Vikan


Vikan - 23.08.1962, Side 38

Vikan - 23.08.1962, Side 38
hafi verið margir síðastliSiö ár? — Eftir ]) ví sem Skúli, fram- kvæmdastjórinn okkar, tjáir mér, munu l)cir liafa verið um 80. Þess bcr ])ó að geta, .að menn voru mis- jafniega lengi, t.d. var einn maður hér í fulla 5 mánuði. — Og þeim fer auðvitað fjölgandií — Já, þeim fjölgar ört. —- Og þið hyggist þá auðvitað færa lit kvíarnar? — Já, að sjálfsögðu höfum við það í huga. En við höfum lítið fjármagn til afnota og háir það starfseminni mjög tilfinnanlega. — Og þið eigið eflaust óskadraum félaginu til handa? — Já, það má segja, að óska- draumur okkar sé að eignast vinnu- heiinili I svcit, sem gcgni því lilut- verki að taka á móti fyrrverandi föngum. fíg er sannfærð um, að fá eða engin störf eru fyrrverandi föngum jafn lioll og góð og sveita- störfin. Þau eru þroskandi og göfg- andi og afar fjölbreytt. Einkum væri slíkt sveitaheimili nauðsynlegt fyrir þá, sem ekki geta fótað sig hér 1 borginni og lenda hér óðar í sukki og svalli, en þeir eru fleirí en marga grunar. — Var það svo nokkuð sérstakt, sem þú vildir segja að lokum? — Ja, ekki annað en það, að hjá okkur í Vernd ríkir mikill stórhug- ur og bjartsýni. Við erum þess full- viss, að við vinnum að góðu málefni, en til þess að árangurinn verði enn betri, vantar okkur fleiri stuðnings- menn og velunnara. Vakni almennur skilningur á starfi Verndar og bæt- ist okkur fleiri liðsmenn, mun skammt að bíða sigurs. Við vonum því og væntum, að fólk veiti okkur brautargengi og þurfi aldrei að sjá eftir því. FYRRVERANDI REFSIFANGI AÐ LITLA-HRAUNI, NÚVERANDI VISTMAÐUR f DVALARHEIMILI VERNDAR, SEGIR VIKUNNI FRÁ SAMSKIPTUM SÍNUM VJÐ VERND „Það var þannig ástatt fyrir mér, þegar ég komst fyrst í samband við Vernd, að ég var nýsloppinn úr fang- elsinu, stóð einn og vegalaus og vissi ekki, hvað til bragðs skyldi taka. Eklci hafði ég dvalizt lengi á heim- ili Verndar, er mér varð það full- Ijóst, að þeim samtökum er stjórnað af fólki, sem virkiiega vill gera eitt- hvað fyrir mann og lætur ekki sitja við orðin tóm. Ég játa, að í fyrstu var ég ekki meira en svo trúaður á rnátt- félagsins, cn sú vantrú og sá kali til alls og allra, er ég hafði fundið innra með mér meðan á dvöl- inni í fangelsinu stóð, hvarf fyrr en varði. Ég tók að stunda heiðarlega atvinnu fyrir tilstyrk Verndar, fékk fæði og húsaskjól og lærði það, sem er mest um vert, nefnilega það, að líta raunsæjum augum á lífið og til- veruna. Örlögin höfðu hrakið mig nfvega um stundarsakir, en fyrir vel- vild og hlýhug fólks, sem af einlægni vildi leggja mér lið, tókst mér að finna sjálfan mig aftur, ef svo má segja. Baráttan, sem afbrotamaðurinn á í við sjálfan sig, er nógu örðug, þó að inenn geri hana ekki enn erfið- ari með skilningsleysi og tortryggni. Við, sem ratað höfum á kaldan klaka, erum ekki endilega fæddir þjófar og glæpamenn, heldur hafa mótdræg örlög oft valdið þar mestu um. Við finnum sjálfir, að við höfum breytt 38 VIKAM ----------------------------------------- Blóm á heimilinu: UðsiiHEðniUám og Surtarlogí eftir Paul V. Malvastrum capense er af stokkrósaætt, ættuð frá Suður- Afríku, hefur verið kölluð Hús- mæðrablóm, hefur mjög fjölgrein- óttan aðalstofn. Þörf er á að toppstýfa ungar plöntur einu sinni til tvisvar, bæði til að þær verði ekki of há- vaxnar og til að fjölga greinunum. Blöðin eru frekar smá, þríflipótt og tennt, slakstæð. Blómin eru rósrauð, opin og falleg, en ekki nema ca. 3 sm i þvermál, koma úr blaðöxlunum á stuttum stilk. Húsmæðrablóm eru mjög viljug að blómstra mestan hluta ársins, en mega þá ekki þorna um of og þörf er á að stækka pottinn eftir því sem plantan vex, annars á maður á hættu að hún