Vikan


Vikan - 23.08.1962, Page 11

Vikan - 23.08.1962, Page 11
■ Tómstundum sínum verja menn á ýmsan hátt; einn skrifar, annar les. 1 stóru timburhúsi vestur á Stýrimannastig í Reykjavík á sér stað nokkuð sérkennilé'g líknar- og mannúðarstarfsemi, sem er tiltölulega ung að árum hér’endis, en hefur um alllangt skeið ver- ið rekin með talsverðum hlóma víða erlendis. Hér er um að ræða starfsemi Verndar, en svo nefnist félagáskapur einn, er hefur það helzt á stefnuskrá sinni að leiðbeina og hlúa að þeim ógæfusömu einstaklingum, er komizt hafa í kast við lög og rétt og bíð.a dóms eða hafa lokið við að afplána refsidóma. Reynt er eftir megni að verða þessu fólki að liði, veita því fatnað, fæði og húsaskjól eftir þörfum og lijálpa þvi til að fá atvinnu og annað, er stuðlað getur að því, að það gerist aftur góðir og gegnir þjóðfélags- borgarar að ípkinni refsivist. Svo merku og göfugu starfi er hér unnið að, að ástæða er fyrir a’la þá, er bera hag og heill þjóðarheildarinnar fyrir brjósti sér, að gefa því fullan gaum. Afbrotamönnum hafa lengstum verið allar bjargir bannaðar hér á landi, og hafa þeir átt sér fremur litillar viðreisnar von, sem á ann- að borð hafa ratað í þá hörmulegu ógæfu að v.rða brotlegir við lög landsins. Fólk hefur litið þá liornauga, varazt að hafa við þá mikil mök, í stuttu rnáli sagt bolað þéim út úr mannlegu samfé.agi. Almenningi hefur gleymzt, að í hópi þessara manna leynast oft hin beztu mannsefni, sem svo lítil jjjóð, sem við íslendingar, hefur ekki efni á, að fari forgörðum vegna skeytingarleysis og skilningstregðu. Slyppir og snauðir menn, sem aftur eru orðn- ir lrjálsir eftir langa dvöl í fangelsi eða betr- unarhúsi, hafa oft á tíðum misst það, sem þeim er dýrmætast af öllu. Þeir hafa glatað virðing- unni fyrir sjálfum sér og týnt trúnni á lífið og mennina. Ættingjar og vinir hafa í mörgum til- fellum snúið við þeim baki. Og lifið er þeim andhverft á ýmsan hátt. Þegar svo er í pottinn búið, er æði oft hætta á, að illa fari. Þreyttir og vonsviknir Ieita menn í fornan félagsskap, láta reka á reiðanum og áð- ur en þeir vita af eru þeir orðnir enn á ný brot- iegir við lög og landsrétt og sama saga endur- tekur sig. Það er einmitt hlutverk Verndar að koma í veg fyrir slíkar sorgarsögur. Þessum mönnum réttir Vernd hjálparhönd, leitast við að gefa þeirn kjark og nýja von og reynir að gera þeim ljóst, að því fer fjarri, að þeir séu nokkrir svart- ir sauðir, sem munu sæta eilifri útskúfun, held- ur breyzkir menn, sem liafa misstigið sig á braut- um lífsins, eins og alla getur hent. Vikan fagnar tilkomu Verndar og vonar, að henni verði langra og giftudrjúgra starfsdaga auðið. Til að gefa lesendum sínum gleggri og greinarbetri mynd af þessari gagnmerku starf- semi, brá fréttamaður blaðsins sér eigi alls fyr- ir löngu vestur á Stýrimannastíg 9, þar sem Vernd hefur aðsetur. Naut hann þar gestrisni frú Þóru Einarsdóttur, formanns Verndar, og Skúla Þórðarsonar, frainkvæmdastjóra félags- ins, sem kynntú honum starfsemina. Skoðaði fréttamaðurinn liúsið undir leiðsögn frúarinnar og fannst mikið til um, hve vel og smekklega það er úr garði gert. Er það búið nýjum og veglegum húsgögnum, sem velviljaðir aðilar hafa fært félaginu að gjöf, mestur hluti þess er ný- málaður, herbergi öll í góðu ástandi og umhirðu og svo mætti lengi telja. Er ekki að efa, að þarna er þeim ógæfumönnum, sem