Vikan


Vikan - 23.08.1962, Síða 4

Vikan - 23.08.1962, Síða 4
Telpubuxiir í öllum stærðum og fjölbreyttu litaúrvali. Biðjið um buxurnar frá 8PARTA Borgartúni 8. — Sími 16554. í Óperettur... Kæri Póstur. Við hlustuðum ó Lög unga fólks- ins á þriðjudaginD 10. júlí, sem var ekki annað en óperettur og sinfóni- ur og svoleiðis drasl, sem gamla fólk- ið hefur yndi af. Er ekki nóg að hafa óperettur á hverju kvöldi, svo að þurfi ekki að klessa þeim í Lög unga fólksins líka? Okkur finnst þegar á annað horð er verið að leika lög fyr- ir unga fólkið, að eigi að spila al- mennileg lög. Hvað finnst þér? Þökkum þér fyrir allt. SkuUur. -------Auðvitað á að spila al- mennileg lög — hver er ekki sam- mála því? — bara: hvað eru al- mennileg lög? Það er annars und- arlegt: þeir, sem hlusta vilja á dans- og dægurlög, virðast aldrei heyra dans- og dægurlög í útvarp- inu, heldur sífellda óperutónlist og sinfóníuvæl og þeir, sem vilja hlusta á klassíska tónlist, þeir heyra bó‘kstaflega ekki annað en dægurlagagarg og þora ekki að opna fyrir útvarpið. Sannleikur- inn er sá, að líklega fá báðir hóp- ar skynsamlegan skammt af sínu — nöldrið er bara orðið svo ríkt í fólkinu, að það gleymir að njóta þess, sem því býðst. En, eins og ég hef bent á oft áður, þá geta fæstir talað munni fjöldans. Þetta uppátæki útvarps- ins hlaut að fá á sig harða gagn- rýni. En þeir, sem þessa njóta hafa bara ekki fyrir því að skrifa blöðum og tímaritum og þakka það, sem gott er. Líklega er það nú satt hjá „Skutlum" — það má ofgera unga fólkinu með háklassík. Ef það vill ekki hlusta á góða tónlist, er það sízt leiðin til að kenna því að meta hana, að troða henni upp á unglingana. Þarna verður held- ur að beita einhverjum betri brögðum — og þetta finnst mér heldur ómerkilegt bragð hjá Rík- isútvarpinu, ef unga fólkið á allt í einu að fara varhluta af eftir- lætisgaulinu sínu. Áætlun ... Kæri Póstur. Geturðu ekki bent Strætisvögnum Reykjavíkur á að hafa i hverju bið- skýli áætlun yfir ferðir ailra stræt- isvagna, sem stoppa við skýlið. Á slíkum töflum ætti að standa brott- ferðartími vagnsins frá torginu og á- ætlaður tími vagnsins við biðskýlið. Þetta yrði vafalaust til mikilla bóta. Að visu er eitthvað í þessa átt í meiriháttar biðskýlum, en það mætti hafa þetta miklu nákvæmara og þar af leiðandi þægilegra. Strætisvagnafarþegi. Laugardalur í öldudal? ... Kæri Póstur. Getur þú frætt mig á einu? Hvaða aðilar eru það, sem sjá um íþrótta- mótin? Það er talað um, að frjálsar íþróttir séu í öldudal, talað um, að við getum ekki einu sinni unnið Dani lengur o. s. frv. En hvað um framkvæmd mót- anna? Er hún ekki í hyldjúpum öldudal líka? Ég var einn hinna mörgu, sem leið sína lögðu inn á Laugardalsvöll 17. júní síðastliðinn, og ég var einn hinna fáu, sem þrauk- uðu mótið á enda. Það getur verið, að við eigum ekki marga afreksmenn á hlaupabraut- inni eða í kasthringnum, en við virðumst eiga úrvalslið til þess að taka að sér sleifarlega framkvæmd frjálsíþróttamóta. Ég fullyrði það, að Sautjánda júni mótið var stein- drepið með lognmollulegum rolu- hætti mótsstjórnarinnar. Þetta var allt öðruvlsi í gamla daga. Þá þurfti engum að leiðast á vellinum, jafnvel þótt afrekin væru ekki alltaf upp á marga fiska. Einn af Melavellinum. ---------Það eru auðvitað margir aðilar, sem sjá um hin ýmsu íþróttamót, en réttast fyndist mér að beina skeytunum til íþrótta- sambands Islands, sem ætti vissulega að hlutast til um, að framkvæmd þessara móta verði ekki svona „roluleg“ eins og raun ber vitni, því að bréfritari hefur vissulega lög að mæla. „DruIlusokkar“ ... Iíæri Póstur. Einhvern tíma man ég eftir því, að einhver skrifaði þér um það, að banna ætti að hafa snjódekk á bíl- um, þegar ekki væri snjór, eða a.m.: k. um sumartimann, og eru það vissulega orð að sönnu. Þessi fjár- ans snjódelck þeyta svoleiðis mölinni framan á bílana, sem á eftir keyra, að það væri sama og dauðadæming að aka um vegi landsins í opnum bíl. Verst eru tvöföldu dekkin á stóru bílunum — þau geta krækt í stóra hnullunga og slöngvað þeim aftur rir sér, þegar minnst varir, og er vissu- lega mesta mildi að slíkt hefur ekki valdið slysum, heldur aðeins illa dælduðum bílum og brotnum fram- rúðum. Ég vil þvi fara þess á leit við Bifreiðaeftirlitið, að skylda hvers bílstjóra sé að hafa hlíf aftan við dekkin á bílum sínum, eða svonefnda „drullusokka". Reyndar kemur þetta ekki fyllilega í veg fyrir allt grjót- kast, en það er þó til ótrúlega mik- illa bóta. Ég vona, að menn taki þessum til- mælum minum vel og reyni að breyta til batnaðar. Með kærri kveðju. Láki Láka. Tillaga úr sveit . . . Minni-Ólafsvöllum, Skeiðum. Iíæri Póstur. Mig langar fyrir hönd flestra sveitamanna að svara „reiðri móð- ur“, sem skrifaði í 28. tbl. 12. júlí 19G2, þar sem hún hneykslast á, að ekki sé borgað með sjö ára gömlum börnum frá Reykjavík, sem foreldr- ar vilja koma i sveit á sumrin. Vikan hefur að vísu svarað að nokkru leyti þessu bréfi, meðal ann- ars bent á, að börnin gangi ekki sjálfala i sveitinni. Það er nú ekki ástæðan, því að sjö ára barn borð-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.