Vikan - 23.08.1962, Side 41
Ræningjar í Róm
Framhald af bls. 9.
gat iiúu kúrt þarua óendanlega
iengi, og það vissu snáparnir — og
biðu. Eín ítalska stjórnin kom þeim
til hjálpar óafvitandi. „Silfurgrima“,
eða þau verðlaun, sem svara Oscar-
verðlaununum á ítaliu, voru veitt
Liz, og móttakan átti að fara fram
með pomp og prakt í Sistinaleikhús-
inu í Róm.
Liz gat naumast verið þekkt fyrir
að hunza ítölsku ríkisstjórnina með
þvi að neita að vera viðstödd. Loks-
ins myndi ljósmyndurunum gefast
tækifæri til þess að smeila af. Þegar
frúin loksins birtist, fór það varla
fram hjá neinum, að þarna fór kona,
og það ekki af verra taginu, i svo
flegnum kjól, að jafnvel ljósmynd-
urunum blöskraði. Hún lét greinilega
skína í það, að hún var ekki i nein-
um brjóstahaidara.
Þegar hún gekk inn í leikhúsið,
ljómaði allt af ljósunum frá mynda-
vélunum. Ljósmyndararnir ætiuðu
nú að koma Liz laglega á óvart. Þeim
var ekkert orðið vel við hana, eftir
meðferðina, sem þeir höfðu fengið.
Það var ætlunin, að tveir ljósmynd-
aranna læddust að Liz, þegar hún
gætti sízt að sér, og toguðu kjólinn
niður fyrir brjóstin, eins og fór fyrir
Jane Mansfield, í Braziliu. Kros-
cenko, sem átti hugmyndina, var
svo viss um, að þetta myndi takast
vel, að hann var þegar búinn að búa
blöðin undir nokkrar „sögulegar“
myndir.
En Eddie Fisher, eiginmaður Liz,
varð heldur en ekki til þess að leika
á þá. Þegar Eddie sá, að einn mann-
anna var ekki með myndavél, grun-
aði hann, að brögð væru í tafli.
Eddie kannaðist við þennan mann
sem hinn sama, er smellt hafði á
hann fyrir skömmu heima hjá sér.
Hann hafði ekki grunað, að handan
götunnar leyndist ljósmyndari með
aðdráttarlinsu.
Eddie hafði snör handtök og forð-
aði þannig Liz frá hneykslinu mikla.
Hann þreif opnar dyrnar á bil, sem
stóð fyrir utan leikhúsið og skellti
á eftir sér. Nokkru síðar ók einka-
bíll Liz upp að þessum bil. Vesalings
ljósmyndararnir gátu ekkert við
gert annað en steyta hnefana og
bölva — og það kunnu þeir vel.
Ljósmyndarar hugðu á hefndir —
og ósk þeirra rættist að nokkru dag
einn, er þeir náðu nokkrum æsandi
myndum gegnum aðdráttarlinsu.
Þetta voru myndir af Liz í sólbaði
— og blöðin ginu við myndunum.
Aðdráttarlinsan hefur oft komið
í góðar þarfir. Ósvífnastur allra
hefur þó verið Pietro Pascuttini.
Hann var eini ljósmyndarinn, sem
náði myndum úr brúðkaupsferð Al-
berts prins af Belgíu og Paulu Ruffo
furstynju af Italíu. Pascuttini leigði
sér mótorbát með eldsneyti, sem áttii
að nægja i heila viku og sigldi rak-!
leiðis til eyjarinnar Majorca fyrir
strönd Spánar, þar sem Paula og
Albert vörðu hveitibrauðsdögunum.
Spánarstjórn hafði ábyrgzt, að þau
yrðu gjörsamlega látin í friði.
Spánska lögreglan gerði allt hugs-
anlegt, til þess að blaðamenn og
ljósmyndarar kæmust ekki að eynni,
þar sem skötuhjúin höfðust við. En
Pascuttini hafði hreiðrað um sig
á eynni, þremur dögum fyrir brúð-
kaupið. Með þessu hætti hann lifi
sínu, því að spánska lögreglan hafðx
fyrirmæli um að skjóta á alla óvið-
komandi. Þolinmæði hans kom sér
vel, því að hann náði ágætum mynd-
um af hjónakornunum á baðströnd-
inni.
