Vikan - 06.09.1962, Blaðsíða 39
Knob, þar sem ílugstööin var, fyrsti
fyrirhugaði áfangastaðurinn á leið
þeirra suður á bóginn. Síðan dró
hann með gómnum dálítinn hring með
depilinn því sem næst í jaðrinum að
austan, eða umhverfis rúmlega tvö
hundruð mílna svæði vestur af flug-
stöðinni.
„Við ættum að vera einhvers staðar
hérna,“ mælti hann ákafur.
„Já,“ svaraði Prowse. „Og nú er
að f inna vatnið .... “
Þeir einbeittu augunum að svæðinu
innan hins ímyndaða hrings, en þar
reyndist hvergi vatn að finna ,er
væri neitt svipað að lögun þvl vatni,
sem þeir sáu ofan af fellsbrúninni —
og ekkert vítt vatnasvæði á milli
hárra fjalla.
Dahl hafði ekki orð á vonbrigðum
sínum, en stækkaði leitarsvæðið vest-
ur af Knob, einbeitti augum sínum
að því, en árangurslaust. Ekki bar
leit Prowse heldur neinn árangur.
Og enn stækkuðu þeir svæðið árang-
urslaust. Þetta vatn virtist hvergi
að finna, eða umhverfi þess.
Þar fyrir vestan tóku við viðar
eyður, þar sem einstaka fjöll eða
vötn voru mörkuð brotastrikum.
Þessar eyður táknuðu lítt rannsökuð
svæði, þar sem engar mælingar höfðu
verið gerðar en hin fáu kennileiti
staðsett eftir lauslegri ágizkun. Hrifni
og ákefð þeirra Prowse og Dahl lét
stöðugt undan síga fyrir ásókn ó-
vissunnar og kvíðans, sem sótti á
því meir sem þeir nálguðust þessar
eyður í leit sinni.
En loks fór svo að þeir urðu að
taka þessar viðu eyður með í reikn-
inginn. Vatnakvosin víða og hið sér-
kennilega mikla vatn reyndist hvergi
finnanlegt á hinum mældu og könn-
uðu svæðum. Það var því ekki um
annað að velja en svipast um á eyð-
unum, ef vera kynni að eitthvert af
þeim vötnum, sem þar voru mörkuð
daufum brotastrikum, minntu á það,
sem þeir voru að leita að, þótt þeir
vissu að slík staðsetning hlyti að vera
svo ónákvæm, að skakkað gæti svo
tugum mílna eða jafnvel hundruðum
skipti.
Og jafnvel þar reyndist leitin með
öllu árangurslaus.
Prowse vildi þó ekki gefa alla von
upp á bátinn; af krakkalegri þrá-
kelkni færði hann vísifingurinn um
landabréfin vítt og breitt, eftir að
Dahl hafði sannfærzt um að þessi
kennileiti væri þar hvergi að finna.
Og í fyrsta skiptið fann hann til
nokkurrar samúðar með þessum fé-
laga sínum.
Framhald í næsta blaði.
í aldarspegli.
Framhald af bls. 13.
hann kom heim — og starfið beið
hans. Útgerðarmennirnir báðir áttu
einhver itök i Morgunblaðinu — og
þeim varð ekki skotaskuld úr því,
að koma útlærða blaðamanninum að
hjá Valtý.
ERJUR HJÁ MOGGANUM.
Gísli Johnsen sagði þá sögu um
sjálfan sig eitt sinn í afmælisviðtali,
að þegar hann var drengur hefði
móðir hans sent hann með fisk i
búð til að seija. Fiskinn borgaði
kaupmaðurinn með nokkrum ,gull-
peningum. Þegar Gisli var á leið
heim til sin með peningana, nam
hann staðar i fjörunni þar sem
drengir stóðu á klöppum — og
gleymdi sér svo að hann tók upp
leik þeirra. Honum lauk með þvi,
að Gisli datt á bólakaf og var næst-
um drukknaður. Honum tókst þó
að skriða úr sjónum og bjargast.