gist hafa Litla- Hraun búinn hinn ákjósanlegasti griðastaður, áður en þeir leggja út í lífsbaráttuna á nýjan leik, væntanlega með þá ósk í huga að gerast nýir og betri menn. Að lokum fékk fréttamaðurinn tækifæri tii að ræða lítilæga við frú Þóru og varð hún góðfús- lega við þeirri ósk, að svara nokkrum spurning- um, scm lagðar voru fyrir hana varðandi Vernd og starfsemi hennar. — Hver voru tildrögin að stofnun Verndar og hver er tilgahgur félagsins? — Frumkvæðið að stofnun Verndar kom frá Kvenréttindafélagi íslands, en á fundi þess fé- lags var flutt érindi um fangahjálp og aðstoð við dæmda menn. Erindið vakti slíkan áhuga félagskvenna, að kosin var nefnd, nánar til tekið hinn 28. mai 1959, til að vinna að stofnun sam- taka, sem hefðu það einkum á stefnuskrá sinni, að hjálpa þvi fólki, sem brotlegt hefur gerzt við refsi.öggjöf landsins. Á stofnfundinum gengu þegar um 80 manns i samtökin og hefur með- limum í félagssamtjkunum Vernd síðan fjölgað stöðugt. — Er Vernd þá félag áhugasamra einstakl- inga? — Nei, ekkert frekar. Vernd eru samtök ein- staklinga, félaga og fyrirtækja, sem greiða ár- legt gjald til samtakanna og halda þeim þannig uppi. Samtökunum er einnig ætlað að hafa nána samvinnu við opinber stjórnarvöld, stofnanir og einstaklinga, sem leggja vilja þessu þarfa mál- efn lið. — Eru samtökin kannski að einhverju leyti rekin á vegum hins opinbera? — Það verður tæplega sagt. Að visu veitir ríkið okkur 170 þúsund króna styrk á ári hverju og bærinn greiðir sem svarar húsaleigu fyrir hús það, sem starfsemin er nú í. Að öðru leyti verður Vernd að bjarga sér á eigin spýtur og er það oft býsna erfitt, því að skjólstæðingar hennar eru yfirleitt slyppir og snauðir, er fanga- vist þeirra er lokið og verður Vernd þá að hlaupa undir hagga. Þess má svo geta úr því að við er- um farin að ræða fjárhag Verndar, að auk þeirra einstaklinga, félaga og fyrirtækja, sem eitthvað liafa látið af hendi rakna, hafa allmörg bæjar- félög veitt okkur álitlega fjárstyrki. Allt er þetta þegið með þökkum, en betur má ef duga skal, og væri óskandi að fleiri aðilar sýndu okkur slikan skilniug. — Hvernig er það, frú Þóra. Ekki hófuð þið starfsemina strax hér á Stýrimannastíg 9? - — Nei, — í fyrstu leigðum við húsnæði i Að- alstræti 18 og var það einungis skrifstofuhús- næði. Auðvitað var það alls kostar ófullnægj- andi og kom íljótlega að þvi, að félagið tók á leigu húsið Stýrimannastíg 9 með hjálp bæjar- ins. Skapaðist þar aðstaða til að taka á móti dvalargestum, fyrrverandi föngum, sem koma af Litla-Hrauni og koma undir þá fótum á nýjan leik. — Hvernig liagið þið nú þessu líknarstarfi ykkar hér? — Hér tökum við á móti mönnum, sem hiða dóms eða liafa nýlokið refsivist en eiga hvergi alhvarf, — fyrst og fremst þeim, er afp.ánað hafa. Þessum mönnum veitúm við húsaskjól og mat og fá þeir livort tveggja ókeypis fyrsta hálfa mánuðinn eftir að þeir koma úr fangels- inu, — dveljist þeir lengur hér, verða þeir að greiða 60 krónur í dvalarkostnað fyrir hvern dag, scm framyfir er. Við önnumst einnig margs konar aðra fyrirgreiðslu fyrir skjólstæðinga okkar, — látum þeim til dæmis í té ókeypis fatn- að, veitum þeim ýmsa persónulega þjónustu, sjá- um þeim fyrir læknisaðstoð, en f.estir hafa þeir glatað sjúkrasamiagsréttindum, reynum að út- Frainhalii á bls. 37. VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.