Vikan


Vikan - 05.07.1962, Blaðsíða 17

Vikan - 05.07.1962, Blaðsíða 17
hann hvort henni liöi ekki betur. — Jú, þakka þér fyrir. Mun betur. Þetta hefur verið erfið nótt, svaraði hún. Síðan sagði hún honum frá skurð- aðgerðinni, en fann um leið hve magn- þrota hún var. Hún lét undan siga slakaði á og hana sótti svefn. -— Þú leggur of hart að þér, Eva. Hvíldu þig nú einu sinni vel, og þá líður þetta frá. — Ég er svo hræðilega syfjuð. — Þú getur að minnsta kosti ekki ekið heim eins og þú ert, svaraði hann. Ég held það sé bezt að ég hringi til Grétu og biðji hana að koma. Gréta kom innan stundar. — Hvað gengur að henni, spurði hún. — Uppgefin, sagði hann. Ekkert annað, en það er lika nóg. Geturðu ekki farið með hana inn til þín og lofað henni að sofa meðan hún er að jafna sig. — Sjálfsagt, svaraði Gréta. Ég var fegin því að Þú skildir hringja til mín. Og þótt svefninn væri í þann veg- inn að sigra Evu, veitti hún því at- hygli, að Gréta lagði höndina sem snöggvast á arm læknisins. — Þú litur inn og færð Þér kaffi- sopa, þegar þú hefur tíma til heyröi hún Grétu segja. Eva sá að hann leit á hana þakk- látum augum. Kannski það v|erði einhver alvara úr þessu hjá þeim, hugsaði hún með sér hálfsofandi. Það var dásamlegt þegar Gréta kom henni í rekkju og stjanaði við hana eins og hún væri smábarn. Hún var slíku óvön, en víst var það dásamlegt. En hvað þú ert góð, Gréta mín, sagði hún og henni fannst sem hún væri að tala upp úr svefni. Og heyrðu .. . ég er farin að kunna mun betur við hann, skilurðu. Þetta er eflaust vænsti maður, en honum líður illa.j Gréta vissi fullvel við hvern hún átti. ) , — Það gleður mig að Þú skulir* skilja hann, mæltl hún lágt og stilli- lega. Já, hann er góður maður. En Eva heyrði ekki orð hennar. Hún var steinsofnuð. Veðrið var eins yndislegt og það getur frekast orðið. Sól skein í heiði. Kósirnar í garðinum voru sprungnar út og fylltu loftið áfengum ilmi. En það var líkast því, sem gert hefði ver- ið samsæri gegn henni í því skyni að hún fengi ekki að njóta sumar- blíðunnar. Þegar hún var í þann veg- inn að halda heim, hafði slasaður byggingaverkamaður verið fluttur til sjúkrahússins. Járnbiti hafði skollið á höfuð honum. Hann var viðþolslaus af kvölum.vesalings maðurinn. — Höfuðkúpubrot, hafði Ström læknir sagt. En okkur tekst að bæta það. Það var ótrúlegt hversu miklar Þjáningar maðurinn gat þolað án Þess að bugast að fullu. Maður var vist sterkari fyrir en maður sjálfur hélt; það kom í ljós þegar ekki var nema um tvennt að gera. Hún gekk um, borðaði, sinnti störf- um sínum og svaraði þegar á hana var yrt — eins og í draumi. Það var fyrst og fremst starfið, sem verndaði hana frá að láta bugast. Fyrir það hafði hún ekki tima til að sökkva sér niður í persónulegar áhyggjur og harma; það krafðist jafnvægis og sjálfstjórnar. Hún hafði læst sorg sína inni i leyndustu fylgsnum huga síns. Hún lét sem ekkert væri, reyndi það að minnsta kosti, þótt það væri ekki alltaf leikur. Kaunar var það ekki eins erfitt þegar hún var í sjúkra- húsinu og hún hafði kviðiö. Það var öllu erfiðara þegar