Vikan


Vikan - 18.10.1962, Síða 10

Vikan - 18.10.1962, Síða 10
ALLIR í Jacksonville sjúkra húsinu vissu, að Dennis Sullivan læknir var hinn mesti næturhrafn, en þeir voru ekki margir, sem gerðu sér ljóst að það var vegna þess, að hann vildi vera sem lengst ná- lægt sjúklingum sínum. Það var komið að miðnætti er hann gekk þetta kvöld eftir göngunum. Hin margvíslega spítalalykt snerti ekki vitund hans, en önnur skilningarvit hans voru næm fyrir öllu öðru í kringum hann — lýsandi næturbiöll- unum. skyndilegum hlaupum hjúkr- unarkvennanna og nemanna við dyr, sem báru áletrunina HETM- SÓKNIR BANNAÐAR, kæfðum hlíómi neyðarbjallnanna og and- vörnum hinna þjáðu inni í herbergj- unum. Á enni hans voru diúpar hrukk- ur, því að hann var að velta fvrir sér erfiðu vandamáli og fann enga lausn á því. Borgarstiórn og önnur vfirvöld höfðu ekki haft fregnir af því — ennbá — en veikin hélt áfram að breiðast út. Þetta var hæg- fara en heiftúðug sótt, og brátt yrði hægt að kalla hana farsótt. Þeir höfðu nefnt hana „Virus X“ og þetta nafn gerði lækninum gramt í geði, bví að það var tákn getulevsis þeirra. Það hafði ekki tekizt að greina sjúkdóminn. sem heriaði iafnt. á unga sem vamla. og þrátt fvrir hinar miklu framfarir í lækn- isfræði síðari tíma. voru mörg dauðsföll af hans völdum. Hann kom að stórri. glampandi stálhurð með einni lítilli glerrúðu, en yfir dyrunum lýstu orðin EIN- A.NGRUN — ADGANGTJR BANN- AÐUR á stóru rafliósaskilti. Lækn- irinn leit inn um rúðuna og kveikti sér í sígarettu. f skininu frá eld- snvtunni sá hann spegilmynd sína. Það var alvarlegt og viðkvæmnis- legt andlit, sem blasti við honum, en sjúklingar hans sáu aldrei við- kvæmni eða þun<dyndi í svíd hans. Glaðlegt bros hans. vingiarnleg röddin og hvöss blá auvun ein- kenndu viðmót hans gavnvart þeim. Hann dró lykil úr sloppvasanum og opnaði hurðina hljóðlega. Hann gekk eftir ganginum að borði hiúkr- unarkonunnar, sem var á nætur- vakt. Hann sá að í hliðargöngunum voru mörg rúm með siúklingum. Það marraði í skónnm hans, en hjúkrunarkonan var önnum kafin við sjúkraskýrslur og varð hans ekki vör. „Þetta köllum við einangrun- ardeild," sagði læknirinn lágt og benti á rúmin í göngunum. Hiúkr- unarkonan leit snöget upp og nokkrir dökkir lokkar hrukku und an hvítum kappanum. Einanvrunar- deildin var loftkæld, en það voru svitadropar á enni hennar og aug- un voru áhyggjufull. ,,Þú hefur misst ösku niður á sloppinn þinn,“ sagði hún, en hún horfði rannsakandi á hann. „Þakka þér fyrir,“ sagði hann og burstaði sig með hendinni. Bette fór að eiga við sjúkraskýrsl- urnar. Þegar hún tók aftur til máls var eins og hún hefði misst kjark- inn. „Linda var að spyrja eftir þér. Hún sagði, að þú hefðir lofað sér því, að koma og bjóða henni góða nótt. Á,“ sagði hann, „ég tafðist. Hún er sjálfsagt sofnuð núna, en ég ætla að líta inn til hennar." Linda Prescott, sjö ára, var búin að vera í þrjá daga á stofu 206 á ein- angrunardeildinni. Foreldrar hennar höfðu verið lagðir inn sama dag og hún. Nábúi þeirra hafði ekið með þau inn til borgarinnar frá Mandarin, þar sem þau áttu kjúkl- ingabúgarð. Veikin lýsti sér á sama hátt í þeim öllum: Engin matarlyst, magaverkir, uppköst öðru hverju, krampar og meðvitundarleysi. Sjúk- dómsgreining: Virus X. Meðferð: Ýmis konar bólgueyðandi lyf og