Vikan


Vikan - 05.07.1962, Blaðsíða 39

Vikan - 05.07.1962, Blaðsíða 39
Palmolive gefur yður fyrirheit um ... AIIKINN YNDISÞOKKA Frá og með fyrsta degi veröur jafnvel þurr og við- kvæm húð unglegri og feg- urri, en það er vegna þess að hið rikulega löður Palmo- live er mýkjandi. Palmolive er framleidd með olívuolíu. Aðeins sápa, sem er jafn mild og mjúk eins og Palmolive getur hreinsað jafn fullkomlega og þó svo mjúklega. Hættið því handa- hófskenndri andlitshreins- un: byrjið á Palmolive hör- undsfegrun i dag. — Lækn- ar hafa sannað hvaða ár- angri er hægt að ná meö Palmolive. Palmolive með olívuolíu er ... mildari og mýkri. with Palmolive Þvoið, nuddið í eina mínútu. Skolið og þér megið búast við að sjá árangurinn strax Mýkri, unglegri, aðdáanlegri húð kjaftinn á þessari litlu ófreskju, sem formaðurinn varpaði siðan fyr- ir borð. Félagar mínir stóðu hljóðir hjá, marhnúturinn hafði þó bitið á öngulinn og verið dreginn og inn- byrtur samkvæmt reglugerðinni. — Þið vitið það víst ekki, að vor- vertíð á Suðurlandi lauk i gær, og í dag ciga allir fiskar frí ... nema marhnútarnir, sem við viðurkenn- um ekki að séu af okkar ætt, heyrð- ist mælt lágum rómi aftur á þiljum. Okkur varð litið þangað, öllurn í senn. . Þar lá þyrsklingurinn sporð- krækti, Haraldardráttur, og stein- þagði. ENN ÚR BEItBEINSSTAÐA ANNÁL. ... Þann hinn sama d^g að kvöldi lagðist fley það, sem fyrr er getið, aftur í vör i Nauthólsvik. Gengu fimm menn frá ijorði, lieldur lot- legir, og mæltu fátt ... HOLAN. Framhald af bls. 11. — Það kemur mér ekki á óvart,, sagði Reed fýldur. Menn eru yfirleitt ekki að velta sliku fyrir sér nú á dögum. Augu hans glóðu undir mikl- um augabrúnunum. — Sko, hrópaði Elder. Mjólkurhvit salamandra skreið klunnalega upp úr pyttinum. — Blind eins og teðurblaka, sagði Reed. Þarna eru líka krabbar, og einu sinni sá ég lítinn gugginn fisk. Hann greip í litlu skepnuna, sem spriklaði milli gildra fingra hans. Lít- ið þér á, það er himna yfir augunum. — Á hverju lifa þær? spurði Elder forvitinn. — Þarna eru skordýr — og litlar köngulær. Hann henti salamöndrunni aftur í vatnið. — Ætluðuð þér ekki að taka með yður nokkur sýnishorn héðan? — Jú, en ekki strax. Enn er ég ekki undir það búinn að segja nein- um frá þessum stað. — Það var rausnarlega gert af yð- ur að leyfa mér að koma með yður. — Ég er svangur, sagði Reed, án þess að hirða um orð Elders. Eigum við aö fá okkur brauðsneið? Við eig- um eftir hálftíma, áður en vatniö tekur að stíga. Hann leit í kringum sig og blótaði. — Hver fjandinn. Mat- arpakkinn varð eftir uppi við bak- pokana. — Við þurfum ekki að borða hérna niðri, sagði Elder. Til hvers væri það? — Ég vil að þér sjáið undrið. Mað- ur sér ekki mikið að ofan. Hérna niðri verður þetta fyrst spennandi — þetta er nokkuð, sem maður sér ekki á hverjum degi. Ég ætla að klifra upp og ná í matarpakkann. — Það get ég gert, sagði Elder. — Kemur ekki til mála, Þér eruð nú einu sinni gestur minn. Hann gekk að reipinu og tók að klifra upp. Elder horfði á eftir hon- um. Það var ekki hægt annað en dást að honum, þetta gömlum. Það voru ekki margir hálfsextugir, sem gátu