heim kom. Þó var erfiðast af öllu að þurfa að mæta augnaráði Lilian. Ef hún hefði ekki verið nauðbeygð til að taka þátt í gleðinni í kvöld ... Hvernig átti hún að geta verið kát innan um hóp karla og kvenna I hátíðarskapi ? Hún hafði leitað allra |undanbragða, meira að segja boðið 15 einni af starfsystrum sinum að taka vörzlu fyrir hana svo hún gæti sótt miðsumarhátiðina. En Hilma hafði ekki viljað heyra á það minnzt. öll- um hafði verið gefiö leyfi sem unnt var að vera án, og Evu hafði meira að segja verið gefið sólarhrings leyfi, vegna þess hve oft hún hafði oröið að gegna næturvörzlu að undanförnu. Þreytt og döpur hélt hún á brott frá sjúkrahúsinu. Hún gekk framhjá varðskýlinu. — Gott sumarveður I dag, sagði gamli varðmaðurinn og kinkaði vin- gjarnlega kolli til hennar. Hún brosti, en fannst sjálfri að það bros væri gretta ein. Henni varð litið á úrið. Það voru tæpar tiu mínútur þangað til strætisvagninn var væntanlegur. Hún gekk hægum skrefum á stöðina. Varð litið á unga manninn sem stóð Þar, klæddur tandurhvítum buxum og ljósgrænum sumarjakka. Fyrst í stað veitti hún honum ekki nánari athygli, sá svo að það var Gustav Lange liðsforingi. Hvað í ósköpunum var hann að gera hérna? Hann hafði komið auga á hana og gekk í áttina til hennar. Brosti. — Góðan dag, Eva, kallaði hann glaðlega. — Góðan dag. . . Þú hefur þó ekki verið að heimsækja neina hér á sjúkrahúsinu ? Hann varð dálítið vandræðalegur. — Nei, ég var bara á gangi og naut veðurblíðunnar, sagði hann. Það var gaman að hitta þig. Ég sé að þú ert ekki með skellinöðruna í dag. Ætlarðu með strætisvagninum? — Já. Lilian ók mér hingað í morg- un. Hún þurfti að skreppa í bæinn. Hún veitti því athygli að það var ekki laust við að hann roðnaði. — Getum við ekki gengið þennan spöl, spurði hann. Þú ert kannski að flýta þér? — Alls ekki. Ég lofaði Súsönnu því að koma með henni að brennunni i kvöld. En það er löng stund þangað til, svo ég hef nægan tima. — Klukkan er ekki nema rúmlega þrjú. Þú getur farið með strætisvagn- inum, sem fer klukkan fjðgur af torginu. 1111 — Já. Hann ekur að visu ekki alla leið heim að Fosshlið, svo ég verð að ganga nokkurn spöl, svaraði Eva. En í þessari blíðu munar mig ekki um það. Reyndar ætti ég kannski að hraða mér heim að hjálpa Lilian. Hún hefur áreiðanlega haft mikið að gera í dag. bætti hún við. — Hún hefur víst lokið því þegar af að miklu leyti, svaraði hann. Krist- in hefur verið henni til aðstoðar í allan dag, og það munar um hana. — Hvernig veiztu það, spurði hún undrandi. — Ég hitti hana sem snöggvast fvrir stundu síðan. Hún var að koma út úr búð. hlaðin bögglum. Hann hló við. að því er henni fannst að tilefnislausu. Svo nam hann staðar og tók um jasmínugrein, sem teygði sig út yfir múrvegginn. ■— Finndu hve hún iimar .... Hann var ekki eins og hann átti að sér. fannst Evu. Það var eins og hann hefði ekki hugmynd um hvað hann ætti að segja. Og Þegar hann fór allt í einu að segja henni sögur úr herbúðunum, var frásögnin upp- gerðarleg. Þvi næst þagnaði hann við og varð þungt hugsi. Það leyndi sér ekki að hann var að