Vikan


Vikan - 06.09.1962, Blaðsíða 34

Vikan - 06.09.1962, Blaðsíða 34
Skáld eSa skýjaglópar. Framhald af bls. 23. tízkubúð með öllu tilheyrandi. Og ungar hispursmeyjar fara þar nett- um íingrum um glys og glingur, sem skáld og spekingar öttu hestum sín- um íorðum. Er það satt að segja næsta grátlegur endi á góðri sögu. Eftir að Laugavegur 11 leið undir lok eða geispaði golunni, svo að not- uð séu alþýðlegri orð, tóku hinir ungu iðkendur listarinnar að leggja leið sína í Mokkakafii við Skóla- vörðustíg, skemmtilegan stað og einkar vel samboðinn ungum ofur- mennum og snillingum. Og þar get- ur þu, lesandi góður, séð þá og heyrt, þar sem þeir sitja niðursokknir í rök- ræður og glíma við þær gátur til- verunnar, sem enginn okkar, — og enginn þeirra heldur, — hefur fund- ið lausn á. Um ungu skáldin ganga hinar herfilegustu sögur, sumar lognar en aðrar sannar. Menn segja, að þau séu flest eiturlyfjaneytendur, kyn- viilingar og annað þaðan af verra. Menn tala einnig um æðisgengin „partý“ iistamannanna, næturgölt- ur, slark og aðra óþverraiðju. Og hvers konar úrkynjun og aumingja- skapur er nefndur í þessu sambandi. Um meginið af þessum sögum er óhætt að fullyrða, að þær eru upp- spuni frá rótum, runnar undan rifj- um óhlutvandra aðila. Sannleikur- inn er nefnilega sá, að flestir þess- arra ungu manna eru í raun réttri ekkert frábrugðnir sínum jafnöldr- um að öðru leyti en því, að áhuga- mál þeirra eru talsvert önnur. Flest- ir eru menn þessir ljúfir í viðmóti, og hinir beztu félagar og að engu leyti „abnormalir". Sígilt dæmi um góðan og grand- varan ungling, sem kemur utan af landsbyggðinni og gerist skáld í Reykjavík, er ungur maður af Norðurlandi, Ari Jósefsson að nafni. Engum dytti í hug að brigzla Ara um neinn alvarlegan ósóma, enda er maðurinn afbragðsvel látinn. Ari tók stúdentspróf utanskóla við Menntaskólann í Reykjavík vorið 1961 og stundaði nám í norrænum fræðum við Háskóla íslands síðast- liðinn vetur. Hann er enginn iðju- leysingi, en hefur fengizt við ýmis- legt, allt frá næturvörzlu til blaða- mennsku. Ari er tiltölulega reglu- samur, og er góður fulltrúi þeirra utanbæjarmanna, er gei zt hal'a reyk- vísk skáld. Jóhann Hjálmarsson heitir einn þessara ungu manna. Sjómannsson- ur úr Reykjavík, fór ungur að hjálpa sér sjálfur, gekk í Gagnfræða- skóla Austurbæjar og vakti þá þeg- ar athygli fyrir áhuga á öllu, er skáldskap snerti. Gamlir skólabræð- ur lians minnast hans ennþá sem sérstak.ega viðfelldins unglings, þöguls og fáskiptins, en einstaklega fasts fyrir, þegar út í þá sálma var farið. Jóhann er skartmaður nokkur og skeggjaður vel. Hann hefur við margt sýslað, stundað almenna verkamannavinnu, numið prentiðn og síðast en ekki sízt afgreitt í bóka- verzlun, þar sem hann kunni mæta vel við sig. Jóhann er geysivíðförull og gætir þess mjög í ljóðum hans, sem mörg hafa á sér heimsborgara- legt snið. Dagur Sigurðarson er ungur stú- dent og frægur fyrir skemmtilega sérvizku. Hann vann sér það til á- gætis að mæta á duggarapeysu einn manna, þegar skólasystkin hans komu prúðbúin í Hátíðasal Mennta- skólans í Reykjavík að taka móti stúdentsskírteinum sínum og vakti það frumlega tiltæki að vonum hina mestu athygli. Dagur er yfirleitt vel látinn og sagður bezti strákur, en dálítið stóryrtur á stundum. Hann er stirðnaður í hettunni og yrkir enn í anda Rauðra penna. Jónas Svafár er maður nefndur. Hann er bæði skáld og myndasmið- ur. Jónas hefur löngum stundað ó- brotna verkamannavinnu á milli þess, sem hann yrkir afar sérkenni- leg ljóð og teiknar furðulegar mynd- ir, sem seldar eru í húsgagnaverzl- uninni að Njálsgötu 44. Jónas bindur bagga sína öðrum hnútum en samferðamennirnir, býr í tjaldi á meðan aðrir sofa í húsum inni og leigir herbergi í húshjöllum, sem venjulegir menn