Vikan


Vikan - 18.10.1962, Blaðsíða 4

Vikan - 18.10.1962, Blaðsíða 4
 Sindrastóllinn er óskastóllinn, heimilisprýði, þægindi. £ii?drasimðjan Gert upp á milli kóra ... Heill og ssell, Póstur minn! Geturðu sagt mér eitt: Hvernig stendur á því, að Ríkisútvarpið spilar svo að segja alltaf hljóm- plötu með söng Karlakórs Reykja- víkur, þó að aðrir íslenzkir kórar hafi sungið sama lagið ipn á hljóm- plötu? Eru það einhver sérréttindi eða hlunnindi, sem Karlakór Reykja- víkur nýtur hjá Ríkisútvarpinu? Ég tek sem dæmi þrjú lög: „Brennið þið vitar,“ „Sefur sól hjá ægi“ og „Búðarvísur“. Þessi lög mun karla- kórinn Fóstbræður einníg hafa sungið inn á hljómplötu og vafa- laust fleiri íslenzkir kórar. Karla- kór Reykjavíkur er að vísu góður kór, en hann má ekki misvirða það við mig, þótt ég telji Fóstbræður honum fremri. Fóstbræður munu sennilega vera bezti karlakór á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Því má Karlakór Reykjavík- ur vel við una, þó að hann verði að láta í minni pokann við samanburð- inn. Ríkisútvarpið á að meta Karla- kór Reykjavíkur að verðleikum, en ekki veita honum nein forréttindi né hlunnindi. Þetta fer ég hér með fram á sem útvarpsgjaldsgreiðandi. Söngvari Samskot ... Kæri Póstur. Gætir þú ekki bent starfsfólki hjá stórum og mannmörgum stofnunum á, að það er ákaflega hvimleitt fyrir sum arstarfsfólk að þurfa sífellt að vera að taka þátt í samskotum í gjafir handa samstarfsfólkinu. Ég vann hjá stórri stofnun í sumar, og ég veit ekki hvað oft ég varð að taka þátt í að borga afmælisgjafir, brúð- argjafir og ég-veit-ekki-hvaða-gjafir handa alls konar fólki, sem ég kann- aðist ekki einu sinni við í sjón, hvað þá meira. Mér finnst eiginlega dálítið atriði, að maður þekki þann, sem maður er að spandera peningum í. Og frum- skilyrði finnst mér, að þeir, sem starfa aðeins yfir sumartímann þurfi ekki að taka þátt í slíkum samskot- um fyrir þrábeiðni samstarfsfólksins, heldur leggi í „púkkið“ ef þeim sýn- ist svp — annars ekki, takk. Tínsey. Hvimleiðir kossar ... Elsku Vika mín. Ég heiti Anna og ég les alltaf Vikuna og finnst hún ægilega skemmtileg. Ég er tíu ára. Mér finnst ægilega gaman að Skugga og öllu. Og svo langar mig til að segja þér soldið. Alltaf þegar koma ein- hverjir í heimsókn og svoleiðis eða það er afmæli eða eitthvað svoleiðis, þá koma allir og kyssa mann. Sum- ar kerlingarnar hafa svo ægilega gaman af að kyssa mann alltaf og eru bara alltaf að kyssa mann. Þá verður maður kannski allur blaut- ur í framan, og mér finnst svona kossar ægilega leiðinlegir. En ef maður grettir sig eða eitthvað, þá verða allir gasalega fúlir. Mér finnst svo ergilegt að allir eru að kyssa mann. Það má kannski kyssa allt fólkið í fjölskyldunni, sko mömmu og pabba og systkin og svoleiðs. Viltu, Vika mín, segja fullorðna fólkinu, hvað sona koss- ar eru asnalegir. Af hverju er full- orðna fólkið alltaf að kyssa krakk- ana, þegar krakkarnir bara vilja það ekki? Er þetta eitthvað kossa- brjálæði, eða hvað? Anna Kjartansdóttir 10 ára. Fótanóta ... Kæra Vika. Ég varð dálítið undrandi, þegar ég las „fótar“-klausuna í Póstinum. Sjálf hef ég aldrei heyrt talað um, að fóturinn næði lengra en upp að hné, en kannski þið séuð allir með lærin í skónum?!! Hulda Jónsdóttir. ... og önnur ... Kæri Póstur. Okkur langar til að spyrja þig, hvort ekki tíðkist að stelpur sparki í bolta eins og strákar. Ef svo er, þá langar okkur að biðja þig.að birta fyrir okkur þetta bréf. Okk- ur langar til að biðja einhverjar stelpur á aldrinum 12—14 ára, sem hafa áhuga á fótbolta og vilja stofna með okkur félag, að skrifa undir- rituðum stelpum nafn, heimilisfang og símanúmer. Við munum þá hafa samband við þær og segja þeim nánar frá þessu. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Edda Bára Pálsdóttir, Breiðholtsveg c-10, Rvk, eða: Sóley Björk Ólafsdóttir, Breiðholtsveg c-5, Rvk. --------í rauninni erum við liér með við birta AUGLÝSINGU, sem er auðvitað alls ekki hlut- verk okkar, en VIKAN vill sízt verða til þess að drepa í fæð- ingu jafnmerkilegt menningar- fyrirbæri og knattspyrnulið kvenna. — VIKAN óskar ykkur semsagt góðs gengis. Það er trú okkar, að ef þið náið saman ellefu sparkfúsum stelpum og æfið í svosem tvö ár, komizt þið upp í fyrstu deild. — Svo ráða fyrstu deildar menn, hvort þeir taka þetta sem sneið eða ekki. Eldhússtækja ... Virðulegi Póstur. Matarlykt er að drepa mig, Póst- ur. — Ég er fínn maður og sit í reykingaklæðum framarlega í sal í Þjóðleikhúsinu á frumsýningum við hliðina á forstjórafrú. Venjulega leiðist mér — á frumsýningum er ekkert talað um lax. — Ég er tölu- verður matmaður, og hef oft borð- að ágætan mat hjá Tolla niðri í Leikhússkjallara, en samt finnst mér algjör óþarfi, að eldhúslyktina leggi upp í sal eins og hvern ann- an gosmökk. Ef þú ert á sama máli, þá biddu þá um að loka öllum gáttum frá 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.