Vikan


Vikan - 18.10.1962, Page 17

Vikan - 18.10.1962, Page 17
VETRARTÍZKAN EFTIR GUÐRÍÐI GÍSLADÓTTUR Kápurnar eru aðallega þrenns konar: Þröng- ar og barnalegar í sniðinu, næstum eins og þær séu of þrongar yfir brjóstin. Oft eru þær ekki alveg fullsíðar, þannig að erfitt er að átta sig á, hvort um 7/8 lengdar jakka sé að ræða eða næstum fullsíða kápu •— örfáir cm. af kjólfaldinum koma niður undan kápunni. Svo eru það bað- sloppakápurnar, sem eru teknar laus- lega saman með belti og eru oftast með sjalkraga, en þriðja gerðin eru kápur með slá eða gríðarstórum kraga, sem fellur út á axlirnar. Skinnkrag- arnir eru mjög háir, ná oft upp á miðjar kinnar, og treflarnir aldrei lengri og stærri en nú og líka látnir standa upp á andlit. Lausar hettur úr sama efni og kápurnar, eða í öðr- um lit, eru mikið not- aðar og oftast skinn- fóðraðar. Þessir háu kragar, stóru treflar og hettur eru kallað „the muffled look“ eða dúðað útlit — eins og verið væri að leggja í ferðalag til Norðurpólsins — og ætti að geta hentað okkur vel hér á ís- landi. Dragtirnar eru allar með síðum jökkum, sumir þeirra eru mjög síðir og yf- irleitt þröngir og beinir, og pilsin eru að mestu slétt, en langvinsælasta pilsið núna er Bohanpilsið frá Dior. Það er með einu djúpu lokufalli að framan. Pilsbuxur Tveeddragt með BOHANpilsi frá Dior. © © ® VIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.