Vikan


Vikan - 05.07.1962, Blaðsíða 11

Vikan - 05.07.1962, Blaðsíða 11
Hann átti í vændum hægan dauðdaga - að drukkna eins og fangin rotta. Kalt, svart vatnið ólgaði storkandi, er það náði f ótum hans ... Smásaga eftir Arthur Proges Holan hafði legið i kolniðamyrkri 1 milljónir ára. Nú lék geislinn frá vasaljósi Reeds um djúpið, um gráa klett- ana og drungalegt gapið í miðju. Elder fylgdist með ljós- geislanum og hörfaði aftur burt af gjárbarminum. — Þetta minntust þér aldrei á, sagði hann. Ég hélt við myndum rekast á þetta venjulega — að við myndum troða farnar slóðir •— að þetta væri vel undirbúin ferð fyrir byrjendur. En þetta er sannarlega mikill íundur. — Ég vildi ekki hafa af yður undrunina, sagði Reed gíaður i bragði; og Elder undraðist enn yfir breytingunni, sem orðið hafði á marminurn. I þá tvo mánuði, sem hann hafði þekkt hann, hafði jarðfræðingurinn verið þögull og fráhrindandi. En nú hafði hann skyndilega boðið honum í þessa ferð gegnum Indíánahellana. Hann hafði verið glaður og málugur allan morguninn og sagt alls kyns sögur um hella og þvílikt. Hann var kannski einn þeirra manna, sem ekki lifnaði við, nema hann fengi að tala um áhugamál sin, hugsaði Elder. En engu að síður fannst honum annarlegt, hversu skyndilega framkoma Reeds hafði breytzt. — Þetta er eiginlega fimmta heimsókn mín á þennan stað, sagði Reed og lyfti af sér byrðinni. En auk mín eruð þér eini maðurinn í heiminum, sem fengið hefur að sjá staðinn, Þetta er líka einstakur staður, skal ég segja yður. Pytturinn þarna, til dæmis. Nákvæmlega klukkan þrjú á hverjum degi — eða eftir tvær klukkustundir — byrjar að stíga í honum, þar til vatnið er orðið sex metra djúpt. Ég hef tekið tímann í öil skiptin. Það er fljót eða upp- spretta, sem veldur þessu. Fyrstu sex metrarnir af klett- inum eru algerlega spegilslípaðir. Milljón ára stígandi og sígandi vatn hefur gert þetta að verkum. — Hvað er pytturinn djúpur? — Fjórtán komma átta metrar, kom svarið snöggt. Ég hef mælt það. En við sjáum ekki mikið héðan; eigum við ekki að klifra niður? Ég veit, að þið eðlisfræðingarnir eruð enn minna íyrir dýr en bergtegundir, en niðri í gapinu eru mjög athygiisverðar hvítar salamöndrur — verulega heillandi dæmi um neðanjarðarlífverur. — Hvernig eigum við að komast niður? — Það er ofur einfalt. Ég er með sterkt reipi í pússi mínu. Við bindum það bara um eitt steinkertið og klifrum niður. Getið þér klifrað eftir reipi? Það var ekki laust við háð í rödd hans, og Elder roðnaði við. — Látið ekki blekkjast, Þótt ég sé enginn kraftakarl að sjá, sagði hann heldur hranalega. Ég er mjög liðugur. Honum lá við að segja nokkrar sögur af fjaligöngum sínum, en hætti við. Þetta var ekki hans svið; það tjóaði ekki að reyna að etja kapp við séríræðing. Reed var eí til vill tuttugu árum á eftir tím- anum sem próíessor i jarðfræði -— lé- legur stærðfræðingur, svo eitthvað sé nemt — en hellafræðingur var hann peKktur og virtur. Áhugamaður, með nokkrar einfaldar fjaligöngur á afrekaskrá sinni mátti sín hér heidur lítils. Auk þess var Elder ekkert um rannsóknarferðir neðanjarðar. i->að var ekki beinlínis innilokunarkennd, >,n hann kaus fremur þurra og sólríka Ijaiistinda. Eina ástæðan fyrir því að hann hafði Þegið hið skyndilega boð Keeds, var, að hann vonaðist til þess að það kynni að bæta opinbert samband sitt við Bates College. Elder hafði einróma verið kosinn for- seti náttúruvísindadeildarinnar við skól- ann, og það var von manna, að hann gæti stuðlað að þvi að háskólinn ynni sér aftur þá virðingu, sem hann hafði notið á þriðja tug aldarinnar. Til þessa hafði Reed bókstaflega dregið fæturna á eftir sér, greinilega var honum engan veginn um að láta yngri mann ráða yfir sér. Nú hafði jarðfræðingurinn fest reipið vendilega, sem hann og sýndi með nokkr- um kröftugum kippum. Kraftalegir vöðv- arnir á handleggjum hans herptust sam- an. Maðurinn minnti á björn, hugsaði Elder, stór, sterkur og harðger. — Við skiljum hafurtaskið eftir hérna uppi, sagði