Vikan - 18.10.1962, Síða 12
ÞJÓУACA VIKUNNAR
** L.A.NGAFÖSTU veturinn 1844 skeði
sá tilburður á Núpi í Axarfirði, þeg-
ar kvölda tók, þá var farið að kasta
því sem lauslegt var í kringum fólk-
ið, hvort heldur voru bækur eða lepp-
ar eða það, sem kvenfólkið hafði á
prjónum, sem ekki var annað en plögg á
hendur og fætur. Þessi hendingaleikur fór
síðan smám saman í vöxt, þar til einu sinni,
að bóndinn (bóndinn á Núpi hét Þorvaldur
Hákonarson, í sálmaregistri Skinnastaða
1843 sagður 33 ára, talinn „vel lesandi, all-
vel kunnandi, mesti ráðvendnismaður) þar,
sem var álitinn karlmenni fór eitt kvöld á
fund nágranna síns og dvaldi hjá honum, þar
til í vökulok, að hann fór heimleiðis aftur,
því honum var ekki gjarnt að vera langdvöl-
um frá konu og börnum. Annað fólk var ekki
á bænum utan systir konunnar, mesta ráð-
vendisstúlka, og vinnumaður, heldur ódugn-
aðarmaður, en frómur og hrekkjalaus. Bónd-
inn kom heim um kvöldið, þegar kominn var
háttatími. Þá stóðu systur báðar á pallstokkn-
um með sinn vöndinn hver í hendinni og
hrópandi um hjálp til guðs síns. Bóndinn,
sem þaggað hafði niður þennan kvitt, sem
ekki hafði borið á nema þegar hann var ekki
viðstaddur, spyr nú hvað um sé að vera.
Þær svara honum, að djöfullinn sé kominn í
bæinn. Hann biður þær að> tala gætilega og
svo er farið að hátta og ber þessa nóttina ekki
á neinu.
Kvöldið eftir, þegar rökkva fór, var svo
að kalla allt á lofti, sem lauslegt var, og gat
bóndi nú ekki borið á móti, að eitthvað væri
undarlegt í þessu. Þegar hann var háttaður
um kvöldið og búinn að breiða upp yfir sig,
þá kom tréskór, sem var á loftinu rétt á
mcti ljósinu, og hitti augabrúnina á bónda og
sprengdi hana sundur. Eftir það var tilburða-
lítið þá nótt, en um sólsetur daginn eftir
mátti sækja bónda út í hús, því hann var að
þjóna skepnum sínum. Þá kastaði tólfunum
og var brothljóð í hverjum rafti. Hann kem-
ur síðan inn og var ekkert hnugginn, heyrir
eitthvað þrusk í baðstofudyrunum og segir:
„Hver þú ert heldur, djöfull eða maður, þá
komdu og reyndu við mig‘. En á augabragði
er brothljóð í rúmgafli, sem var rétt við bað-
stofudyrnar og þar sviptist í sundur þuml-
ungsþykkt borð án þess að heyrðist nokkuð
högg eða mönnum væri sjónarlegt að brúk-
aö hefði verið nokkuð verkfæri; borðið fór
í þrjá parta og var ég sjónarvottur að því,
hvað borðið var þykkt og lítið farið að feyskj-
ast. Bónda hugsaðist þá að fá menn sér til
skemmtunar um nóttina og urðu til þess
t eir af nágrönnum hans, sem báru sig mik-
ið hreystilega og vildu, þegár farið var að
hátta, láta slökkva ljósið, sem bónda og
heimilisfólkinu var heldur móti skapi. Undir
eins og búið var að slökkva ljósið gekk svo
rnikill moldaraustur í baðstofunni, að fólk-
inu lá við köfnun. Þá buðust aðkomumenn
til að kveikja, en þegar til þeirra heyrðist
framan göngin með ljósið, hætti moldbylur
þessi. Ljósið var svo látið lifa það eftir var
nætur og bar ekki á neinu.