Sumarið 1959 kom soldáninn af
Yemen til Rómar, til að leita sér
lækninga. Yfirleitt hefðu Ijósmyijd-
ararnir ekki haft ýkjamikinn áhuga
á að ljósmynda hinn 64 ára gamla
einvald, en i þetta sinn horfði málið
öðruvísi við: Hann hafði haft með
sér kvennabúrið. Konurnar voru 38
talsins — með vænar slæður fyrir
andlitinu. Ljósmyndararnir voru
ekki lengi að frétta af þessu. Þegar
soldáninn lenti með hersinguna á
eftir sér, beið þeirra myndarleg
móttökunefnd — ljósmyndara.
Ljósmyndararnir voru samt held-
ur tortryggnir, því að hálfvegis
grunaði þá, að koma soldánsins, væri
ekki annað en auglýsing fyrir kvik-
myndina úr „Þúsund og einni nótt“,
sem átti að fara að taka.
En þeim skjátlaðist. Gömul
Arabalög buðu svo, að hver sá, sem
sæi slæðulausa konu soldánsins,
skyldi þegar drepinn. Þetta var
ævagömul regla, og engin miskunn
hjá Magnúsi. Þeir myndu ekki fá
að taka eina einustu mynd af döm-
unum, eins og þá grunaði að yrði.
En Salvatore Consolazione hélt
samt, að þetta væri eitthvert her-
bragð. Hann klifraði upp í tré ná-
lægt aðsetri soldánsins, rétt fyrir
framan nefið á lögregluverði. Með
aðdróttarlinsu náði hann nokkrum
laglegum myndum af konum sol-
dáns, þar sem þær voru að hengja
þvott til þerris á svölunum. En þeg-
ar hann ætlaði að laumast niður
úr trénu, kom til móts við hann
yfirlífvörður soldáns, sem birzt
hafði mjög skyndilega, vopnaður
sltínandi bjúgsverði.
Arabinn stökk að ijósmyndaran-
um, sem stirðnaði upp. Consolazione
hafnaði illilega á bakinu. Hann bar
handlegginn fyrir andlit sér. Sverðið
hafnaði djúpt i handlegg hans. Ef
lögreglan hefði ekki skorizt í leik-
inn, væri Concolazione liklega ekki
lengur i lifenda tölu.
í stað þess að ráðast á lífvörð-
inn, tók lögregluþjónninn ljósmynd-
arann og sendi hann á spítala og
um leið í gæzluvarðhald, fyrir að
hafa nærri valdið „millilanda-
hneyksli“. Engu að síður höfðaði
hinn slasaði ljósmyndari mál gegn
soldáninum — yfirvöldunum til mik-
illar armæðu. Myndirnar birtust svo
í blaði i Róm. Til þessa veit enginn,
hvernig myndirnar náðu til blaðs-
ins, en talið er, að Consolazione
hafi varpað filmunni yfir til vina
sinna með ósærðu hendinni.
Það má segja, að þessa þorpara
skorti gjörsamlega siðferðisvitund,
og það sem þeim dettur í hug, get-
ur hneykslað jafnvel harðsvíruðustu
fanta. Og til þess að fá góða mynd,
beita þeir öllum hugsanlegum brögð-
;fum.
? Einu sinni heimsótti Kim Novak
Rómarborg. Um 200 ljósmyndarar
höfðu í hyggju að ná nokkrum
myndum af stjörnunni, en hún var
allt annað en hrifin af þvi og bann-
aði öllum aðgang að hótelherberg-
inu, og i þetta sinn tókst engum
að ná mynd af henni — nema ein-
um.
Sá hét Paolo Di Paolo. Hann náði
fjölmörgum seiðandi myndum af
dömunni, meðan meðbræður hans
sátu hjá aðgerðarkausir, grænir af
öfund. Hvernig fór hann að því?
Þeir kunna lagið á þeim, þessir
paparazzi. Venjulegir blaðamenn
VIKAN 41