Vikan


Vikan - 18.10.1962, Side 14

Vikan - 18.10.1962, Side 14
Ég hef kosið' að’ birta þessi blöð Hallgxíms Ólafssonar, eins og hann gekk frá þeim. Vinum hans, sem oft áttu örðugt með að skilja hann, gæti ef til vill orðið það auðveldara hér eftir. — Ég veit, að það hefði mátt segja þessa sögu fimlegar, en svona gekk hann sjálfur frá henni síðustu vikurnar, sem hann lifði. S. Einarsson. ETTA er ekki merkileg saga. Það er auk heldur ekki merki- leg atvik, sem sagan greinir frá. En þau settu mig allan úr skorðum. Ég var fimmtán ár að jafna mig eftir þetta, sem kom fyrir mig í Punkaharju. Ef ég er þá fyllilega búinn að jafna mig ennþá. Mér er alveg ljóst, að æska nútímans hlær að þessu.'Henni hefði ekki orðið svo mik- ið um þetta, sem betur fer. Ég þarf ekki að taka það fram, að ég, Hallgrímur Ólafsson, er ákaflega hvers- dagslegur maður, gæddur venjulegum hversdagshæfileikum. Með þrotlausri vinnu á sjó og landi frá því um fermingu, hafði mér tekizt að komast í gegn um Menntaskólann og ljúka stúdentsprófi. Ég hafði einnig, er hér var komið sögu, lok- ið allglæsilegu embættisprófi í minni grein við Háskóla íslands, og hlotið í við- urkenningarskyni utanfararstyrk til frek- ara náms. Ég hafði einnig reynt mig of- urlítið sem opinber starf'smaður í minni grein, áður en ég fór utan, og gerði mér, ef satt skal segja, talsverðar hugmyndir um getu mína og hæfileika. Jú, það er bezt að játa það: Ég ætlaði mér í þá daga talsverðan hlut á íslandi, sá mig stundum í anda sem einn af forustumönn- unum í stj órnmálalífi og menningarlífi þjóðar minnar. Þetta voru eiginlega ekki neinir stórmennskudraumar, ekki annað en það, sem algengt er um stálhrausta unga menn, sem hafa fengið nasasjón af sæmilega traustri, heimafenginni þekk- ingu, og sjá heiminn og framtíðina blasa við sér i fyrsta sinn. Og ég hafði kvænzt. Ég hafði kvænzt góðri stúlku, sem nú sat heima á íslandi með litla dóttur okkar, og beið mín á meðan ég legði traustari grunn að glæsi- legri framtíð okkar. EG IJNNI henni hugástum. Já, mér er óhætt að segja, að ég elskaði hana. Um það vissi enginn betur en ég. Nú hafði ég verið átta mánuði að utan. Og vissulega er það ekki neitt til að státa sig af, en ég hafði verið henni algerlega trúr. Ekki litið í þá átt, sem annað kvenfólk var. Nú fer því svo fja-r:, sem verða má, að ég sé, eða hafi verið nokkur töfrari. Það er langt frá því. En ég hafði þó ekki komizt hjá að verða þess var, að fólki geðjaðist yfirleitt vel að mér. Og langaði vitanlega ekkert til að láta, sem ég vissi það ekki. Þvert á móti hafði ég gert mér rækilega far um að fága framkomu mína og vaxa upp úr búralegasta heimaalningshættinum. Auk þess hafði ég verið mjög heppinn í kynn- 14 VIKAN um við fólk, komizt í félagsskap, sem að menntun, efnum og lífsháttum stóð langt utan þess, sem umkomulausir, erlendir námsmenn eiga að jafnaði kost á. Og það, sem mér fannst eiginlega kynleg- ast: Verið tekinn þar gildur, eins og ég var, og sýnd frábær alúð og fyrirgreiðslu- semi. Þetta hafði aukið mjög sjálfstraust mitt og öryggiskennd. Ég hafði fullorðn- azt meira á þessum mánuðum erlendis en mig sjálfan grunaði þá, eða gerði mér grein fyrir. Og nú hafði ég unnið eins og víkingur í fræðigrein minni undanfarið missiri, lif- að spart og lagt mikið að mér. Ég hafði einnig ástæða til þess að ætla, að ég hefði náð sæmilegum árangri. Mér hló hugur í brjósti og ég hlakkaði til komandi daga. Tilveran var yndisleg. Hver dagur mætti manni bláklæddur og sólskinsskóaður og lofaði einhverju nýju. Langoftast efndi hann það. Á kvöldin var ég oft dálitið þunglyndur og einmana. Þá þráði ég konuna mína og litlu gullinlokku, dóttur mína. Ég kæfði þessa hungruðu óró hjartans, eða holdsins, með hlífðarlausri vinnu, vakti fram á næt- ur, las og ritaði. Reif mig snemma upp, tók til óspilltra málanna. UNDIR vorið barst mér óvæntur féstyrkur. Ég ákvað að verja honum til Finnlandsferðar og skyggnast um, hvað þar væri efst á baugi í fræðigrein minni. Þetta var árið 1928, gengi pen- inga lágt í Finnlandi, svo ég mátti kallast mjög vel fjáður til þessarar ferðar. Eig- inlega ríkari, en ég hafði nokkru sinni áður verið á ævinni. Ég hugði því með góðum vonum til Finnlandsferðarinnar, þar sem ég sigldi frá Kaupmannahöfn á Bore II í apríllok 1928. Það var glamp- andi sólskin, beykið hágrænt og angandi. Öjálandsvor! En einskis að sakna í Dan- mörku og einskis að iðrast. Og gott var það. Nú var ég búinn að dvelja í Finn- landi í rúman mánuð. Ég hafði unnið vel, var tiltölulega ánægður með sjálfan mig og nú var ég kominn í sumarfrí til Punkaharju, alráðinn í því að hvíla mig og njóta þess. Það gat ekki betra verið. Nei, það gat ekki betra verið — enn sem komið var. II. Punkaharju! í mínum eyrum hefur nainið enn undarlegan hljóm og mynd staðarins er greypt í huga minn. Annars er slaðurinn reyndar frægasti þjóðgarð- ur Finnlands, ávalur skógarás, sem teygist eins og nes út í stöðuvatnið Puruvesi, með ótal unaðslegum vogum og víkum. Við eina fegurstu víkina stóð geysistórt gisti- hús og þangað lá sumarlangt stöðugur straumur ferðamanna af öllum löndum. Eg sótti einmitt svo að, að þessi ferða- mannastraumur var að byrja. Ég kom með járnbrautarlest frá Savon- linna rétt eftir hádegið. Stöðin liggur ut- an þjóðgarðssvæðisins og það var komið eftir mér á léttivagni frá hótelinu.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.