al- gjör rúmlega. Hurðin á herbergi 206 var í hálfa gátt. Sullivan læknir gekk hljóðlaust inn og á bak við skerm við eitt rúmið. f daufu næturljósinu gat hann varla greint rúmin fjögur. Hann kveikti á vasaliósi inbyggðu í blýantinn og beindi honum að sp.ialdinu ofan við Lindu rúm. Það gaf ekki glæstar vonir. Magakval- irnar héldu áfram og neðst hafði hjúkrunarkonan skrifað: Sjúkling- urinn ósamvinnuþýður. Neitar að borða. Það mundi ég líka gera, ef ég hefði magaverk, hugsaði Sullivan læknir. „Halló, Dennis læknir.“ Læknin- um varð bilt við og beindi Ijósinu að Lindu. Augu hennar voru stór, dökk- brún og mjög alvarleg. Hjartalagað andlit hennar var fölt. Læknirinn strauk ljóst hár hennar frá enninu um leið og hann tók um slagæðina. Eftir nokkra stund sagði hann blíðlega: „Ég sveik þig ekki, Linda.“ „Mig langar til að tala við mömmu, Dennis læknir." Hún tal- aði skýrt og ákveðið og alveg við- kvæmnislaust. „Ef til vill eftir nokkra daga,“ sagði læknirinn hughreystandi. „Liggur hún kannski líka í misl- ingunum?" „Mislingunum?“ spurði Sullivan læknir. Hann var önnum kafinn við að hlusta hana. „Ég spurði manninn — þennan, sem þvær gólfin á morgnana. Hann sagði, að við værum víst öll með mislingana." Læknirinn brosti. „Hann veit víst álíka mikið um það eins og við, Linda. En það eru ekki góðar fréttir af þér á spjaldinu þínu. Þær segja, að þú sért ekki samvinn.... að þú sért ekki hlýðin. Ef þú vilt verða hraust og komast til mömmu þinnar, þá verðurðu að borða. Skilurðu það?“ Munnur hennar varð þrjózkuleg- ur. „Pabbi gaf mér mína eigin diska, hann keypti þá handa mér. Ég vil bara borða af mínum diskum. En ég get ekki sofið, Dennis læknir, ég get ekki sofið af því að ég veit að Lucy hlýtur að vera bæði svöng og þyrst." „Lucy?“ spurði læknirinn annars hugar. „Lucy er hundurinn minn. Kannski að hún hafi líka fengið mislingana.“ Læknirinn ræskti sig. Hann var ekki ánægður með ástandið. Augu Lindu fylltust af tárum. „Þú ert alveg eins og allir aðrir,“ sagði hún sorgbitin. „Þú segir Já, Linda og Nei, Linda og Þú verður að borða, Linda. En enginn vill hjálpa mér til að frétta af Lucy.“ Sullivan læknir þurrkaði tárin og sagði glaðlega: „Viltu veðja? Nú skal ég segja þér nokkuð. Um leið og sólin kemur upp, fer ég og konan mín heim til þín. Ýið skulum gæta Lucy. Ef til vill setjum við hana líka í góða hundapössun." Nú brostu brúnu augun, en varirnar skulfu enn. „Og ef þú lofar að borða, skulum við koma hingað með diskana þína. Hvað segirðu um það?“ Brúnu augun horfðu rannsakandi á hann. „Ég lofa því. En lofar þú að gera þetta?“ „Við skulum gæta hennar vel. Nú skaltu loka augunum." ETTE var enn upptekin af skýrslunum, þegar hann kom fram aftur. Hann muldraði eitthvað í hálfum hljóðum og gretti sig illilega. Bette varð undrandi. „Hvað er þetta, Dennis, ertu að bölva?“ „Já,“ sagði hann hörkuleea. ,,ég er sannarlega að bölva. f þessari byggingu er milljón dollara virði af rannsóknartækjum og nokkrir beztu heilar læknisfræðinnar — en smábaktería sigrar það allt.“ „Taktu þér dálitla hvíld,“ sagði Bette. „Þú þarft þess sannarlega.” „Svona vandamál verða ekki leyst með hvíld.“ „Fáðu þér þá nóg af svörtu kaffi.“ stakk Bette upp á. „Það er sæmileg hugmynd. Ég fer oe næ mér í það.