flýja vegna draugagangs. Þorsteinn frá Iiamri er einn úr hópnum. Hann er Borgfirðingur að uppruna og elskur mjög að átthög- um sínum. Þorsteinn gekk í Kenn- araskólann, en stundaði verka- mannavinnu á sumrum og var vel iátinn ai vinnufélögum sinum. Þor- steinn neindi iyrstu bók sína 1 svört- um kuiii, og þótti mörgum vel til fundiö, þar sem höfundur gekk sjáifur í kolsvörtum kufli svo ár- um skipti og þótti allskuggalegur á götum úti, þar sem hann þramm- aði undir siútandi hettu, hvernig sem viðraði. Hann er hagmæltur vel á gamla og góða vísu. Þorsteinn hefur nú tekið upp borg- aralega liinaöarhíetti, er kvæntur fjölskyldumaður í Kópavogi og kvað gera það dágott. Þess má geta, að Þorsteinn er kvongaður listakonunni og fyrirsætunni Ástu Sigurðardótt- ur. Þá er komið að Jóni frá Pálm- holti. Hann er Norðlendingur og framandi á mölinni í Reykjavík. Jón saknar æskustöðvanna ákaft, svo sem marka má af kvæðum hans, og hefur ekki enn náð að festa rætur hér. Jón er mjög vel kynntur og leitar á engan að fyrra bragði. Jón varð kunnur alþjóð vegna aðildar sinnar að „kaffimálinu“ fræga, er mestum blaðaskrifum olli á sínum tíma. Var það þannig vaxið, að fram- takssamur sjoppueigandi tók sig til og vísaði skaidinu á dyr vegna þaul- setu yfir tómum kaffibollum. Þess- ar sakir bar Jón af sér, reit harð- skeyttar blaðagreinar um málið og taidi slíkt illt atlæti ungum lista- rnonnum. Kvæði Jóns eru sérkennileg eins og maðurinn sjálfur, en margt er þar haglega unnið. Ug þetta er þá sannleikurinn um hin ungu skáld, er sitja á kaffihús- um borgarinnar. Er hann ekki hroðalegri en þetta? mun nú marg- ur spyrja. Því miður. Þetta eru ó- sköp prúðir piltar, ofur mannlegir að allri gerð og gætu ef til vill ver- ið vinnufélagar þínir eða skólabræð- ur fyrir fáum árum, lesandi góður. Það er áreiðanlega fjarska erfitt að vera skáld á íslandi. Sá, sem hyggst ná góðum árangri, verður helzt að gefa sig allan að viðfangs- efninu og skeyta ekki öðru. Og margir eru kallaðir, en fáir útvald- ir. Þess vegna verður ávallt nokk- uð um menn, sem ganga iðjulaus- ir undir þvi yfirskini, að þeir séu að íást við skáldskap og listir en koma naumast nálægt nokkru slíku. Það er ástæðulaust að nefna nöfn, en það er alkunna, hverjir setja svartan blett á hóp hinna ungu skálda. Þar eru nokkrir menn, sem virðast til einskis nýtir, iðjulaus- ir aumingjar, er koma óoi'ði á heild- ina, og eru kunnir að alls kyns ó- sóma, sem saklausir eru svo bendl- aðir við. Væri þarflegt, að hinir ungu listamenn tækju þessa náunga í karphúsið og kæmu fyrir þá vit- inu. Eitt yngri skáldanna, Stefán Hörð- ur Grimsson, lét einu sinni hafa það eftir sér á prenti, að Reykvík- ingar litu niður á skáld og teldu skáldskap ómerkilegan. Væri það sannarlega ijótt til afspurnar ef satt væri, en sennilega er hér all- mjög orðum aukið. Reykvíkingar eru yfirleitt athafnamenn og flestir ef til vill ekki ýkja skáldhneigðir, en Jireint ekki vondir við sín skáld eða fordómafullir gagnvart skáld- skap. Hitt er svo annað mál, að ungu skáldin, formbyltingarmennirnir í innlendum bókmenntum, hafa átt fremur örðugan aðgang að hjörtum íólksins og koma þar margar ástæð- ur til. fslendingar eru yfirleitt tortryggn- ir á það, sem erlent er og raskar þjóðlegri hefð í stóru eða smáu, og þess hafa ungu skáldin sennilega ó- maklega goldið. Þetta er þó að breyt- ast með auknum tengslum við um- heiminn og það, sem nýtt er í dag mun ekki lengur nýtt eftir tuttugu ár. Öll menningarlönd eiga sína ungu skáldakynslóð. Og eins og að líkum lætur er það ærið mislit hjörð og misjöfn að gæðum. Mokkaskáldin ís- lenzku fylla þann flokk, og þegar öllu er á botninn hvolft munum við fslendingar sízt bera þar skarðan hlut frá borði. 34 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.