Vikan


Vikan - 23.08.1962, Síða 18

Vikan - 23.08.1962, Síða 18
Þar sem áður var góðborgaraleg ibúð á Skóla- vörðustig 23, eru nú salarkynni með framancli blæ. Þar er lágt undir ioft og allir veggir klædd- ir litlausum striga, nema endaveggir, sem end- urspegla hvor annan og umhverfið. Á veggjum horfast í augu íslenzkar lieimasætur torfbæja fyrri alda og franskar hofróður úr glæstum sölum Versála. Til að auðvelda kynni þessara ólíku kynsystra lýsa risastórar kínverskar lugt- ir, sem nema næstum við gólf, en nútiminn á þarna fulltrúa í lágum bekkjum og litsterkum sessum. Og sem sameiningartákn allra alda, eru barna höggmyndir náttúrunnar, brimsorfnar viðarrætur. En Fratkland er ekki aðeins miðstöð tízk- unnar og kvenlegs yndisþokka í íburðarmiklu hirðlífi fyrri alda, segir frú Andrea Oddsteins- dóttir, sem rekur tízkuskóla í bessum smekk- legu húsakynnum. Nú á tímum kemur allt, sem máli skiptir í tízku og snyrtingu frá Frakklandi, og þess vegna fór frú Andrea til Parísar til að læra það vandasama verk, að kenna dætrum islenzku bændaþjóðarinnar franskan þokka. — Og hver eru aðaleinkenni hans? spyrjum við frú Andreu. — Það hefur mörgum reynzt erfitt að skil- greina. En hreyfingar franskra kvenna eru þrungnar kvenlegum yndisþokka, og það er ernmitt það kvenlega, sem ég mun reyna að draga fram í fari nemenda minna. Öryggi er nauðsyn- legt í hreyfingum, en það má ekki yfirgnæfa kvenlega hlédrægni. —• Hvað heitir skólinn, sem þér sóttuð í París? — La Nouvella Ecole de Mannecpiin de Paris, en forstöðukona hans er liin heimsfræga sýn- ingarstúlka Lucky. Á þessum skóla voru, auk franskra stúlkna, konur frá márgum þjóð- um. Mér var einkar vel tekið þarna, en ég tók þátt í ýmsum greinum, þar sem ég æt'aði að leggja fyrir mig kennslu. _ Hvað finnst yður aðallega til lýta í fari íslenzkra stúlkna? — Það er auðvitað misjafnt, en margar ung- ar ís’enzkar stúlkur hafa ekki fágaða framkomu, það fer svo mikið fyrir þeim. Þær tala of hátt og hreyfingar þeirra eru óheflaðar. Margar þeirra eru lika alltof mikið máiaðar. Látum hina miklu augnamálningu vera, það er tízku- fyrirbæri, sem á fullan rétt á s'r. Það er auð- vitað misvcl gert hjá þeim og þyrftu margar þeirra að iæra betur að mála sig. En að hylja unga og ferska lnið með þykku lagi af púðri og þvíliku, nær engri átt. Ég nnm leiðbeina nemendum mínum um snyrtingu, og ekki síður benda þeim á rétta hárgreiðslu, sem fer vel við andlit þeirra og vöxt. Ég hef fengið ágæta unga hárgreiðslukonu til að vinna með mér, Kristinu Þórarinsdóttur, og mun hún greiða stúlkunum eftir minni fyrirsögn. Klæðnaður setur líka sinn svip á konur, eins og allir vita, en i sambandi við skólann mun starfa sauma- stofa. Ég hef tvo einkatíma á hverju sex vikna námskeiði, og í þessum einkatímum, mun ég m. a. benda stúlkunum á ýmislegt, sem athugavert kynni að vera við hegðun þeirra og almenna man nasiði. — Og svo ætlið þér að kenna þeim að ganga? — Jó, það cr ekki aðeins mikilvægt að kunna að hreyfa sig og ganga í starfi sýningarstúlkna, heldur lika í daglega lífinu. Þegar kona kemur inn í boð, eða vcrzlun, hefur hún allt önnur og betri áhrif á viðstadda, ef hreyfingar hennar eru öruggar og mjúkar. Svo er margt fleira, sem nauðsynlegt er að læra, t. d. að ganga upp og niður stiga, og það er líka list, að kunna að snúa sér við. — Hvernig þá? — Það má ekki víxlleggja fæturna þegar snúið er við, cða í hring. — En haidið þér að fó k taki almennt eftir þvi, hvort fæturnir eru i réttum stellingum í það og það skiptið? Andrea hefur innréttað mjög snyrtilega fyrir skó’ann á Skólavörðustíg 23. Hér gengur hún upp lágan stiga — eins og á að ganga upp stiga. — Nei, en það tekur eftir yndisþokka í hreyfingum, þótt það’ viti ekki nákvæm- lega í hverju hann liggur. Þetta sagði frú Andrea og nú er eftir að vita, hvort henni tekst að gæða bless- aðar stúlkurnar okkar þeim þokka, sem franskar stúlkur eru frægar fyrir. Það er meira en þjóðsaga, þetta með þær frönsku. Þó er það hlutur, sem erfitt er að skil- greina. Eitthvað af því er fallegt göngu- lag og hreyfingar, en þokki þeirra liggur þó naumast einvörðungu í þvi. Það er al- kunnugt, að franskar stúlkur geta verið mjög sjarmerandi, jafnvel þótt þær séu engan veginn fallegar. Það er eitthvað, sem þeim er meðfætt; eitthvað sem er i b’óðinu, ef svo mætti segja. íslenzkum stúlkum hefur verið hrósað fyrir fegurð. Sérstaklega andlitsfegurð. En ])að er sorglegt að sjá fallega stúlku ganga eins og hún væri stöðugt í stór- Framhald á bls. 40. „Margar íslenzkar konur tala of hátt og þær eru óheflaðar Margar eru líka of mikið málaðar .... að h/lja unga og ferska húð með þ/kku lagi af púðri og þvílíku, nær ekki nokkurri átt“.... 18 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.