Reed, er hann kastaði reipinu ofan af brúninni niður i gapið. Ég tek með kastlampa og nokkrar brauðsneiðax — við fáum okkur bita þarna niðri. Ég þori að veðja, að við erum fyrstu mann- verurnar, sem snæðum i Vitispytti Reeds. Já, ég kalla hoiuna þessu nafni, skiljið þér. Hann tók fram vafning úr nylon úr bakpokanum og batt annan endann við handfangið á luktinni. — Þegar ég er kominn niður, getið þér látið lampann síga. Elder sló honum gullhamra. — Þessi staður verður yður til mikils sóma, eftir að þér eruð orðinn þekktur, Það er álitið, að þessir hellar séu full- kannaðir, en engu að síður finnið þér hulin göng, eða þennan furðupytt hérna. — Það er vegna þess að opið liggur hátt uppi i aðalhellinum. Að neðan virð- ist þetta ekki annað en lítil klettahola, en ekki op að nýjum helli. Það er mikil fyrirhöfn að kliíra upp að munn- anum, svo að enginn hefur lagt þetta á sig, fyrr en ég kom hingað. Allir gerðu ráð fyrir, að lítið væri að finna á eystri veggnum. Nú skulum við leggja af stað, bætti hann snögglega við. Tíminn líður. Hann tók bergöxina úr belti Elders og slöngvaði henni þangað, sem bakpokarnir lágu. Þér þurfið ekki á henni að halda, þessari. Ég er með jarðfræðihamarinn minn. Ég skil ekki eiginlega, hvað þér voruð að gera með þessa öxi. Við getum ekki hoggið neinn við inni í helli. Ég fer á undan. Þér haldið lampanum fram af brúninni. Þegar ég er kominn niður, látið þér hann síga til mín og komið á eftir. í lagi? — Já. Reed seig fram af brúninni, ótrúlega lipur af svo sterkbyggðum manni að vera. Hann hirti ekki einu sinni um að vefja reipinu um annan fótinn, heldur beitti einungis höndunum á leiðinni nið- ur. Áður en varði, var hann kominn niður. — Sendið lampann niður, hrópaði hann. Rödd hans ómaði annarlega niðri í djúp- inu. Elder lét logandi lampann síga hægt niður. Þegar lampinn nálgaðist botninn, iékk hann ljósari mynd af ólgandi pytt- inum, sem náði yfir helming sjónarsviðs- ins. Reed tók lampann, lagði hann á hellisgólfið skammt frá reipinu og sagði: — Nú getið þér komið niður. Það er bezt að þér notið líka löppina, til öryggis. — Ég hef þetta með leik, sagði Elder stoitur. Það angraði hann, að fimmtán árum eldri maður skyldi taka líkamlega yfirburði sína sem sjálfsagðan hlut. Elder beitti öllum kröftum, til þess að geta einungis beitt höndunum. Klettaveggur- inn var skáhall, og það var enginn galdur að komast niður í smástökkum, ekki sizt vegna þess að hann var í íþróttaskóm. Fætur hans námu við hellisgólfið, og hann sleppti reipinu. — Þér eruð lipur, þykir mér, rumdi i Reed, sem virtist hafa misst fyrri við- mótsþýðu sína. — Það er auðveldara að komast niður en upp, sagði Elder vingjarnlega. Ég vona bara, að ég komist aftur upp. — Já, eins og málin standa, er vonin dýrmæt, tautaði hinn. Skapið virtist vera að skána á ný. Nú skal ég sýna yður undrin í Vítispytti Reeds — jurtalif og dýralíf. Hann ýtti Elder fram á brún pyttsins. Hann minnti á eitthvað í sögum Edgar Allan Poe, hugsaði Elder. Svartur og kaldur, fullur af dularfullum ólgu- straumum. — Vatnið kemur inn þarna, sagði Reed og benti á óreglulega holu í klettaveggn- um. Það getur verið að það komi frá fljóti ofanjarðar. Ég er reyndar viss um, að svo er, af því að ég hef rekizt á lauf- blöð og annað hérna niðri, sem hlýtur að koma að utan. Og eins og ég sagði áður, byrjar vatnið að stíga á minútunni þrjú, þangað til pytturinn er orðinn næst- um hálffullur. I fyrsta sinn klifraði ég upp reipið í skelfingu, eins og einhver kjáni. Ég hélt að pytturinn myndi fyllast á augabragði. En sú er ekki raunin hér — vatnið stígur um einn metra á klukku- stund. Hvað snertir klettana hérna, þá eru þeir úr kalksteini og afar mjúkir. Lítið þér á, það er hægðarleikur að brjóta bergið með hamrinum. Það er sýran í vatninu, sem myndar svona katla. — Undariegur staður, sagði Elder. Notalegur líka. I rauninni veit ég sára- lítið um sérgrein yðar. Framhald á bls. 39. VIKAN H

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.