það hefur yfirleitt gengið ágætlega. Ég hef birt fram-
handssögu og smásögur, sem ég hef skrifað sjálfur. Svo
hef ég gátur og skritlur og ýmislegt fleira.
— Hvað heitir framhaldssagan?
— „Daglegt líf í Reykjavik“.
— En viðtöl?
— Einu sinni talaði ég við flutningabilstjóra niðri við
Framliald á bls. 27.
Þegar Hótel Borg var sett á taggirnar
fyrir rúmum þrjátiu árum, var hótelið
sniðið eftir þvi bezta á meginlandinu, enda
hafði Jóhannes Jósefsson haft gott tæki-
færi til þess að kynnast hótelum á keppn-
isferðalögum sínum.
í þessi þrjátiu ár hefur Borgin gegnt
þýðingarmiklu lilutverki í bæjarlífinu.
Það hafa komið upp nýir skeinmtistaðir
og ný hótel, en „Borgin" hefur alltaf hald-
ið virðuleik sínum og staðið eins og klettur
1 hafinu. Það er einhver virðuleg ró yfir
innréttingu hússins og ef til vill á hún
sinn þátt í því, að ennþá er það mjög fínt
að láta sjá sig á „Borginni“. Vonandi verð-
ur ekki farið að breyta neinu af hinu upp-
runalega útliti hússins og þá mun það einn-
ig halda stöðu sinni í framtíðinni.
Ljósmyndari Vikunnar átti leið framhjá
Hótel Borg um hádegisbilið á laugardegi
fyrir skömmu og tók þá meðfylgjandi
myndir af kalda borðinu, sem alltaf er á
laugardögum. Þeir sem eittlivað teggja upp
úr þeim lifsgæðum, sem er góður matur,
fara gjarna á „Borgina“ í hádeginu á laug-
ardögum til þess að gæða sér á'kalda borð-
inu. Þar kennir margra og góðra grasa.
Þar er ístenzkur matur svo sem hangi-
kjöt, hvalur, harðfiskur og flatkökur og
hefur hann ekki hvað sízt aðdráttarafl á
útlenda ferðamenn, sem gjarna vilja fá
einhverja reynslu af íslenzkum mat. Með-
fylgjandi eru nokkrar myndir, sem teknar
voru við kalda borðið.
Borðið er stórt og það er fat við fat.
Ef menn ætla að sniakka á öllu, er betra
að vera ekki stórtækur á hverjum stað.
Aldrei hafa menn haft aðra eins möguleika að
borða yfir sig. Fyrir ákveðna upphæð.
Hugsa sér hvað þær eiga góða eiginmenn þessar.
Þarna hafa þeir farið út með þær til þess að
njóta kalda borðsins.
á Borginni
VIKAN 21