gulni á blöðum. Það getur og verið þörf á toppstýfingu á miðju sumri, því að hún hækkar mjög ört. Moldar- blandan þarf að vera mjög frjó. Birtan þarf að vera góð, en ekki sterk sól. Fjölgun er auðveld bæði Kfmeð fræi og græðlingum. Michelsen. Streptocarpus hybridus, Surtar- logi, á heimkynni sín einnig i Suður-Afríku. Mjög ríkt blómstr- andi stofuplanta í mörgum lit- um. Með réttri hirðingu er hægt að láta hana blómstra mjög lengi, oft jafnvel árið um kring. Að sumri til þarf hún töluvert mik- ið vatn og ríkulegan blómaáburð yfir vaxtartimann, góðan hita og birtu, en ckki of stcrka sól. Þó má vatn ekki koma á blöð né blóm. Að vctrinum þarf mjög litla vökvun, og aðeins þegar moldin er orðin mjög þurr. Mold- in þarf að vera súr og létt. Nota má venjulega gróðurmold, bland- aða til helminga með mómold. Mjög gott er að nota viðarkol í pottbotninn. Surtarloga er fjölg- að með skiptingu og fræi er plantan sjálf þroskar. Lika má fjölga honum með græðlingum og blöðum, sem þá eru skorin með beittum hnif og látin róta sig í rökum sandi. rangt, játum flestir breyzkleika okk- ar en væntum jafnframt nokkurs skilnings góðviljaðra manna. Og þeg- ar við verðum varir við hann, eins og hér í Vernd, þá getur það orðið 1 okkur dýrmætara en flest annað i viðleitninni til að verða aftur nýt- ir menn. Ég er ekki eini maðurinn, sem á Vernd þökk að gjalda. Þeir eru fleiri en fólk grunar, sem Vernd hefur bjargað frá bráðum voða. Það er nefnilega afar örðugt fyrir mann, sem kemur af Litla-Hrauni, og á ef til vill ekki i neitt hús að venda, eins og oft vill verða, að rata rétta braut. Hætt er við, að hann leiti fornra félaga og síðan skjótasta úr- ræðis til að afla peninga. Og þá er þess venjulega skammt að bíða, að hann vakni enn einu sinni af vær- um blundi bak við lás og slá. Vernd hefur mikilvægu hlutverki að gegna að minni hyggju, og árang- urinn er þegar orðinn ótrúlega mik- ill, en það sannar ótvírætt tilveru- rétt félagsins. Ég trúi því, að starf- semi sem þessi eigi eftir að gera stórkostlegt gagn, bæði fyrir ein- staklingana, sem hlut eiga að máli, og eins fyrir þjóðfélagið i heild“. í fróðlegum viðræðum um starf- semi Verndar, sagði framkvæmda- stjóri samtakanna blaðamanni Vik- unnar eftirminnilega sögu af ung- um manni, sem er einn af mörgum fljótlega lítið eitt við sögu lögrcgl- unnar. í dryklcjuskaparköstum sín- um fór hann að finna til óæskilegr- ar hnuplhneigðar, sem hann varð aldrei var við ódrukkinn. Honum var ekki Ijóst, hvað olli þessu, en svo sterk var þessi kynlega hvöt, að hún bar hann að lokum algjörlega ofurliði og árið 1961 gerðist hann sekur um innbrot framið í ölæði. í fangelsinu ræddi starfsmaður Verndar við fangann og eins starfs- maður AA, en þau samtök höfðu áð- ur haft afskipti af honum vegna dyrkkjuskapar hans. Ungi maðurinn sagði sögu sína án þess að draga nokkuð undan og skýrði hreinskiln- islega frá þeirri óviðráðanlegu þjófnaðarhneigð, sem hann kvað ná tökum á sér, þegar hann væri undir áhrifum áfengis. Iívaðst hann harma mjög, hvernig komið væri, og virt- ist fullur þunglyndis og sjálfsásak- ana. Vernd og AA-samtökin höfðu á- framhaldandi samvinnu sín á milli um aðstoð við fangann og sendu fulltrúa sina á víxl á fund hans til að tala um fyrir honum og hug- hreysta hann. Og smám saman tók ungi maðurinn að átta sig, og lífs- viðhorf hans breyttust mjög til batn- aðar. Hann fór í fullri alvöru að búa sig undir nýtt lif og var staðróðinn í að forðast allar fyrri freistingar. Þegar þessi ungi maður hafði lok- ið refsivist sinni á Litla-Hrauni, fékk skjólstæðingum Verndar. Þessi ungi*1^111^ atvinnu hjá stóru fyrir- maður var kominn af góðu fólki, ' ! ..............