Hann hélt að hann hefði tapað pen-
ingunum, en honum til stórrar
furðu hélt hann enn á þeim í kreppt-
um hnefanum. Þetta lýsir nokkuð
skapgerð afans. En þessi sami þátt-
ur er og mjög snar í skapgerð dótt-
ursonarins. Að vísu er hann ekki
fjáraflamaður, en stolt sitt selur
hann aldrei og sveigir alls ekki hjá
þó að fé sé í boði. Hann á það til
að verða þver, stifur. Ef honum er
misboðið, þýðir ekki við hann að
tala.
Gisli hóf starf sitt hjá Morgun-
blaðinu af miklum áhuga. Hann
skrifaði viðtöl og tók upp greina-
flokk, sem bar heitið: í frásögur
færandi. Hann rölti um bæinn, hann
vakti með lögreglunni, hann talaði
við fanga, hann fór um allt og grein-
ar hans vöktu mikla athygli. En
hann fann brátt að það var þröngt
um hann hjá Morgunblaðinu. Hann
varð ekki litið undrandi þegar hann
hafði skrifað skemmtilegt viðtal við
Guðmund frá Miðdal og fékk það
framan i sig, að það birtist ekki
í blaðinu. Ástæðan var sú, að kona
nákomin blaðinu var á öndverðum
meið við Guðmund málara i listum,
og ekki í sama myndlistarfélagi og
hann. Gísli fór með viðtalið i Vísi
og fékk það birt þar. En það þótti
mikil uppreisn hjá Mogganum.
Meðal starfsbræðra Gisla hjá
Morgunblaðinu voru þeir ívar Guð-
mundsson og Jens Benediktsson.
Jens lézt snögglega og ívar tók við
fréttastjórn. Þegar ívar fór i leyfi
gegndi Gísli alltaf starfi hans. Þeg-
ar Gísli var staddur i Sviþjóð i
þriggja mánaða blaðamannafrii
sinu, fékk hann allt i einu skeyti
þar sem hann var spurður hvort
hann vildi ekki hætta við fríið en
la { að i þess stað borgað, þvi að
nauosynlegt væri að hann kæmi
heim til starfa þar sem ívar hefði
sagt upp starl'i og væri að fara. Gísli
fór heim og ræddi við Valtý. Hann
spurði hvort ætlunin væri að hann
tæki við starfi Ivars að fullu. Valtýr
fór undan i flæmingi, en svaraði
loks játandi — og þá var sjálfsagt
að tilkynna það í blaðinu. Gisli gekk
frá blaðinu, en fékk veður af þvi,
að til stæði að taka tilkynninguna
út úr blaðinu. Lenti nú í snerru.
Valtýr var á Akureyri og vildi kom-
ast hjá ónæði, Sigurður Bjarnason
reyndi að koma sættum á, en Sig-
fús Jónsson, sá, sem ræður yfir
kassanum og pappírnum hjá blað-
inu, var þver og Gísli var þver.
Hann tilkynnti að lokum:
„Nú fer ég heim. Ef tilkynningin
um starf mitt er ekki i blaðinu 1
fyrramálið, þá skoða ég það sem
slit á samskiptum mínum við
blaðið.“
Og hann fói' heim. Tilkynningin
kom ekki i blaðinu og siðan hefur
Gisli J. Ástþórsson ekki stigið fæti
inn fyrir dyrnar hjá Mogganum.
Hann hafði starfað hjá Morgunblað-
ÍTGERÐARMEIVN
Við útvegum flestar tegundir
GIJMMÍB J ÖRGIJN ARBÁT A
fyrir togara og minni fiskiskip, frá
hinu heimsþekkta, þýzka firma
ésbssmk
'
Björgunarbátur á bátadekki b.v. Karlsefnis.
Leitið upplýsinga. - Sími 20 000
O S
o n
ibi. [[mltetA@ira f
M
ii
VIKAN 39