Vikan


Vikan - 05.07.1962, Blaðsíða 6

Vikan - 05.07.1962, Blaðsíða 6
Það skapast vandamál þegar konan er ráðrík og uppáþrengjandi. Dag nokkurn heimsótti mig ung vinkona mín og kvartaði mikið yfir eiginmanni sínum. — Hann segir aldrei nema hálfan sannleikann og stundum lýgur hann jafnvel, sagði hún óhamingjusöm. Ég þekki þessi hjón mjög vel. Mað- ur hennar er traustur og áreiðanleg- ur og ekki líklegur til skreytni. OF MIKILL KÆRLEIKUIÍ. Hvað gat það verið, sem gat fengið eiginmanninn til að bregða fyrir sig Jivítri lygi? Ég þekkti liana einnig vel, hún var lagleg, góðhjörtuð og vel gefin stúlka, en hversu undarlegt sem það virðist, þá sýndi hún eigin- manni sínum of mikinn kærleika. Það eina, sem hún óskaði sér var að gera hann hamingjusaman og það út af fyrir sig er ágætt. Hún var alltaf tilhúin til að dekra við hann og gerði hreint ekkert ann- að. í góðum tilgangi kæfði hún hann bókstaflega með ástúð. Það var bæði hlægilegt og ergilegt að sjá til hinnar, þegar hún t. d. fyllti kaffibollann hans með ná- kvæmlega réttu sykurmagni, hrærði svo í á eftir, eins og hann væri hjálparlaus sjúklingur. Ætlunin er auðvitað ekki að setja út á svo gott fyrirbæri, sem ástúð í hjónabandinu, en öllu má ofgera, og unga frúin var iöngu komin yfir öll takmörk. Einmitt af þessum ástæðum greip eiginmaður hennar til ósanninda og stundum hreinnar lygi. Hann vildi gera hlutina upp á eigin spýtur, vera hann sjálfur og hafa dálítið olnbogarúm. Til að losna við þreytandi hugs- unarsemi hennar, hlóð hann sér dálítið virki og ef hann varð að beita ósannindum til að fá frið, þá það. ÁSTIN. Sumir karlmenn mundu kannski kunna vel við svona óstöðvandi umhugsunarsemi og dekur, en ekki þessi. Hann var dæmigerður karl- maður. Flestar konur hafa tilhneig- ingu til að eigna 'sér of mik- ið af manninum sem þær elska. MANNINN carabella Yndisþokki næturinnar í carabella... 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.