glíma við eitt- hvað, sem honum virtist torvelt við- ureignar; eitthvað miður þægilegt. Hann var ekki eins öruggur I fram- komu og sjálfumglaður og hann var vanur. Henni fannst hann mun skemmtilegri fyrir bragðið. Henni var það ekki heldur neitt ógeðfelt að mega ganga Þarna þegjandi við hlið honum og láta hann annast viðræðurnar fyr- ir þau bæði. Hún varð sífellt sannfærðari um að hann hefði verið að bíða eftir henni á strætisvagnstöðinni. En hvers vegna? Það hafði hún ekki minnstu hugmynd um. Átti hann kannski eitt- hvert erindi við hana? Þau voru komin niður í bæinn, og anganin frá rósunum í görðunum barst að vitum þeirra. Hliðin að skemmtigörðunum höfðu verið laufi skreytt, allir voru spariklæddir fyrir kvöldið og í hátíðarskapi. — Finnurðu ilminn af birkilaufinu, varð honum að orði; en það var ekki eins og hann spyrði, heldur eins og hann talaði við sjálfan sig. Jóns- messunótt, mælti hann enn. Þá á maður að ganga um engið með þeirri, sem maður ann ... vefja hana örmum, Þegar sólin kemur upp . . . Rödd hans var allt í einu blandin slíkri beiskju, að hún vissi ekki hverju hún skyldi svara — eða hvort hann ætlaðist til þess að hún svaraði. Aftur á móti áttu orðin, sem hann mælti, svo vel við hennar eigið hugarástand, að tár komu í augu henni. Því virtist hann þó ekki veita athygli, sem betur fór. Þau gengu þögul um hríð, og henni fannst sem eitthvert samband hefði myndazt með þeim, vegna þess að þau voru bæði óhamingjusöm. Kannski hafði hann líka orðið fyrir einhverjum vonbrigðum, þótt ótrúlegt mætti kallast, eins aðlaðándi og hann var. Hví í ósköpunum hafði hún ekki orðið ástfangin af honum í stað.. . Hann var þó frjáls. Nei, aldrei... hvíslaði einhver rödd hið innra með henni. Aldrei meðan Einar er á lífi. En Einar unni Lilian og gat notið hennar? Þau gengu gegnum garðinn um- hverfis ráðhúsið. Strætisvagnastöðin var þar á torginu. Gustav Lange nam skyndilega staðar. — Ég veit að ég er þér eingöngu til leiðinda, sagði hann. Því í ósköpunum segirðu mér ekki að fara norður og niður, bætti hann við. Hún fann til innilegrar samúðar með honum, þegar hún sé örvænting- una í augum hans. — Þú ert mír síður en svo til leið- inda. Og Þegar allt kemur til alls, geri ég ekki ráð fyrir að ég sé sjálf svo ýkja skemmtileg þessa stundina. Hann virti fyrir sér hafmeyjuna, sem sat við gosbrunninn, en lét sem hann hefði ekki heyrt svarið. — Steinn er steinn, tautaði hann annars hugar. Svo áttaði han;i sig. — Ég fylgi þér á stöðina, sagði hann. Hún kenndi innilega í brjóiti um hann. Hún gat ekkí yfirgefið tann í þessu skapi. — Þú getu: komið heim m-j mér. Þau koma v jt ekki heim fyrr en um áttaleyt’ð, en ekki ætti Það að vera okkur iakara. Við ættum meira að segja að geta l'ylgzt að við brenn- una 1 kvöld. Þótt Súsanna litla verði með okkur, þá gerir það ekki neitt til, enda verðum við að skila henni heim von bráðar. — Ég haf oi eiginlega ekki hugsað mér að verða við brennuna í kvöld . . . — Hvað hefur gerzt? — Ekkert. Ég er bara í slæmu skapi, Framhald á bls. 28. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.