“ Þegar hann var að fara inn í lyft- una, hevrði hann næturvörðinn við símann kalla á sig. „Sullivan læknir! Sullivan lækn- ir er beðinn að koma strax.“ Hann gekk að heyrnartólinu og tók það upp. Alberts læknir er á næturvakt, Myrt," sagði hann dálít- ið snöggt. „Þú ert með dökka bauga undir augunum. Reynirðu aldrei að sofa?“ „Það er ekki oft“, sagði hún. „Maðurinn minn er á móti svefni.“ Hann ýtti hári hennar aftur und- ir kappann. Bette, konan hans, hafði umsjón með kvöldhjúkrunarkonun- um. Venjulega var hún ekki á ein- angrunardeildinni. En venjulega fór sjúklingatala einangrunardeildarinnar ekki upp fvrir fimmtíu sjúklinga, en núna lágu þarna hundrað og talan jókst dag frá degi. Fincannon, hinn aldr- aði en færi yfirlæknir, hafði látið marvt starfsfólkið flytja á næsta hótel, og í húsnæði þess voru nú bráðabirgða einangrunardeildir. Sullivan læknir leit á úrið og sagði alvarlega: „Það er komið fram yfir miðnætti." Bette kinkaði kolli. „Ég er að leysa fröken Taggert af. Hún var að vinna frá því um miðjan dag, alveg fram til miðnættis.“ „Það varst þú líka,“ sagði lækn- irinn. „Það er annað,“ sagði Bette. AÐ horfir ekkert öðru vísi við,“ sagði hann, „nema hvað það er al- vanalegt.“ „Er ... er Foreman læknir kominn aftur?“ spurði Bette. Foreman var yfirsjúkdómafræð- ingur á spítalanum. „Nei.“ Sullivan læknir rétti úr breyttu bakinu. „Foreman er enn í Rochester og er upptekinn þar við rannsóknir eitthvað fram í tímann —- það geta orðið nokkrar vikur.“ Bette benti á rúmin á ganginum. „En þetta er nevðartilfelli, Dennis. Þetta er ...“ Hún lækkaði róminn, „þetta er næstum farsótt. Virus X, virus X. Hrukkurnar á enni Sullivans læknis urðu dýpri. ,.Þú ert þreytt, vina mín, annars mundirðu ekki tala svona. Við erum öll þreytt, við gerum öll það sem við getum. Það er auðvitað slæmt að Foreman skuli vera fjarverandi, og þar við bætist, að tveir beztu aðstoðarmennirnir í rannsóknarstofunni eru veikir af influenzu. Kook Hwai Lee hefur varla farið út úr rannsóknarstof- unni í þrjá daga. Hann er alveg að kafna í vinnu — þó ekki sé um að ræða nema venjulegar blóðrann- sóknir.“ Lee læknir var stúdent frá Kóreu og var viðurkenndur sem frábærlega fær og áhugasamur ungur sjúkdóma- fræðinvur. Hann hafði verið fliótur að setja sig inn í vinnuna á sjúkra- húsinu, en í ákafanum virtizt hann hafa gleymt að læra sæmilega ensku. „Hvað geturðu látið þér detta í hug að þessi . .. þessi virus X sé?“ spurði Bette. „Ég hef ýmsar kenningar, eða hef haft — þær hafa allar reynzt rangar,“ sagði Sullivan læknir. „Ég hef líka verið of önnum kafinn við dagleg störf. Það hjálpast allt að. f Austur-Jacksonville hefur komið í ljós einhver lofteitrun, og um leið hefur hálsbólgusjúklingum með al- varlega hálsbólgu farið mjög fjölg- andi. Heilbrigðisyfirvöldin gera ekki ráð fyrir að samband sé þarna á milli, en það er verið að rannsaka þetta.“ „Ja, og skárri er það nú vaktin!" hreytti Myrt út úr sér. „Hann er að eignast — ég á við að frú Alberts er að eignast fyrsta barnið í fæð- ingarherberginu. Alberts læknir er * ei?hvers konar taugaáfalli." „Ég kem strax," sagði Sullivan þreytulega. Þegar hann kom inn á slysastof- una, varð hann enn þreyttari. Þama voru fimm manns: miðaldra maður og kona, auðsjáanlega sjúkl- ingar — hjúkrunarkona, hjálpar- Framhald á bls. 27. 10 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.