klifrað upp fimmtán metra langt reipi eins og þetta. Reed var nú kominn upp á brúnina. Hann stóð varlega á fætur og leit niður til Elders. Það var undarlegur svipur á andliti hans. Skyndilega tók hann að toga í reipið. Áður en Elder gat áttað sig á því, hvað var á seyði, var reipið komið úr seilingarfæri. — Halló, kallaði hann gramur. Hvers vegna eruð þér að toga upp reipið? Hæðnishlátur Reeds nísti gegnum merg og bein. — Újá, hvers vegna? — Hvað á þetta að þýða? spurði Eider. Á þetta að vera fyndið? — Ójá, svaraði stóri maðurinn og kroslagði handleggina á brjóstinu. En ég er hræddur um, að yður finnist það ekki fyndið lengi. — Hvað á þetta eiginlega að þýða? —■ Það á að þýða það, kæri Mars- hall, að nú hefur svo óheppilega viljað til, að þér hafið orðið fyrir ömurlegu slysi. Ég bauð yður í smáferð — um gamlar og farnar slóðir. En þér voruð alltof forvitinn, ætla ég að segja. Þér vilduð að við reyndum að stíga eystri vegginn í hellinum. Þar fundum við, okkur til mikillar undrunar, þetta op. Þegar við komum inn, gekk mikið á fyrir yður. Þótt ég bæði yður að fara varlega, fóruð þér of nálægt barminum. Yður svimaði, og áður en ég gat nokkuð aðhafzt, voruð þér dottinn niður í þriggja metra djúpt vatnið. Ég hafði ekkert reipi, Þar sem ætlunin hafði verið að fara að- eins troðnar slóðir. Þér drukknuðuð þegar, og ég flýtti mér héðan, til þess að sækja hjálp. Þegar ég kem aftur ásamt einhverjum fleirum, verður nóg vatn í pyttinum, til þess að sanna orð mín. Eitt andartak gat Elder ekki komið upp hljóði. Loks spurði hann þvögl- mæltur: — En hvers vegna, Reed? Hvers vegna, í almáttugs bænum? Ég hef aldrei gert yður neitt. — Ojú, það er nú einmitt það, sem þér hafið gert. Áður en þér trónuðuð upp með þessa vesölu doktorsgráðu yðar í eðlisfræði, var ég næstum ör- uggur um að fá forsetaembætti deild- arinnar. Þessi bannsett kjarneðlis- fræði ykkar er orðin að goði, sem allir dýrka. — Það er ekki mér að kenna, sagði Elder og reyndi í örvæntingu að harka af sér. Ég bað ekki um að verða út- nefndur forseti deildarinnar. — Nei, en þér báðuzt heldur ekki undan, ef ég man rétt. E’f Þér hefðuð haft einhverja sanngirnistilfinningu, hefðuð þér sagt: „Ég get-ekki þegið stöðuna. Ég á engan rétt á henni.“ — Ég get sagt af mér, ef Þér viljið. Mér finnst nóg komið af þessu. Kastið niður reipinu. Ef þér hafið ætlað að hrella mig, þá hefur það vissulega heppnazt vel En morð er annað mál. — Á pappírnum mun þetta kallast slys. Annað verður ekki hægt að sanna. Þegar þér eruð úr vegi, verð ég aftur fremstur. Karlinn er snarvitlaus, hugsaði Elder í örvilnan. Eina von hans var að hræða hann. — Þér getið þetta aldrei, sagði hann. Ég skil eftir verksummerki, sem koma upp um yður. — Og hvernig það? Ef þér skrifið eitthvað á pappír, verður það ekki læsilegt eftir klukkustundar bleyti. Ætlið þér að rista í klettinn með vasahníf? Þér getið reynt það. En áður en nokkur annar kemur hingað, ætla ég að siga niður og fullvissa mig um, að ekkert geti orðið til þess að koma upp um mig. En ég er vissulega góður við yður. Lampinn á eftir að VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.