“ hafði hlotið gott uppeldi og ólst upp á fyrirmyndarheimili. Faðir hans lézt, þegar drengurinn var enn barn að aldri, en móðir hans, dugleg og reglusöm kona, ól önn fyrir honum og fleiri systkinum. Á ungum aldri lenti pilturinn i slæmum félagsskap, tók að neyta á- fengis og fór vinneyzla hans skjótt vaxandi. Ekki olli hann stórkostleg- um vandræðum við vin, en kom þó tæki í Reykjavík fyrir tilstilli Vernd- ar. Vernd greiddi einnig úr fjár- hagsvandræðum hans með hjálp góðra manna, en af sérstökum á- stæðum skorti hann nokkurt fé um þessar mundir. Maður þessi hefur síðan haft stöð- ugt samband við skrifstofu Verndar, og hafa samtökin greitt götu hans eftir megni. Svo fþstum tökum tók hann á vandamáli sinu, og svo harð- ur og óvæginn var hann við sjálfan sig, að allar likur eru til, að hann hafi nú sigrazt á böli sinu til fulls. Vernd veitti þessum manni aðstoð, sem vafalaust hefur áorkað miklu, en sigurinn er fyrst og fremst hon- um sjálfum að þakka, því að Vernd getur engum hjálpað, sem vill ekki hjálpa sér sjálfur. G. A. Fullorðna fólkið Framhald af bls. 15. — Misjafnlega. Sumir láta sér þetta lynda, en hinir eru þó miklu fleiri, sem fyllast réttlátri reiði. Þetta stærilæti hinna eldri skapar óþarfa bil. Unglingarnir fara að i'orðast hina eldri, og hinir eldri forðast unglingana eða vilja sem minnst hafa saman við þá að sælda. Þetta elur svo á tortryggni, stifni og leiðindabrag i daglegri umgengni hvors aðilans i garð hins. — Svo er talað um, að æskan sé á villigötum — sé að drekka frá sér vitið og sé sér til skammar út um viðan (Hvols)-völl. Hvað segir þú um það, Jón? — Æskan ber að sjálfsögðu svip- mót þeirrar kynslóðar, sem elur hana upp. Eldri kynslóðin getur þess vegna ekki staðið utan við með vanþóknunarsvip og gagnrýnt; hún tekur sjálf þátt í leiknum og dæmir þvi sjálfa sig, þegar hún fárast yfir iliu uppeldi æskunnar. Það er nú einu sinni svo, að eplið fellur sjald- an langt frá eikinni. — En erum við þá ekki komnir i hring? Er það ekki bara svo, að hinir eldri treysti unglingunum svo fullkomlega, að þeir telji þá færa um að stjórna sér upp á eigin spýt- ur? — Nei, ég tel það fráleitt, að upp- alendurnir, hinir eldri, sýni traust sitt i garð æskunnar með því að láta hana afskiptalausa. Það væri ábyrgðarlaus afstaða. — E|iga hinir fullorðnu þá að kenna unglingunum að drekka? _ Nei, ekki kenna þeim að drekka, heldur að umgangast vín eða áfengi. Ég myndi telja það æskilegt, að sem flestir foreldrar væru færir um að kenna börnum sínum, sem komin eru yfir fermingaraldur að umgang- ast vín, að fara skynsamlega með hluti, sem ella gætu verið þeim stór- hættulegir. Allir skilja, þegar sagt er: „Það er Ijótt að stela, það varðar við lög að stela, þú mátt aldrei stela“. En það er ekki nóg að segja: „Það er Ijótt að drekka, það er ó- hollt að drekka, þess vegna mátt þú aldrei smakka áfengi, þótt við ger- um það einstaka sinnum. Við gerum það, af því að við vitum alveg upp á hár hvað við erum að gera, svo að það skaðar okkur ekki nokkurn skapaðan hlut“. Þess konar rök eru aldrei haldgóð, hvað þá bannregl- urnar, sem þeim fylgja. Það er of einfalt að snúa sig út úr vandanum með eintómum bann- reglum, enda sjáum við ótal dæmi þess, að þær eru tilgangslausar. Það er hörmuleg staðreynd, að æskufólk skuli flykkjast hundruðum saman út um landsbyggðina, til þess eins, að því er virðist, að komast á ær- lega drykkjuhátið i einhverju fé- lagsheimilanna, og verða sér og sín- um til háborinnar skammar. Þetta er ekki einleikið. Getur ekki verið, að orsökin sé i mörgum tlifellum sú, að unglingarnir sæti of ströng- um reglum beima fyrir, reglum, sem

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.