Vikan


Vikan - 06.09.1962, Blaðsíða 4

Vikan - 06.09.1962, Blaðsíða 4
'&eilbrigði * og fegurð að . Heilsan er fyrir öllu, gerið því allt til að við- r halda henni. Þegar þér farið í bað, þá hafið BADEDAS í baðið, það inniheldur vítamín. vítamín-steypibað Bleytið a.Tan líkamann. Látið síðan einn skammt af BADEDAS á svampinn og berið á allan líkamann, þar til freyðir. Notið BADEDAS ævinlega án sápu. Venjuleg sápa minnkar hin hressandi áhrif BADEDAS og einnig hin nærandi og verndandi álirif bess á liúðina. Einkaumboð: H. A. TULINIUS ,Því miður“ . . . Kæri Póstur. Viltu benda þeim miklu mönnum, sem láta símastúlkur svara í símann fyrir sig, á það, aS þaS er ákaflega leiðinlegt aS hringja í slíka síma, þegar maður fær það svar hjá síma- stúlkunni, EFTIR að hún er búin að spyrja mann til nafns, að því mið- ur sé þessi og þessi ekki við. Ég skil xnætavel, að oft vilja þessir mætu herrar ekki tala við einhverja þá, sem liringja, en þessi aðferð er samt ákaflega hvimleið og lítt til að mæla með fyrirtækinu. Sig. T. Skilti . . . Kæri Póstur. Ég er einn af þeim, sem ferðast mikið og þarf viða að koma við. Und- anfirin ár hefur skiltamenning tals- vert aukizt, og margir bæir eru farnir að hafa skilti, þar sem á stendur bæjarnafnið. En það eru bara ekki nærri allir bæir, sem hafa tekið upp þennan góða sið. Því er það tillaga mín, að allir bæir séu skyldaðir ti 1 að láta setja upp svona skilti, þar'\sem standi á bæjarnafnið, til að auðvelda ferða- mönnum, auk þess sem slíkt mundi verða þeim til mikillar fræðslu og skemmtunar. Það er skylda í bæn- um að hafa götunúmer og húsnúm- er, og þess vegna finnst mér, að svona ætti það líka að vera til sveita. Með fyrirfram þökk. Ferðalangur. --------Ég er sammála þér með það, að af þessu er mikil fræðsla og skemmtun, svo að ekki sé minnzt á, hversu þægilegt þetta getur orðið fyrir ferðalanga. En það er auðvitað alls ekki hægt að skylda bændur til að setja upp slík skilti. Það skyldar þig enginn til að setja upp heljarstór skilti með nafni þínu fyrir framan hús- ið þitt í bænum, því að húsnúmer- ið er engan veginn sambærilegt auðkenni. Ég skal sem sé taka undir með þér varðandi það, að ÆSKILEGT sé að hafa slík skilti við bæi landsins, en við getum ekki skyld- að neinn til þess. FM . . . Kæri Póstur. Við erum hérna tveir, sem vorum að tala um, hvers vegna væri ekki FM-stöS á íslandi. Erlendis er nú aPs staðar útvarpað í gegnum FM- stöðvar, hvers vegna erum við alltaf svona aftur úr? Stendur ekkert tii að koma upp svona stöð hérna á íslandi? Hlustunarskilyrðin eru miklu betri og tónninn helmingi skýrari. Tveir á Melunum. --------Hérna í Reykjavík er lítil FM-stöð, en ófullkomin þó. Samt má heyra (stundum prýðis- vel) í þessari stöð, en til þess verða þó móttökutækin að vera f „línu“, því að mér skilzt, að sendar séu FM-útvarpsbylgjur í beinum geisla, þannig að þeir, sem eru í geislanum, njóta hinna beztu hlustunarskilyrða. Á flest- um nýrri gerðum útvarpstækja er FM-bylgja. Vonir standa til, að komið verði upp FM-sendistöðv- um um landið, en þær verða víst að vera nokkuð margar, því að þær draga svo stutt. Við skulum vona, að þetta verði gert, áður en útvarp er komið úr móð. Ungu skáldin yrkja kvæði... Kæri Póstur. f maíhefti tímarits Máls og menn- ingar eru birt tvö ljóð eftir Dag Sigurðsson. Annað þeirra heitir Sylvia og er þannig: Sylvia smart, Sylvia pen, Sylvia fín. Sylvia með gullkeðju tvöfalda. Sylvia með tvöfalda gullkeðju. Sylvia smart, Sylvia pen, Sylvia dýr. Þetta hlýtur að vera góður skáld- skapur, úr því að jafnþekkt tímarit og tímarit Máls og menningar finnst kvæðið birtingarvirði. Ég hef aldrei álitið mig skáld, en fór að velta því fyrir mér, hvort ég hefði ekki van- metið sjálfan mig í þessum efnum, og ég komst að þeirri niðurstöðu, að svo myndi vera. Eftirfarandi fædd- ist hjá mér á örskammri stund. Ljóðið heitir Dagur: Dagur er risinn. Dagur er hniginn. Dagur er horfinn. Dagur er skáld mikið. Dagur er mikið skáld. Dagur í vestri. Dagur í austri. Dagur Sigurðarson. Mér finnst skáldskapurinn hjá báðum álíka góður, en öllu meira vit finnst mér í mínu ljóði. Ég er í fastri atvinnu og á góðum launum — en nú spyr ég þig, Póstur góður: Á ég að segja starfinu upp og gefa mig að skáldskap? Balli smart. -------Ég þori ekki fyrir mitt litla líf að gera upp á milli þess- arra tveggja merku Ijóða. Ef ljóð- ið þitt er perla, þá er hitt það líka — og öfugt. Mér finnst þú tvímælalaust eiga að segja upp starfi þínu, úr því að þú hefur svona líitð fyrir að skapa lýrískar gersemar. Það er hryggilega lítið um slíka bókmenntajöfra sem ykkur Dag á þessum síðustu og verstu tím- um. Hafi tímarit Máls og menn- ingar þökk fyrir að birta alþýðu öndvegisverk sem þessi — og hafir þú þökk fyrir að senða okkur þennan litla gimstein, sem hlýtur að glóa lengi í bókmennta- sorpi voru, sem ævarandi minnis- varði íslenzkra bókmennta á tuttugustu öld. 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.