Vikan - 06.09.1962, Blaðsíða 12
BLAÐAMENNSKAN — LISTGREIN.
íslenzk blatSamennska i sinni núverandi mynd,
er ekki gömul, varla eldri en um það bil þrjátíu
ára. ÁSur fyrr var blaðamennska, það er útgáfa
blaða og stjórn þeirra, ekki í raun og veru eins
og við skiijum blaðamennsku, heldur miklu frem-
ur venjuleg ritstörf og oftast voru blöðin eingöngu
gefin út af stjórnmálamönnum eða samtökum
þeirra og ætlað það eina hlutverk að kynna stjórn-
málaviðhorf viðkomandi manna og flokka. Fréttir
voru þá birtar eins og viðbætir við greinarnar.
Þeim var aldrei gert hátt undir höfði eins og vel
má sjá þegar blaðað er gegn um gömlu blöðin.
Fréttirnar koma þá oftast með litlum fyrirsögn-
um, sagðar í belg og biðu og öllu ægði saman.
Blaðamennska, journalistik, er listgrein. Hún
stefnir að þvi að segja sem bezt tíðindi, búa þau
út til lesturs þannig, að sem mest verði úr frétt-
inni og að lesturinn, án tiilits til efnis fréttar-
innar sé sein lystilegastur. I gamla daga, á dögum
Þjóðólfs og ísafoldar, og jafnvel fram á daga
Morgunblaðsins, Alþýðublaðsins og Tímans voru
þeir taldir „blaðamanna" beztir, sem gátu búið
skammir sinar um andstæðingana í nógu eftir-
tektarverðan búning, snúið út úr, fundið snögga
bletti og beitt andstæðinginn mestu brögðunum.
Þá var líka algerlega óhugsandi, að nokkur gæti
starfað við blað án þess að vera áhugasamur fylgis-
maður þess flokks, sem gaf btaðið út.
Blaðamennska er miklu fjölþættari listgrein en
menn gera sér almennt grein fyrir. Það kemur
ef til vill mörgum á óvart þegar sagt er, að maður
geti verið mjög góður blaðamaður án þess að geta
skrifáð gott mál. Það kemur mönnuin ef til vill
Iíka á óvart jiegar því er haldið fram, að þó að
maður geti skrifað snilldarfagran stí!, geti svo
verið að hann sé allsendis óhæfur blaðamaður.
Við jiekkjum meira að segja dæmi um þetta úr
okkar eigin blaðamennsku. Það er sagt um einn af
fremstu blaðamönnum Dana í kringum 1930, að
hann hafi eiginlega aldrei getað skrifað staf í
blað sitt. Þegar blaðamennirnir liöfðu náð í fréttir,
komu jieir til hans, gerðu grein fyrir málinu —
og hann sagði þeim síðan hvernig jieir ættu að
taka jiað. Síðan gengu þeir frá handriti sínu og
liann bjó það út til prentunar — og útkoman varð
sú að oftast voru frásagnirnar lystilegri í lians
blaði en nokkru öðru.
Sá, sem þetta ritar þykist vera sannfærður um
jiað, að hinir svokölluðu blaðamannaskólar er-
lendis séu mjög lítils virði. Blaðgmennskulistin er
að mestu meðfæddur hæfileiki. Það er ef til vill
hægt að leiðbeina þessum hæfileika, vekja hann
og jiroska að einhverju leyti með tilsögn á skóla-
bekk, en þroskinn fæst aðeins svo að nokkru nemi
i lifandi starfi.
Það er yfirleitt vottur um það hvort maður get-
ur orðið góður blaðamaður, að hann geti gert
greinarmun á því livað sé frétt og livað sé ekki
frétt. Meðal blaðamanna er til sígild saga um
þetta. Ritstjóri þurfti að ráða fréttamann. Margir
sóttu um starfann. Hann spurði þá sömu spurn-
ingarinnar:
„Hvort er meiri frétt, að hundur bítur mann,
eða að maður bítur hund.“
Flestir skildu alls ekki Jiessa sérvizkulegu spurn-
ingu, aðeins gláptu á ritstjórann. Loksins kom
ungur maður inn í skrifstofuna og er hann hafði heyrt spurn-
inguna, spratt hann upp af stólnum og sagði:
„Hver djöfullinn sjálfur? Hvaða maður var þetta? Hvar var
hundurinn? Hvernig náði hann í hann? Hvers vegna beit hann
hundinn? Skyldi vera hægt að ná mynd af báðum? Sá á
hundinum?“
En ritstjórinn reis úr sæti sínu og sagði:
„Ég hef aldrei heyrt um nokkurn mann, sem bitið hefur hund,
en hvað sem því líður þá ert þú ráðinn."
NÚ ER BOÐIÐ f BLAÐAMENN.
Geysileg aukning hefur verið í islenzkri blaðaútgáfu á síðustu
15 árum. Blöðin hafa stækkað og blaðamönnum fjölgað. Fyrr
á árum var mikil aðsókn að blaðamennskustarfi — og það venju-
lega talið trúnaðarstarf af hálfu flokkanna. Nú er þetta gjör-
breytt. Nú skiptir ekki miklu máli hvaða pólilíska skoðun blaða-
menn hafa. Menn með ólikar skoðanir starfa við öll blöðin, nema
ef til vill Þjóðviljinn og blöðin „stela“ mönnum hvert frá öðru,
eins og þeim býður við að horfa. Mörg dæmi eru til þess,
GÍSLIJ.
ÁSTÞÓRSSON
í ALDARSPEGLI
12 VIKAN