Vikan - 05.07.1962, Blaðsíða 20
Dr. Matthías Jónasson: 1 I I k J Sálkreppur og sálgreining
rilN
DIMMA
ÞRA
UM LEIÐ 0G BANNORÐIÐ HLJÓMAR,
OPNAST FREISTARANIJM LEIÐ INN
í HUG OG TILFINNINGAR.
Forboðnir ávextir.
Syndin er frá upphafi samofin sköpunar-
verkinu. HiS skyggna skáid, sem orii sköpun-
argoösögn 1. Mósebókar, dregur þetta fram í
táknrænni mynd af trjánum tveim, sem bera
girnilegri ávexti en önnur tré. En ávexti þeirra
ætlar guð sér einum. Einber dauðinn liggur
við því, að maðurinn neyti þeirra. Þessi skelfi-
lega ógnun gerir bannið að freistingu. Þar með
er geð mannsins klofið. Þegar hann svo liefur
neytt ávaxta skilningstrésins, ásannast það,
sem freisarinn i brjósti hans hafði livislað:
Hann liefur færzt nær guði að þvi leyti, að nú
kann hann skil góðs og ills.
Þessi þáttur sköpunarsögunnar endurtekur
sig i hverjum eiustaklingi. Bannið magnar
freistinguna og verður þannig frumskilyrði
syndarinnar. Þannig vaknar sektarvitundin
með barninu ungu. í fyrstu etur það að vísu
áhyggjulaust af ávöxtum aldingarðs síns, en
smám saman verður því ljóst, að einmitt lost-
ætustu ávextirnir eru forboðnir. Ástríðan i þá
nautn, sem ásköpuð kynliæfni þess veitir,
blandast beiskri sektarkennd, sem getur aftur
að sínu leyti beint athygli barnsins um of að
ástriðunni, svo að þvi virðist allir ávextir
bragðdaufir hjá þeim, sem hún teygir sig eftir.
Sá guð, sem setur bannið á okkar tíð, er
hin svokallaða siðmenning. Við megum ekki
leggja of þrönga merkingu í siðmenningarhug-
takið. Frumstæð samfélög hafa sina trú éða
hjátrú og með henni siðakerfi sitt. Og öllum
siðakerfum er það sameiginlegt að setja bann
við kynatferli liarnsins. En þekkingin á þætti
kynþrárinnar i þróun og skapgerð einstaklings-
ins liefur vexið mjög á síðustu áratugum og
opnað okkur sýn inn i orsakatengslin milli
röskunar í kynþróun barnsins ungs og marg-
víslegra geðrænna kvilla, sem þjaka einstak-
linginn siðar á ævinni.
Til þess liggja gild rök, að menningarsam-
félag setur kynhvöt ungmennisins ákveðnar
skorður. Hún felur i sér æxlunarhæfnina, sem
varðveitir ódauðleika mannkynsins. En vegna
þess að hvert barn þarfnast forsjár og upp-
eldis, lieimtar hin verkfæra kynslóð, að æskan
lifi ströngu skírlífi, þangað til hún hefur náð
fullum þroska og getur séð afkvæmi sínu far-
borða. Sú krafa er eitt elzta siðaboð mann-
kynsins, og enn i dag ber siðavitund okkar
glöggt svipmót hennar. í daglegu tali nefnum
við t. d. kynferðislegt misferli „siðgæðisbrot“,
enda þótt nútíma siðgæði grípi auðvitað yfir
miklu viðara svið.
Utan við liið löghelgaða form, sem staðfest
er í kynþroskavígslum og brúðkaupssiðum,
fellur kynlíf undir bann og fordæmingu. Þannig
voru reistar skorður við agaleysi frumstæðrar
kynhvatar. Samt þykja þær þvi aðeins örugg-
ar, að barninu ungu sé tamið að viðurkenna
þær, löngu áður en það kennir þeirrar ástríðu,
sem fylgir þroskaðri kynhvöt. Þess vegna er
barnið allt frá frumbernsku þjálfað yið af-
neitun kynlífs sins. Foreldrar telja það barn-
inu öruggasta vernd að alast upp eins og kyn-
laus vera, þangað til það hafi náð fullum
þroska og undirgengizt þau hefðbundnu form,
sem samfélagið setur samgangi kynjanna.
Afbrýði 0(i sektarvitund.
Frumhvatir mannsins breytast ekki, þótt þær
á ytraborði taki á sig annan blæ. Hungrið sker
hinn siðfágaða jafn sárt og villimanninn; fárra
daga svelti myndi vekja lionum óstjórnlega
græðgi. Á sama hátt bregzt kynhvötin við.
Við getum talið barninu trú um að hún sé
óhrein, á hana megi ekki minnast né gefa
henni gaum, ncma þá til að verjast freisting-
um liennar. Þráin eftir ást bærist eigi að siður
i eðli þess, og vonbrigðin æsa hana, rétt eins
og liungrið æsist við að missa af fæðunni. Um
leið og bannorðið liljómar, opnast freistaran-
um leið inn í liug og tilfiuningar barnsins.
Þetta er i fáum orðum sagt bakgrunnurinn
að þeirri skoðun Freuds og annarra sálgrein-
ingarsinna, að barnið sé haldið kynþrá til
ósamkynja foreldris sins. Af ósjálfráðri og
raunar ómeðvitaðri þrá dregst sonur að, móð-
ur og dóttir að föður. Barnið gerir sér auð-
vitað enga grein fyrir raunverulegu markmiði
þrár sinnar né heldur þeim lögmætu hindr-
unum, sem standa framgangi hennar i vegi.
Það leitast aðeins við að fullnægja henni,
rétt eins og það leitar hungri sínu saðningar.
En fyrr en varir smýgur vitundin um bann-
ið inn í hug þess. Stundum gerist það smám
saman, í hljóðlátum, síendurteknum vonbrigð-
um, en það getur lika gerzt i hörðum árekstri
við raunveruleikann. Harald Schjelderup, pró-
fessor við Oslóarháskóla, rekur sjúkdómssögu
taugaveiklaðs manns. Fyrstu árin ólst drengur-
inn upp með móður sinni einni, konu i góðum
ástæðum, sem gat helgað sig uppeldi hans.
Þannig naut liann óskipts ástríkis hennar, svaf
jafnvel í rúmi hennar. Einn góðan veðurdag
kom svo faðir hans heim, eftir áralanga dvöl
erlendis. Drengurinn þóttist finna strax, að
móðirin fjarlægðist hann, en sinnti í öllu föð-
urnum, enda varð hann nú að flytja úr her-
bergi hennar og sofa einn. Hann reyndi að
skriða undir sæng hennar á nóttunni, en fað-
irinn vísaði honum burt með harðri hendi.
Greinileg taugaveiklunareinkenni komu brátt í
ljós, svo sem stam, þvaglát, hræðsludraumar,
og ágerðust með aldri drengsins. Þegar dreng-
Framhald á bls. 27.
20 VIKAN