Eftir þessa hviðu fór konan með börnin burtu
og ekki var eftir nema bóndi og vinnumaður til
að þjóna gripunum. Ég, sem rita söguna (Ámi
Árnason bóndi í Skógum í Axarfirði (40 ára í
manntali 1860)) var fenginn til að vera næstu
nótt hjá þeim. Ég gjörði það að sönnu með
hálfum huga, en með því ég var ungur og ekki
áræðislaus, bjó ég mig út með byssu og skot-
færi og um kvöldið bað ég þá að sýna mér á-
verka þann, sem orðið hafði á öllum hlutum -—•
en hverki menn né skepnur fengu nokkur
meiðsli, utan það, sem áður er getið um auga-
brún bónda. — Ég sá síðan marga hluti brotna
og með mörgu móti skemmda, en furðaði mig
mest á því, að kvöldskór vinnumannsins voru
allir sundurskornir og neðan á botninn á öðr-
um þeirra var rispað Á; maðurinn hét Árni, það
var svo laglega gjört, að hver maður, sem þekkti
skrift hans, gat gengið úr skugga um, að það
var ekki eftir hann. Um nóttina bar ekki á neinu.
Ég var þar svo, en ekki nema á daginn, í hálf-
an mánuð til að umbreyta í baðstofunni og gjöra
nú allt sterkara og hlaðaupp í moldarskot, sem
ausið var úr yfir fólkið.
Þegar búið var (að) gjöra við í baðstofunni,
einnig að setja ný rúmstæði, flutti fólkið sig
heim aftur og konan líka, sem komin var að
falli og allir voru hræddir um að kynni að hafa
illt af þessu. Svo bar ekki neitt á neinu í hálf-
an mánuð, en upp frá því fór hundur, sem á
bænum var, að gelta, mikið alvarlegur, helzt á
kvöldum, og menn vissu ekki að hverju. Nú var
komið fram yfir sumarmál og nóttin stutt, en
dagurinn langur. Þá tók til um hádegisbil grjót-
kast, torfkast og yfir höfuð að tala var allt á
ferð og flugi. Steinn kom í baðstofugluggann
uppi yfir rúminu hjónanna; hann braut eftir
vonum gluggann og part af gluggakistunni og
kom inn á lpftið; svo kom annar á eftir og
þriðji, sem álitið var að vægi tíu fjórðunga; hann
huldi gluggann, en gekk ekki inn um hann. Þá
sendi bóndinn eftir mönnum á næstu bæi til að
sjá hvað á gengi og ráða sér ráð.
Alltaf fór þessi ógangur versnandi og vaxandi
um daginn. Allur nýr fatnaður, sem komizt hafði
upp um veturinn, var saxaður í sundur eða tugg-
inn, svo ómögulegt var að fá gómblett heilan
á milli.
Eitt sinn, þegar konan var að búa upp í rúmi
sínu, hún hafði fjöl fyrir framan rúmfötin, eins
og siður er víða til, en þegar hún ætiaði að taka
rúmfj ölina og láta hana á sinn stað, þá var hald-
ið í hana á móti henni svo fast, að hún náði
henni engan veginn. Þá tekur hún það ráð, að
hún þreifar eða sveiflar hendinni eftir fjölinni
til hins endans og þá losnar fjölin. Þetta var í
ljósbirtunni og allt á stjái á loftinu.
Nú var hjónunum ráðlagt að flytja burt og
svö farið að taka til og byrjað í baðstofunni. Þá
segir konan: „Mér þykir vænt um, að glasið
mitt er óbrotið", og flytur það fram í skemmu
og lætur það á botninn á opnum stokk, sem stóð
fram við þilið undir glugganum, sem enn var
óbrotinn. En þegar lítil stund var liðin, kom
glasið inn um baðstofugluggann ofan í steinana;
gat þá konuskepnan ekki lengur fagnað yfir, að
Framhald á bls. 30.
12 VIKAN