Vikan


Vikan - 23.08.1962, Síða 14

Vikan - 23.08.1962, Síða 14
MARGRÉT HEFÐI GEFIÐ DÓTTUR SINNI MÁNANN, EF ÞAÐ HEFÐI YERIÐ HENNI MÖGULEGT. EN VAR ÞETTA SAMBAND MILLI MÓÐUR OG DÓTTUR ÞEIM TIL NOKKURS GÓÐS? Margrét Sheridan stanzaði og leit aðdáunarfull á græna kjólinn i glugganum. Hann væri einmitt eitt- hvaS fyrir Sallý, sem hafði þetta gyllta hár, sem liðaðist svo fallega á bak við litlu eyrun hennar. Og tindr- andi bláu augun hennar. En kjóllinn var dýr, og heilbrigð skynsemi henn- ar sagði henni, að bezt væri að bíða með allt slikt, þar til Sallý hefði lokið námi sínu. _ En þó! Augu frú Sheridan Ijóm- uðu við tilhugsunina. Hún hafði hugsað allt nákvæmlega út. Hún og Sallý áttu að fara i eitt mesta ferða- lag lífs þeirra og dvelja í einn mán- uð á bezta gistihúsinu i Torlea á — Ó, mamma! Þú ert alltaf að hugsa um munað til handa mér, sagði Sallý og hló háíf mæðulega. — Heyrðu, ég hitti Myru Hallis i dag. Og geturðu ímyndað þér annað eins, mamma hennar og pabbi ætla að taka hana með sér í sex vikna ferðalag. Er hún ekki heppin? Frú Sheridan brosti. Eftir einn mánuð myndi Sa lý ekki öfunda Myru lengur. — Það hlýtur að vera dásamlegt, hélt Sallý áfram full löngunar, — að geta keypt það, sem mann langar í, ferðast þangað, sem maður vill, og hvenær sem er. Hún hætti snögglega og fylltist blygðun. — Ó, mamma, ég átti ekki við að ég MÆÐG- URNAR SMÁSAGA EFTIR CLAIRE RITCIIIE suðurströndinni. Sallý skyldi fá eins mikið af sól og sjávarlofti, dansi . . og nýjum kjólum og hún vildi. Og alit þetta átti að koma henni á óvart, þegar hún lyki við skólann. þar sem hún hafði verið síðustu tvö árin að læra hraðritun, vélrit- un og tungumál. Ógleymanlegt ferða- iag, áður en alvara lifsins byrjaði. Frú Sheridan brosti hamingjusöm og flýtti sér heim. Eftir aðeins fáar vik- ur væri Sallý tilbúin, og þá fengi hún að hcyra tíðindin. Sallý var enn ekki komin, þegar hún kom lieim. Hún bjó til mat fyr- ir sig og fór svo að skoða tizkublað. Hún sá Sallý fyrir sér i ö lum falleg- ustu kjólunum. Og þarna var svo faliegur lítill og hvítur skinnfeklur. Frú Sheridan var niðursokkin í hugsanir sínar um nýju fötin henn- ar Sallýjar, og allt í einu voru tvæi hcndur lagðar utan um hálsinn á henni. — Sæt, mamma! Þú ert þó ekkj að hugsa uiii að fá þér minkafeld fyr- ir veturinn? Eða er það jiessi fal- legi kvöldkjóll, sem þú hefur fallið fyrir? — Hvorugt, sagði frú Sheridan og lagði frá sér blaðið. •— Ég læt mig bara dreyma, eins og vanalega. Ég var bara að athuga, hvað mig lang- aði til að kaupa handa þér. væri óánægð eða þess háttar. En þú hlýtur að sjá, að það er dásamlegt. En frú Sheridan gleymdi fljótlega Hallisfjölskyldunni og ferðalagi þeirra. Hún hafði of margar falleg- ar ráðagerðir að hugsa um. Og þess vegna kom það henni svo á óvart, þegar frú Hallis kom allt í einu í heimsókn. Margrét Sheridan hafði þekkt Jenný Hallis í mörg ár, en þær hittust sjaldan nú orðið. Ric- hard Hallis átti stóra burstagerð fyr- ir utan borgina og hafði byggt sér fa’legt einbýlishús, sem gekk undir nafninu „Hallishölíin“. Frú Hallis var í góðum lioldum, örlítið annt n, hafði tvær hökur, hjartanlegan hlát- ur og var svolítið veik fyrir skart- gripum. Hún andvarpaði um leið og hún settist í snjáða körfustólinn hennar frú Sheridan. — En hvað það er vistlegt og heimilislegt lijá þér, Margrét. Og um leið leit hún yfir fátæklegu lu’is- gögnin í stofunni. — Ég he!d þvi fram, að lítið hús sé miklu skemmti- legra en stórt, eins og okkar. Við æilum nú að loka þvi um tima og fara í ferðalag. _ Já, Myra var að segja Sallý, að þið ætíuðuð að takast langa ferð á hendur. Hvert hafið þið hugsað ykk- ur að fara? — Ó, það eru svo margir staðir, Framhald á bls. 34.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.